Morgunblaðið - 30.12.2022, Síða 28
MENNING28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2022
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Rúmlega 60% Dana eiga erfitt
með að greina á milli frétta og
kostaðrar umfjöllunar. Aðeins
17% svarenda segja að aðvelt sé
að greina þar á milli. Þetta kemur
fram í nýrri könnun semMega-
fon gerði fyrir danska dagblaðið
Politiken. Könnunin var gerð í
framhaldi af harðri gagnrýni sem
sjónvarpsstöðin TV2 hefur sætt
eftir að hafa boðið fyrirtækjum
í ferðaþjónustu að vera með
kostaða umfjöllun á stöðinni.
Fjölmiðlafræðingar benda á að
aukin notkun danskra dagblaða
á kostaðri umfjöllun geti dregið
úr trúverðugleika miðlanna með
alvarlegum afleiðingum.
Lögum samkvæmt ber fjölmiðl-
um að merkja kostaða umfjöll-
un í upphafi greinar, en það er
að mati Marks Blach-Ørsten,
prófessor í fjölmiðlafræði við
háskólann í Hróarskeldu, ekki
nóg. „Vandamálið er að þegar fólk
les á snjalltækjum skrunar það
hratt áfram og tekur síður eftir
því hvernig greinar eru merktar,“
segir Blach-Ørsten.
„Raunveruleikinn er sá að
almenningur á afar erfitt með
að greina kostaða umfjöllun
frá fréttum, sem kemur niður á
trúverðugleika fjölmiðla,“ segir
Jan Dyberg Larsen, lektor hjá
Blaðamannaháskóla Danmerkur
og kallar eftir umbótum. Í grein
Politiken er bent á að kostaða
umfjöllunin er oft á tíðum unnin
af fólki innan fjölmiðlanna sjálfra
sem áður starfaði sem blaða-
menn. Markmiðið sé beinlínis að
kostaða umfjöllunin líkist frétt-
um, en með því móti eigi lesendur
erfiðara með að greina að verið
sé að reyna að selja þeim eitthvað.
l Fréttir og kostuð umfjöllun
Óljós skil vega að
trúverðugleika
Ljósmynd/Skjáskot af vef Politiken
Dæmi úr PolitikenKostaða efnið er
merkt með bláum borða. Við fyrstu
sýn virðist fjallað um umferðar-
öryggi en við nánari skoðun sést
að markmiðið er að selja lesendum
hjálm frá tilteknu fyrirtæki.
„Mottóið hefur alltaf verið að spila
bara það sem okkur finnst skemmti-
legt og gaman er að takast á við,“
segir Bjarni Frímann Bjarnason
sem stjórnar kammersveitinni Elju
á áramótatónleikum sveitarinnar
sem haldnir verða í Norðurljósum í
Hörpu í kvöld kl. 20. Að þessu sinni
skipa sveitina 34 hljóðfæraleikarar
sem flytja verkin
í misstórum
samsetningum.
Á efnisskránni
eru Entracte
eftir Caroline
Shaw, frum-
flutningur á
antigravity
– gravity eftir
Gunnar Andreas
Kristinsson,
harmóníku-
konsert eftir Finn Karlsson og
sinfónía nr. 3 eftir Franz Schubert.
Einleikari á harmóníku er Jónas
Ásgeir Ásgeirsson.
Leiftrandi æskufjör
„Verkið antigravity – gravity eftir
Gunnar Andreas var skrifað sér-
staklega með Elju í huga og harm-
óníkukonsertinn pantaði Jónas,“
segir Bjarni Frímann og rifjar
upp að Elja hafi náð að frumflytja
konsertinn á tónleikum í Skaga-
firði sumarið 2020, daginn áður
en öllu var aftur skellt í lás vegna
samkomutakmarkana í tengslum
við heimsfaraldurinn.
„Bæði harmóníkukonsertinn
og Entracte, sem er tilbrigði við
menúett, voru á efnisskrá okkar
það sumarið, sem var mjög metnað-
arfull. Við náðum hins vegar aðeins
að halda þessa einu tónleika og því
er gaman að fá loksins tækifæri
til að leyfa fleirum að heyra. Við
tókum verkið upp í janúar fyrir
plötuna hans Jónasar,“ segir Bjarni
Frímann og bendir á að verkið sé
burðarstykki á plötunni Fikta sem
Jónas Ásgeir gaf nýverið út hjá
dönsku plötuútgáfunni Dacapo
Records. Í viðtali Morgunblaðsins
við Jónas Ásgeir fyrr í þessum
mánuði sagði hann útgáfuna vera
tímamót í íslenskri tónlistarsögu
þar sem konsert Finns væri fyrsti
íslenski harmóníkukonsertinn sam-
inn fyrir Íslending.
„Eftir hlé leikum við sinfóníu nr.
