Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.2022, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 14 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Heilbrigðisþjónustaeðavaxtagjöld Þ að er fátt nýtt undir sólinni. Þessi gömlu sannindi koma upp í hugann nú þegar enn eitt árið kveður og nýtt tekur við. Veðráttan hefur sinn óstýriláta gang eins og við Íslendingar þekkjum manna best. Hagur fyrirtækja og heimila sveiflast upp og niður, ýmist vegna ytri eða innri þátta. Ýmislegt er svo nauðsynlegt að gera til að draga úr neikvæðum áhrifum á hag fólks; líf og lífsviðurværi. Fjárfesting stjórnvalda í innviðum og viðhald þeirra er þar mikilvægur þáttur. Ég hef oft í þessum reglulegu pistlum mínum hér á síðum Morgunblaðsins fjallað um aðgerðir og aðgerðaleysi ríkisstjórn- arinnar í þágu mikilvægra innviða. Ég ætla að halda mig á þeim slóðum í þessum síðasta pistli ársins. Þó fátt nýtt sé undir sólinni, er staðreynd að sjaldan ef nokkurn tímann höfum við upplifað annað eins ástand í heilbrigðismálum. Og hefur heilbrigðisstarfsfólk þó róið lífróður til þess að halda þjóðinni á floti undanfarin ár. Stjórnendur Landspítalans eru hættir að tala undir rós; spítalinn er á leið í þrot ef ekki verður brugðist við. Þeir sérfræðingar sem þekkja til á sambæri- legum heilbrigðisstofnunum í löndunum í kringum okkur fullyrða að þar myndu stjórnvöld hiklaust stíga inn, væri ástandið jafnslæmt og það er t.d. á bráðaþjónustu Landspítalans. Hvorki sjúklingum né starfsfólki væri boðið upp á slíkt ástand. Hér er ekki í önnur hús að venda með marga þá þjónustu sem Landspítalinn býður. Sú staðreynd ýtir auðvitað undir skyldu stjórnvalda til að bregðast við. En það virðist ekki duga til. Þrátt fyrir að umsvif hins opinbera hafi aukist sem aldrei fyrr skilar það sér ekki í umbótum á vanda Landspítalans. Ekki í rekstrarframlögum, ekki í framlögum til lækningatækja og ekki til lyfjakaupa. Ekki í umbætur fyrir sjúklinga né starfsfólk. Þess í stað fara tæplega 100 milljarðar króna í vaxtagjöld á næsta ári, þar af um helm- ingur vegna þeirra ömurlegu vaxtakjara sem ríkissjóður þarf að sætta sig við vegna íslensku krónunnar. Í heild kosta viðbótar- vextir vegna krónunnar okkur ríflega 200 milljarða á ári, þ.e. ríkissjóð, fyrirtæki (þau sem ekki fá að flýja krónuna) og heimili (sem alls ekki fá að flýja krónuna). Hvað ætlum við sem samfélag að halda áfram lengi að láta eins og það sé náttúrulögmál að fleiri tugir/ hundruð milljarða tapist úr ríkiskassanum á hverju ári vegna krónunnar? Fjármunir sem ekki geta leitað í þarfari verkefni eins og heilbrigðisþjónustu? Upptaka evru kallar vissulega á pólitískt þrek en er það ekki einmitt hlutverk stjórnmálafólks að sýna slíkt þrek? Frekar en varpa vandanum til dæmis yfir á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga? HannaKatrín Friðriksson Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. hannakatrin@althingi.is Nefskatturinn hækkar Fjármálaráðu- neytið hefur kynnt skatta- breytingar á árinu 2023, sem eru að stórum hluta hækkanir á ýmsum krónu- tölugjöldum þó að þrepa- mörk í tekjuskattskerfinu og persónuafsláttur, svo dæmi séu tekin, verði til þess að létta ögn á skattbyrðinni á móti. Eitt af því sem hækkar er útvarpsgjaldið svokallaða, eða nefskatturinn sem landsmenn greiða til Ríkisútvarpsins frá 16 til 69 ára aldurs. Þessi skattur hækkar um áramótin úr 18.800 krónum á mann í 20.200 krónur, eða um 7,5%. Þetta á að tryggja Ríkisút- varpinu óbreyttar tekjur með tilliti til verðbólgu, sem er trygging sem önnur fyrirtæki á sama markaði hafa ekki. Þessu til viðbót- ar býr Ríkisút- varpið svo vel að tekjustofn þess vex sjálfkrafa