Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER2022 Fylltar kalkúnabringur eru einn af þessum réttum sem allir elska. Með því að fylla bringurnar með alls kyns gúmmelaði er bragðið tekið upp á næsta stig en hér má leika sér með ólíkt bragð og áferð. Það sem toppar þó þessa máltíð er sósan sem Guðrún fullyrðir að sé ein sú allra besta sem hún hefur lagað. Hún notar góðan grunn sem hún bragðbætir síðan eftir kúnstarinnar reglum og útkoman er alveg hreint upp á tíu! Rósakálsgratín 500 g rósakál 4 gulrætur 100 g beikon 3 skalottlaukar 1 msk. hveiti 3 hvítlauksrif 150 ml parmesanostur 250 ml rjómi 1 msk. dijonsinnep 1 tsk. timían ½ tsk. pipar 50 ml brauðrasp 100 ml rifinn ostur @ Stillið ofn á 180°C. @ Skerið rósakál í tvennt og gulrætur í 1 cm bita. @ Gufusjóðið rósakál og gulrætur í 5-8 mín. @ Skerið beikonið og steikið þangað til það er orðið stökkt og leggið til hliðar á pappír. @ Skerið þá laukinn niður og afhýðið hvítlaukinn, bætið lauknum á pönnuna og steikið í 1-2 mín og bætið þá kreist- um hvítlauk saman við. @ Bætið hveiti, 100 ml parmesanosti og beikoni saman við laukinn og hrærið vel saman og bætið þá rósakálinu og gulrótum saman við. @ Blandið saman í skál rjóma, dijonsinnepi, timíani og pipar og hrærið vel saman. @ Setjið þá allt í eldfast mót og hellið rjómablöndunni yfir. @ Blandið saman í aðra skál brauðraspi, rifnum osti og 50 ml af parmesan. @ Dreifið yfir réttinn og setjið inn í ofn og eldið í 25-30 mín. eða þar til osturinn er farinn að brúnast. Það er Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir sem á hér stórleik í eldhúsinu en hún býður lesendum upp á fylltar kalkúnabringur með ljúffengu meðlæti. Rósakál hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og hér galdrar Guðrún fram rósakálsgratín sem inni- heldur meðal annars beikon og parmesanost. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Fylltar kalkúna- bringurmeð rósakálsgratíni Koníaks- sveppasósa 2-3 sveppir 20 g smjör 2 msk. koníak ½ teningur nautakraftur 200 ml rjómi 200 ml vatn 1 pk sveppasósa frá Toro ½ tsk. timían ½ tsk. pipar salt eftir smekk @ Skerið sveppina smátt, setjið í pott ásamt smjöri og steikið í 2-3 mín. @ Bætið þá koníaki saman við ásamt öllum hinum hráefnunum. @ Hrærið vel saman og leyfið suðunni að koma upp. @ Lækkið hitann í miðlungshita og leyfið að sjóða vægt í 3-4 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.