Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022
Seiðandi sætindi
frá 17 sortum
Sörumús
Sörubotnar
200 g hakkaðar möndlur
200 g flórsykur
100 g eggjahvíta (2 stórar eggjahvítur)
@ Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið flór-
sykrinum saman við möndlurnar og passið
að það séu ekki kögglar í flórsykrinum.
@ Stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt
er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar
renni úr.
@ Blandið möndlunum og flórsykrinum
varlega saman við með sleikju.
@ Setjið deigið í sprautupoka eða notið
teskeiðar og setjið á bökunarpappír.
@ Hafið þær stærri en venjulegar sörur.
Bakið í 12-13 mínútur.
Frönsk súkkulaðimús
250 g dökkt súkkulaði (við notum
Callebaut)
50 g smjör
5 egg – skiljið að rauður og hvítur
4 msk. sykur
smá sjávarsalt ef vill
@ Bræðið súkkulaði, smjör og salt saman í
örbylgjuofni (hitað í 10-15 sek. í einu).
@ Hrærið eggjarauðurnar saman við þar
til vel samlagað. Stífþeytið eggjahvíturnar
og blandið þeim varlega saman við með
sleikju, í tveimur skömmtum.
Súkkulaði-ganache
200 g rjómi
200 g mjólkursúkkulaði eða 54%
súkkulaði
@ Hitið rjómann að suðu og blandið söxuðu
súkkulaði saman við.
@ Hrærið þangað til súkkulaðið er allt
bráðnað og blandan farin að glansa fallega.
@ Ef þið eigið mót til þess að láta
súkkulaðimúsina stífna í í hálfkúlu er voða
gaman að nota það og hella svo ganache
yfir. En auðvelda aðferðin er að nota skálar.
@ Brjótið sörubotna upp og setjið í botn á
fallegu glasi eða skál.
@ Hellið súkkulaðimúsinni yfir og látið stífna
í kæliskáp í minnst tvo tíma.
@ Lagið súkkulaði-ganache á meðan og
setjið þunnt lag af ganache ofan á hverja og
eina. Skreytið að vild.
@ Einnig má fela konfekt- eða líkjörsfyllta
mola í miðjunni, sé þess óskað.
@ Einnig er hægt að kaupa tilbúna sörumús
hjá 17 sortum.
Þær Auður Ögn og Sylvía Haukdal halda um stjórnartaumana hjá 17
sortum en þær opnuðu nýverið kökubúð í Hagkaup í Smáralind auk
þess að selja kökur og girnilega eftirrétti í verslunum Hagkaups. Þær
eru miklir listamenn á sínu sviði og reiða hér fram afskaplega skemmti-
legan eftirrétt sem smellpassar á veisluborðið. Um er að ræða þeirra út-
gáfu af hinni klassísku söru en hér er það frönsk súkkulaðimús sem leik-
ur stórt hlutverk og útkoman er alveg hreint geggjuð. Með sörumúsinni
er svo boðið upp á ferskan jólabrönsmöns, eins og þær kalla hann, en
það er ferskur eftirréttur sem á sérstaklega vel við með brönsinum.