Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 19

Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 19
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 19 Rocky Road-ís Ég veit að Íslendingar elska ís og margir gæða sér á slíkum á aðfanga- dagskvöld. Þið megið til með að prófa þessa uppskrift. Leyndarmálið er fólgið í því að nota niðursoðna mjólk (e. condensed milk). Ísinn heppnast alltaf ótrúlega vel. Þið þurfið bókstaflega bara 5 desilítra af þeyttum rjóma og eina dós af niðursoðinni mjólk og hvaða bragðefni sem þið viljið. Út- koman er frábær ís! 5 dl rjómi 1 dós af niðursoðinni mjólk 397 g (e. condensed milk) 2 msk. kakó 100 g dökkt súkkulaði, saxað 75 g salthnetur, saxaðar 3 biscoff-kex eða hvaða kex sem þið viljið, saxað 2 dl litlir sykurpúðar Karamellusósa að eigin vali @ Þeytið rjómann uns hann er orðinn stífur. Sigtið kakóið yfir. Hellið niðursoðnu mjólkinni rólega saman við og blandið varlega saman. @ Undirbúið formið (ég notaði 24 cm form). Hellið í það helmingnum af ísblöndunni. Bætið því næst við helmingnum af saxaða súkkulaðinu og hnetunum. Slettið vel af karamellusósu yfir. @ Setjið afganginn af ísblöndunni í formið. Setjið því næst afganginn af söxuðu hnetunum, súkkulaðinu, kexinu yfir. Því næst skulið þið sáldra sykurpúðunum yfir og að lokum karmellusósunni. Þrýstið varlega með höndunum til að þurrefnin þrýstist betur ofan í ísinn. @ Setjið plastfilmu yfir formið og frystið í að minnsta kosti 6 klukkustundir. Best er þó ef ísinn nær 12 tímum í frysti. Takið út um tíu mínútum áður en þið berið fram. Sörur frá Moon Ketó Espresso Klassískar Rjóma súkkulaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.