Morgunblaðið - 30.12.2022, Page 27

Morgunblaðið - 30.12.2022, Page 27
„Þetta er stórkostlegt og þvílíkur heiður,“ sagði Ómar Ingi Magn- ússon, íþróttamaður ársins, í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hlaut viðurkenninguna annað árið í röð. „Þetta er aðeins öðruvísi í ár og ég átti alveg von á þessu, eða ég vissi allavega að þetta gat gerst. Ég er samt stoltur og ánægður,“ bætti Ómar við. Hann varð markahæstur allra á EM í Ungverjalandi í janúar, er Ísland hafnaði í sjötta sæti, og var í lykilhlutverki hjá Magdeburg, sem varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða á árinu. Hann var m.a. valinn besti leik- maður þýsku 1. deildarinnar. „Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr á þessu ári. Mér fannst janúar gefa mikið þegar kemur að alls konar framtíðar- hugsunummeð landsliðinu. Það gaf okkur í landsliðinu orku og hjálpaði okkur að átta okkur á því hvað við getum. Þessir tveir titlar meðMagdeburg voru svo ánægju- legir og þá sérstaklega deildartit- illinn,“ sagði Selfyssingurinn. Hann er aðeins 25 ára og ætlar sér enn lengra. „Ég er bara 25 ára og það er nóg eftir, ég tel mig eiga mitt besta eftir,“ sagði Ómar en viðtalið í heild er á mbl.is. Er stoltur og ánægður Morgunblaðið/Hákon Stoltur Ómar Ingi Magnússon tek- ur stoltur við verðlaununum í gær. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022 Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Frábær Dedrick Deon Basile lék frábærlega með Njarðvík, skoraði 29 stig og átti 16 stoðsendingar. Hér fer hann fram hjá Keflvíkingnum Eric Ayala. Þetta er annað árið í röð sem Þórir hlýtur þennan titil og í fimmta skipt- ið sem hann er í hópi þriggja efstu í kjörinu en norska kvennalandsliðið í handknattleik hélt áfram sigurgöngu sinni undir hans stjórn og varð Evrópumeistari nú í desember. Þetta er í fimmta sinn sem Noreg- ur verður Evrópumeistari kvenna undir stjórn Þóris og samtals hefur það fengið níu gullverðlaun á stór- mótum frá því Þórir tók við liðinu árið 2009. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik, hafnaði í öðru sæti í kjörinu en jafnir í þriðja og fjórða sæti urðu Guð- mundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, jafnir að stigum. Valsmennmeð lið ársins Meistaraflokkur karla í hand- knattleik hjá Val var kjörinn lið ársins 2022 en þetta er einnig í ell- efta sinn sem slíkt kjör fer fram hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Valsmenn unnu alla titla sem í boði voru á keppnistímabilinu 2021- 22 en þeir urðu Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og deildarmeist- arar. Þá hafa þeir staðið sig vel í Evrópudeildinni í vetur og eiga góða möguleika á að komast þar áfram úr sínum riðli og í sextán liða úrslitin. Þetta er aðeins í annað sinn á ellefu árum sem félagslið hlýtur þennan titil en kvennalið Vals í körfu- bolta varð efst í kjörinu árið 2019. Karlalandslið Íslands í hand- knattleik hafnaði í öðru sæti í kjörinu og kvennalandslið Íslands í fótbolta varð í þriðja sæti. Morgunblaðið/Hákon Íþróttamaður ársins Ómar Ingi Magnússon með verðlaunagripinn í Hörpu í gærkvöld en hann tók við honum annað árið í röð. Morgunblaðið/Hákon Bestur Þórir Hergeirsson, sem var kjörinn þjálfari ársins 2022, var í beinni útsendingu í Hörpu frá heimili sínu í Noregi. Morgunblaðið/Hákon Bestir Valsmennirnir Stiven Tobar Valencia, Arnór Snær Óskarsson og Alexander Júlíusson mættu á sviðið og tóku við verðlaunumVals. „Guðrún Arnardóttir frjáls- íþróttakona var í gærkvöld tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í Reykja- vík. Guðrún náði langt í 400 metra grindahlaupi á stórmótum á árunum 1997 til 2000 þegar hún varð fjórða á Evrópumóti, níunda á heimsmeistara- móti og svo sjöunda á Ólympíuleik- unum í Sydney árið 2000 en það var lokamót hennar á ferlinum. Guðrún er 24. íþróttamaðurinn og fjórða konan sem tekin er í Heiðurshöll ÍSÍ frá stofnun hennar árið 2012. „Omar Sowe, knattspyrnumaður frá Gambíu, hefur samið við Leikni í Reykjavík um að leika með liðinu í 1. deildinni á næsta tímabili. Sowe er 22 ára framherji og skoraði tvö mörk í 17 leikjum fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks í ár en hann var í láni hjá Kópavogsliðinu frá New York Red Bulls í Bandaríkjunum. „Arnar Þór Viðarsson, þjálfari ís- lenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur bætt Bjarna Mark Antonssyni í leikmannahóp liðsins semmætir Sví- þjóð og Eistlandi í vináttulandsleikjum á Algarve í Portúgal 8. og 12. janúar. Bjarni er 27 ára miðjumaður Start í Noregi og hefur leikið tvo A-landsleiki. „Austurríski skíðakappinnMatthias Mayer hefur tilkynnt að hann sé búinn að leggja skíðin á hilluna eftir farsælan feril, 32 ára að aldri, þar sem hann vann m.a. þrjú ólympíugull. Mayer vann til gullverðlauna í bruni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi árið 2014. Hann vann svo til gullverðlauna í risasvigi á leikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018 og varði titil sinn í greininni á leikun- um í Peking í Kína í upphafi þessa árs. „Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, lagði upp mark fyrir lið sitt Alanyaspor í sigri á Kayserispor, 3:1, í tyrknesku úrvals- deildinni í fyrrakvöld. Rúnar átti þá langa sendingu á kantmanninn Yusuf Özdemir sem komAlanyaspor í 2:0. „Andrew Robertson, vinstri bakvörð- ur Liverpool, er orðinn stoðsendinga- hæsti varnarmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Robertson lagði upp sitt 54. mark þegar Liverpool vann Aston Villa 3:1 á mánudaginn og fór þar með fram úr Leighton Baines sem lagði upp 53 mörk fyrir Everton. Robertson náði þessu í 231 leik en Baines lék 420 leiki í deildinni. „Leicester City verður áfram án lykil- manns síns, James Maddison, þegar liðið sækir Liverpool heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Maddison missti af HMmeð enska landsliðinu vegna meiðsla í hné og er ekki orðinn leikfær. „Tryggvi Snær Hlinason, landsliðs- maður í körfuknattleik, élagsmet hjá nu, Zaragoza, kvöld. Hann á sex skot í m ósigri gegn stórliði Barcle- ona, 63:68, í spænsku ACB-deildinni en slíkt hefur enginn áður gert num og sama með liðinu. ggvi tók auk ss átta fráköst skoraði sex stig í um. setti f liði sí í fyrra varði þ naumu í ei leik Try þe og leikn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.