með fjölgun landsmanna. Þessi fjölgun hefur síðasta árið verið 2%, þannig að sú hækkun bætist við fyrrgreinda hækkun og færir hækkunina nær 10%. Ofan á þetta selur Ríkisút- varpið svo auglýsingar í harðri samkeppni við einka- aðila á markaði sem ekki njóta milljarða í forgjöf frá ríkinu. Þessir einkaaðilar eiga það sameiginlegt að berjast í bökkum, meðal annars vegna óeðlilegrar samkeppni við ríkismiðilinn. Svona gengur þetta ár eftir ár, þrátt fyrir orð ráðamanna um úrbætur. Ríkisútvarpið nýtur fólksfjölgunarinnar ofan á allt annað} Hið opinbera á vinnumarkaði Ígrein í Við- skiptaMogg- anum í vikunni í tilefni af ára- mótunum fjallaði Svanhildur Hólm Valsdóttir fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs um vinnumarkaðinn. Þar kom fram að yfir helmingur fyrir- tækja hér á landi segist eiga erfitt með að manna störf og sambærilegt hlutfall hafi ekki sést frá því fyrir bankahrun. Samkeppni sé því mikil um starfsfólk en sú samkeppni sé ekki aðeins á milli fyrirtækja heldur einnig við hið opinbera sem hafi „tekið æ meira til sín undanfarin ár, bæði ríki og sveitarfélög. Þar hafa laun hækkað meira en á almenn- um vinnumarkaði, starfsfólki fjölgað hraðar en landsmönn- um og stytting vinnuvikunnar verið tekin föstum tökum. Nýleg úttekt KPMG leiddi í ljós að næstum 80% stofnana ríkisins innleiddu hámarks- styttingu í einu skrefi og er starfsfólk að vonum ánægt. Á móti kemur að þjónustu- könnun sýnir að ánægja almennings hefur minnkað í öllum flokkum síðastliðin tvö ár.“ Þetta er þörf áminning um þann vanda sem mörg fyrirtæki standa frammi fyrir á vinnumarkaði. Ríki og sveitarfélög hafa gerst æ um- svifameiri og bjóða hlutfalls- lega mun betri kjör en áður, jafnvel mun betri kjör en fyr- irtæki í einkaeigu geta boðið. Og við þetta bætast fríðindi á borð við aukafrídaga og vinnustyttingu sem einkageirinn á enga möguleika að keppa við. Augljóst er að svona getur þetta ekki haldið áfram. Þessari óheillaþróun verð- ur að snúa við og það þarf líklega að gerast á tvennan hátt. Annars vegar með því að pólitískir forystumenn sendi skýr skilaboð um að opinber- ar stofnanir og fyrirtæki eigi ekki að yfirbjóða almenna markaðinn á nokkurn hátt, hvort sem er í kjarasamning- um eða fríðindum þar fyrir utan. Hins vegar með því að hið opinbera fækki störfum hjá sér og feli einkaaðilum stærri hluta verkefnanna. Það má gera bæði með því að fækka þeim verkefnum sem hið opinbera sinnir eða greið- ir fyrir, sem er æskilegt að gera eins og unnt er, og með því að semja við einkaaðila um að sinna þeim verkefnum sem ekki er hægt að leggja af, svo sem í heilbrigðisþjónustu og menntakerfi. Því má ekki gleyma að það eru fyrirtækin í landinu sem skapa þau verðmæti sem halda uppi opinberu þjónust- unni. Til að það geti haldið áfram verður hið opinbera að gæta eðlilegs hófs á vinnu- markaði. Ríki og sveitarfélög þurfa að gæta meira hófs og draga úr umsvifum sínum} E ftir þessa tíu mánuði er ljóst að Rússum hefur mistekist herfilega í þessu stríði. Þeir eru núna búnir að láta af hendi mest af því sem þeir lögðu undir sig eftir innrásina og það eina sem er eftir er í suðurhluta Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóða- málum. „Rússar eru bókstaflega í vörn. Þeir hafa verið að grafa sig niður undan- farnar vikur í varnarlínur, bæði í austurhlutanum í Donbass og í suðurhlutanum. Rússneski herinn hefur orðið fyrir feiknalega miklu manntjóni, sem ligg- ur ekki ljóst fyrir hversu mikið sé, en gæti verið allt að 100 þúsund manns. Herinn hefur líka orðið fyrir feikilegu hergagnatjóni og stríðið hefur leitt í ljós veikleika rússneska hersins, veik- leika sem voru til staðar áður en þeir hófu innrásina. Það kemur í ljós að rússneski björninn er pappírsbjörn og rætur þessara veikleika má rekja til spillingar og vanhæfni sem er landlæg í Rússlandi.