Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Smjörsteiktar
hreindýralundir
Hreindýralundir
olía
smjör
salt
pipar
hvítlaukur
timian
@ Lundirnar eru látnar þiðna, þær sinahreinsaðar og síðan þerraðar vel.
@ Kryddaðar með salti og pipar og síðan steiktar á heitri pönnu með olíu.
Eftir um það bil 1 mínútu er þeim snúið við og smjöri, hvítlauk og timian
bætt út á pönnuna, steikt í 1 mínútu í viðbót.
@ Allt sett í eldfast mót með smjörinu og kryddjurtunum og lundirnar
kláraðar í ofni á 180°C í um það bil 5 mínútur.
@ Lundirnar eru síðan látnar hvíla í 5 mínútur áður en þær eru skornar.
Rjómasveppa(gráðaosta)sósa
100 g sveppir
200 g portobello-sveppir
1 hvítlauksgeiri
½ l vatn
½ l rjómi
1 msk. villikraftur
1 tsk. sveppakraftur
gráðaostur (má sleppa)
olía
salt
@ Sveppirnir skornir í sneiðar og steiktir á háum hita í olíu.
@ Hvítlaukurinn skorinn smátt niður og bætt út í sveppina þegar þeir eru
farnir að brúnast örlítið og þá steikt aðeins lengur.
@ Vatninu er bætt út á pönnuna og látið sjóða niður um rúmlega helming.
@ Þá er rjómanum bætt saman við, sveppa- og villikraftinum og gráða-
ostinum ef hann er notaður. Sósan er þá aftur soðin niður við lágan hita
þar til hún fer að þykkna.
@ Að lokum er hún smökkuð til með salti.
@ Þessi sósa krefst svolítillar þolinmæði, en er algjörlega þess virði.
Villipaté
Ljúffengt
villipaté