3 eftir Franz Schubert. Hann var
yngri en við öll í hljómsveitinni
þegar hann samdi þetta, því hann
var aðeins 17 ára. Verkið er fullt af
leiftrandi æskufjöri og græskulausri
gleði þar sem geislar af hverjum
tóni. Verkið skapar gott mótvægi
við verkin fyrir hlé sem krefjast
meira af hlustendum. Það er annars
konar núvitund hjá Schubert, sem
er skemmtilegt að takast á við, því
þetta eru mjög margar nótur að
spila. Tónleikagestir fá að minnsta
kosti ansi margar nótur fyrir
peninginn,“ segir Bjarni Frímann
kíminn og tekur fram að sinfónían
sé sennilega aðgengilegasta verkið
á efnisskránni.
„Raunar er það svo að mjög mikið
af þeirri tónlist sem skrifuð er í dag
er aftur orðin aðgengilegri þótt hún
sé á sama tíma nýstárleg og frum-
leg. Það er eins og tónskáld setji sig
minna í stellingar. Þess er kannski
heldur ekki vænst af tónskáldunum
að þau setji sig í þessar lærðu stell-
ingar, sem flæmdi sennilega marga
hlustendur frá því sem var kallað
nútíma- eða samtímatónlist fyrr
á árum. Það er ekki lengur þessi
krafa um að tónskáld ryðji nýjar
brautir heldur geta þau meira gert
það sem þeim býr í brjósti.“
Náð að spila mikið sem hópur
Nú í desember eru fimm ár liðin
frá því Elja hélt sína fyrstu tónleika.
„Mér finnst í raun ótrúlegt að við
séum ekki búin að starfa lengur
saman miðað við hvað við höfum
náð að spila mikið sem hópur,“
segir Bjarni Frímann. Rifjar hann
upp að margir meðlima Elju hafi
stundað saman nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og Listaháskóla
Íslands áður en þeir héldu í frekara
háskólanám.
„Við stofnuðum sveitina til að
hafa tækifæri til að starfa saman,“
segir Bjarni Frímann og bendir á
að markmið sveitarinnar hafi ávallt
verið að bjóða upp á kraftmikinn
tónlistarflutning og takast á við
allar þær stefnur og form sem
hljóðfæraleikararnir leitast við að
túlka. Mörg þeirra sem leika með
Elju hafa á síðustu árum komið
fram sem einleikarar og starfað
með hljómsveitum víða í Evrópu og
Bandaríkjunum, ýmist við spila-
mennsku eða hljómsveitarstjórn.
Þess má að lokum geta að miðar
fást á tix.is, harpa.is og í miðasölu
Hörpu.
l KammersveitinEljameð áramótatónleika íNorðurljósum íHörpu í kvöld
l „Gamanað fá loks tækifæri til að leyfa fleirumaðheyra“ segir stjórnandinn
„Geislar af hverjum tóni“
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Bjarni Frímann
Bjarnason
Núvitund „Tónleikagestir fá að minnsta kosti ansi margar nótur fyrir peninginn,“ segir Bjarni Frímann
Bjarnason stjórnandi um sinfóníu nr. 3 eftir Franz Schubert sem er á efnisskrá kammersveitarinnar Elju í kvöld.
Plata Beyoncé best
hjá The Guardian
Platan Re-
naissance úr
smiðju Beyoncé
er að mati
tónlistargagn-
rýnenda breska
dagsblaðsins
The Guardian
besta plata
ársins 2022, en
listinn nær yfir
50 plötur. Næst á listanum koma
plöturnarMrMorale & the Big
Steppersmeð Kendrick Lamar,
Dawn FMmeð TheWeeknd,
Crashmeð Charli XCX ogMotom-
amimeð Rosalía. Platan Foss-
orameð Björk lendir í 35. sæti
listans.
Beyoncé
Bjóða í smiðju í
gerð áramótahatta
Hattagerðarmeistararnir Anna
Gulla og Harper, sem hafa síðustu
mánuði verið með opna vinnu-
stofu í Hönnunarsafni Íslands,
Garðatorgi 1 í Garðabæ, bjóða í
dag, föstudag, kl. 13 til 15 upp á
smiðju í gerð áramótahatta. Aðal-
lega verður unnið með pappír við
gerð hatta þátttakenda, efniviður
í gleðskapshöfuðfötin verður á
staðnum og þátttakan ókeypis.
Vinnustofu Önnu Gullu og
Harpers, sem starfa undir
nafninu HAGE, er að ljúka í
Hönnunarsafninu. Þau eru meist-
arar í hattagerð, starfa bæði í
Svíþjóð og í Reykjavík og sérhæfa
sig í að hanna og sérsaumaðan
fatnað og fylgihluti úr náttúru-
legum efnum. Í Hönnunarsafninu
hafa þau unnið að gerð hatta með
nýmóðins og hefðbundnum hand-
verksaðferðum í bland.
Hattagerð Anna Gulla og Harper eru
með vinnustofu í Hönnunarsafninu.