Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022 Hangikjöt 1 stk. saltminna Hagkaups-hangikjöt 2 msk. sykur @ Ef á að bera hangikjötið fram heitt er það sett í pott með köldu vatni og hitað upp að suðu, þá er bætt 2 msk af sykri út í vatnið og síðan soðið í 45 mínútur á hvert kg. @ Tekið upp úr og skorið í sneiðar. @ Ef á að bera hangikjötið fram kalt er það sett í pott með köldu vatni og hitað upp að suðu, þá er 2 msk af sykri bætt út í vatnið og síðan soðið í 40 mínútur á hvert kg. @ Þá slökkt undir og hangikjötið látið kólna í soðinu. Jafningur 50 g smjör 50 g hveiti 700 ml mjólk 200 ml soð af hangikjötinu 1 msk. sykur salt og hvítur pipar múskat á hnífsoddi (má sleppa) @ Smjörið er brætt á lágum hita í potti, þá er hveitinu bætt saman við og hrært þar til þykk blanda hefur myndast. @ Helming af mjólkinni hellt saman við og hrært þar til þykknar aftur, þá er afganginum af mjólkinni bætt saman við og síðan soðinu og sykrinum @ Best er að hafa ekki of háan hita undir pottinum því þessi blanda brenn- ur mjög auðveldlega við. @ Sósan er að lokum smökkuð til með salti, hvítum pipar og múskati fyrir þá sem vilja. Kartöflur @ Kartöflur soðnar í söltu vatni þar til mjúkar í gegn, þá flysjaðar og settar út í uppstúfinn. Waldorfsalat og hátíðarrauðkál Við einföldum jólin fyrir þig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.