“ Albert segir að allar fréttir af stöðu rússneska hersins í Úkraínu sýni að aðbúnaður hermannanna er mjög lé- legur og ástandið slæmt og hermenn hafi litlar vistir og stuðning á jörðu niðri og andinn í herliðinu því ekki góður og allt í hálfgerðum lamasessi. „Sérfræðingar segja að það muni taka a.m.k. tíu ár að endurreisa rússneska landherinn eftir þetta stríð,“ segir Albert og segir að baráttuþrek úkra- ínsku þjóðarinnar og hrakför Rússa á víglínunum sé það sem standi helst upp úr eftir þessa tíu mánuði. Hann segir að Úkraínumenn hafi staðið sig alveg ótrúlega eftir að stökkva Rússum á flótta við Kænu- garð strax á öðrummánuði stríðsins. En þeir séu alfarið háðir utanaðkom- andi aðstoð, aðallega frá Bandaríkj- unum. „Úkraínski herinn væri ekki í stríði við Rússa ef ekki væri fyrir stuðning Bandaríkjanna, og fram- haldið er einnig háð áframhaldandi aðstoð.“ Albert segir Úkraínuher eiga nokkur sóknarfæri. „Þeir eiga góða möguleika að sækja áfram í aust- urhluta landsins í Donbass, og hafa góða möguleika á að neita Rússum um að leggja héraðið undir sig. Einnig eru sóknarfæri í suðri í áttina að Krímskaga, sem yrði mikið áfall fyrir Rússa. En á sama tíma eru Rússarnir að grafa sig niður í varnarlínur, en líka að safna liði og þjálfa meiri mannskap og væntingarnar eru þær að með vorinu reyni þeir einhverjar sóknar- aðgerðir en það eru líka uppi miklar efasemdir um að þeir muni geta það.“ Þegar Rússar gerðu innrásina í febrúar þá gátu þeir dregið þá ályktun af reynslunni frá 2014 að það yrði ekki brugðist við af neinni hörku af hálfu NATO-ríkjanna. „Vesturlönd tóku einfaldlega ekki nógu hart á málum eftir að Rússar innlimuðu Krímskagann og það er hluti af skýr- ingunni á því að Rússar létu aftur til skarar skríða í febrúar. Þeir töldu sig greinilega geta klárað málið tiltölu- lega hratt, og það héldu fleiri því Bandaríkjamenn buðust til að sækja Selenskí til Kænugarðs, og hafa því gert ráð fyrir að borgin félli, sem ekki varð raunin.“ Albert segist þó búast við að stríðið dragist á langinn, það sé í hálfgerðri kyrrstöðu, einhvers konar þrátefli, og þrátt fyrir sóknarfæri verði það erfitt að koma Rússunum burt. „Áður en Rússar réðust inn 2014 var stríð í austurhluta Úkraínu sem var einmitt svona.“ Rússneski björninn var pappírsbjörn ÖRYGGISMÁL ÍSLANDS Lykilforsend- ur ekki breyst „Stríðið í Úkraínu hefur ekki bein áhrif á öryggismál Íslands,“ segir Albert Jónsson að sé stutta svarið við spurningu þess efnis. Hann segir að bæði sé stríðið staðbundið við Úkraínu og síðan megi ekki gleyma þeim lykilforsendum í öryggismálum Íslands sem eru fælingarstefna Atlantshafsbandalagsins og varnarsamningur Íslands við Bandaríkin. Úkraínustríðið hafi ekki haft neinar afleiðingar sem veiki þessar undirstöður ís- lenskra öryggis- og varnarmála. Ef kæmi til stríðs milli NATO og Rússlands mundi það ná til Íslands, en almennt sé talið ólíklegt að til slíkra átaka komi. Albert segir að hernaðarógnin sem Ísland stæði frammi fyrir í slíkum átökum væru aðallega árásir langdrægra stýriflauga á Keflavíkurflugvöll og því væru loftvarnir gegn þeim lykilatriði í varnarmálum Íslands. „En íslensk öryggismál eru ekki á neinum tímamótum vegna Úkraínustríðsins.“ SVIÐSLJÓS Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is AFP/Dimitar Dilkoff Kerson Nýteknar grafir í kirkjugarði í borginni Kerson þar sem ættingjar minnast fallinna hermanna og fórnarlamba stríðsins í Úkraínu Albert Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.