Morgunblaðið - 30.12.2022, Page 32
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími 569 1100
Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is
Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
Sígild jól í Seltjarnarneskirkju
Tónleikar undir yfirskriftinni Sígild jól verða haldnir í
Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 20. Fram koma Gissur
Páll Gissurarson tenór, Þóra Einarsdóttir sópran,
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran, Ólöf
Sigursveinsdóttir á selló og Lenka Mátéova á orgel
og flygil. Á efnisskránni eru m.a. Nella fantasia eftir
Morricone, Ave Maríur eftir Sigvalda Kaldalóns og
Gomez, dúettinn Pie Jesu eftir Webber, Blómadúettinn
eftir Delibes, Ó helga nótt eftir Adams, Hátíð fer að
höndum ein og Heims um ból sungið í útsetningu fyrir
tvær söngkonur.
ÍÞRÓTTIR
Valsmenn eru einir á toppnum
Valsmenn náðu í gærkvöld tveggja stiga forskoti á
toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með því að sigra
Tindastól í framlengdum leik á Sauðárkróki. Á meðan
töpuðu Keflvíkingar fyrir grönnum sínum í Njarðvík og
duttu niður í annað sætið. KR tapaði sjöunda leiknum í
röð, gegn Stjörnunni, og situr fast á botni deildarinnar
en Höttur gerði góða ferð í bæinn og lagði ÍR-inga.» 26
Gleðilegt
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Starfsfólk Svefns & heilsu
óskar landsmönnum öllum
gleðilegs nýs árs
og þakkar öll viðskiptin
á líðandi ári.
Á árum áður þótti víða mikil veg-
semd að vera kúasmali og á árunum
1950 til 1960 leiddi Guðmundur
Pétursson hóp slíkra drengja hjá
Jóni Guðmundssyni, stórbónda á
Suður-Reykjum í Mosfellssveit.
Piltarnir hafa hist reglulega frá
um 1980, meðal annars í árlegum
útreiðartúrum frá 1982 til 2019, en
hlé varð á hittingum vegna Covid.
Þráðurinn var tekinn upp fyrir
skömmu og var það mikill fagnaðar-
fundur. „Mætingin var 100% eins
og yfirleitt hefur verið hjá okkur,“
segir yfirkúasmalinn.
Strákarnir fæddust á árunum
1946 til 1952 og er Guðmundur,
bróðursonur Jóns á Reykjum,
aldursforsetinn. Í hópnum eru
einnig frændur hans, Sveinn
Sveinsson, Örn Andrésson, Guð-
mundur Jónsson, Jóhann Kristján
Ragnarsson og bræðurnir Ragnar
og Atli Árnasynir. Enn fremur
bræðurnir Gunnar og Kristinn
Magnússynir frá Reykjabraut. „Ég
var í sveit á Reykjum á sumrin frá
því ég man eftir mér og þegar ég
var níu ára var ég ráðinn kúarektor
og fékk laun,“ rifjar Guðmundur
upp. „Strákarnir hjálpuðu mér í
skyldustörfum mínum og við lékum
okkur saman í frístundum.“
Jón á Reykjum gaf tóninn
Jón á Reykjum var ekki að-
eins stórbóndi og frumkvöðull
í alifuglarækt heldur líka mikill
félagsmálamaður og virkur í
íþróttahreyfingunni. „Við vorum
mikið í íþróttum undir handleiðslu
Jóns bónda, sérstaklega í fótbolta
og frjálsum,“ segir Guðmundur.
Jón bóndi hafi meðal annars fengið
veghefil til að að ýta vallarstæði á
Melunum norðan við Reykjaveginn
og sett upp mörk, en að auki hafi
verið grimmt æft á flötinni neðan
við Reyki. Tvisvar í viku hafi Jón
farið með strákana niður á Tungu-
bakka á æfingu hjá Aftureldingu.
Knattspyrnufélag Reykjahverfis,
KRH, hafi verið stofnað og keppt
hafi verið við Reykjalundarstrák-
ana, sem hafi kallað sitt félag
Íþróttabandalag Reykjalundar, ÍBR.
„Við vorum heldur sterkari í fótbolt-
anum en jafnræði var með liðunum
í frjálsum.“
Kúasmalarnir kynntust vel
hestamennsku og fyrir um 40 árum
ákváðu þeir að fara saman í reiðtúr
frá Reykjum að minnsta kosti einu
sinni á ári. „Þetta voru yfirleitt
um fjögurra til sex tíma túrar en
þrisvar fórum við í tveggja daga
túra, tvisvar á Þingvöll og einu
sinni frá Búðum á Snæfellsnesi,“
segir Guðmundur. Þeir hafi samt
ákveðið að hætta að ríða út, þegar
komið hafi verið á áttræðisaldur-
inn, en ákveðið að halda áfram að
hittast, meðal annars í skúrnum hjá
Reykjabrautabræðrunum.
„Heilsufarið er almennt gott
hjá okkur og félagsskapurinn er
skemmtilegur enda hefur hann
varað í áratugi,“ segir Guðmundur
og gerir ráð fyrir að hópurinn verði
næst kallaður saman á vordögum.
lStofnuðu íþróttafélag og kepptu í fótbolta og frjálsum
Síungir kúasmalar
minnast góðra tíma
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í vetur Frá vinstri: KristinnMagnússon, Guðmundur Pétursson, Jóhann
Kristján Ragnarsson, Atli Árnason, Örn Andrésson, Ragnar Árnason,
Sveinn Sveinsson, Guðmundur Jónsson og Gunnar RúnarMagnússon.
Á Þingvöllum 2008 Frá vinstri: Sveinn, Atli, Gunnar Rúnar, Guðmundur
Jónsson, Jóhann Kristján, Guðmundur Pétursson, Kristinn og Örn.