Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2022, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 18.05.2022, Qupperneq 6
Sjórinn er fullur af fiski Jörðin hérna á Suðurnesjunum heldur áfram að skjálfa og jarð- fræðingar segja annaðhvort komi gos eða ekki. Þetta minnir um margt á starfs- menn Hafrannsóknarstofnunar- innar eða Hafró. Sjórinn í kringum Ísland er fullur af fiski og þá sér- staklega þorski en Hafró gengur illa að finna hann eða mæla og því er kvótinn ekki meira en hann er nú þegar. Held að hver sem er geti sagt nú gýs eða ekki gýs og hérna er þorskur. Þetta kvótaár var kvótinn skorinn ansi mikið niður og það hefur bersýnilega haft áhrif á afla og sjósókn báta frá Suðurnesjunum, t.d voru dragnóta bátarnir frá Nes- fiski með hátt í 200 tonna minni afla á bát núna á vertíðinni. Rétt skriðu yfir 400 tonn hver bátur. Sama má segja um netabátana hans Hólmgríms. Mikið aflahrun hjá þeim, t.d var Maron GK með aðeins um 390 tonn á vertíðinni 2022, en um 570 tonn árið 2021. Grímsnes GK var með um 580 tonn á vertíð- inni 2022 en 914 tonn árið 2021. Reyndar er rétt að hafa í huga að veðráttan var ein sú allra versta í manna minnum í janúar og febrúar og hafði það mikil áhrif á sjósókn bátanna, og það skýrir að nokkru leyti minni afla núna á vertíðinni miðað við vertíðina 2021. Og það fækkar í fiskiskipaflota Suðurnesjamanna, því Þorbjörn hf. í Grindavík lét línubátinn Hrafn GK fara í burtu, á lokadegi vertíðar- innar 11. maí enn honum var siglt til Belgíu og fer þar í brotajárn. Þar með á Þorbjörn aðeins einn línubát, Valdimar GK. Hinir línubátarnir voru Sturla GK, Tómas Þorvaldsson GK og Hrafn GK, sem reyndar hét Ágúst GK. Allir þessir þrír línubátar áttu það sameiginlegt að hafa verið loðnubátar og verið breytt í línubát. Valdimar GK aftur á móti er eini línubáturinn af þessum fjórum sem var keyptur til landsins og sérhannaður sem línubátur. Hann kom til landsins árið 1999, og átti þá Valdimar hf. í Vogum bátinn, hét hann fyrst Vesturborg GK 125, en fékk Valdimar GK nafnið tíu dögum eftir að báturinn kom til landsins. Þorbjörn eignaðist bátinn þegar að sameiningin við Valdimar í Vogum átti sér stað. Hrafn GK sem er nú búinn að yfirgefa okkur var smíðaður í Noregi árið 1974 og var því orðinn 48 ára gamall. Hann kom fyrst til Vestmannaeyja árið 1975 og hét þá Gullberg VE 292. Var báturinn fyrst óyfirbyggður og var byggt yfir bátinn árið 1977 en 1995 var báturinn lengdur og varð þá 53 metra langur. Full- fermi af loðnu var um 800 tonn á bátnum. Báturinn hét Gullberg VE til ársins 1999, þegar hann fékk nafnið Gullfaxi VE. Lítil útgerð var á bátnum frá árunum 1999 til 2002 þegar Þorbjörn ehf. kaupir bátinn árið 2002 og fór báturinn í sinn fyrsta róður sem línubátur í ágúst sama ár. Hét þá fyrst Ágúst GK og árið 2015 fékk báturinn nafnið Hrafn GK 111 eftir að frystitogari sem að Þorbjörn átti var seldur, en sá togari hafði heitið Hrafn GK og fékk því línubáturinn það nafn. Þess má geta að allir þessir bátar fóru árið 2009 í siglingu erlendis með afla sem veiddur var á línu og síðan þá hefur enginn bátur frá Ís- landi farið í siglingu erlendis með afla. Hrafn GK fór tvær ferðir er- lendis í mars árið 2009 og samtals með 274 tonn, fyrst með 141 tonna afla. aFlaFrÉttir á SuðurNESJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is SKÓLAKERFI Í MÓTUN UM ALDAMÓTIN 1900 Í 10. þætti var fjallað um fræðslu barna á heimilum áður en skólar komu til. Eftir að skólar tóku til starfa í Vatnsleysustrandarhreppi og í Garði 1872 voru næstu ár stofnaðir barnaskólar á þéttbýlum svæðum víða um land. Að auki urðu þá til nokkrir kvennaskólar, þrír bændaskólar, tveir gagnfræða- skólar, læknaskóli, stýrimannaskóli, iðnskóli, verslunarskóli – og loks Há- skóli Íslands 1911. Bygging og rekstur fyrstu barnaskólanna byggði alfarið á áhuga og dug einstakra manna, því skólaskylda var engin og þáttur ríkis og sveitarfélaga rýr. Árið 1880 setti Alþingi lög um kennslu í skrift og reikningi, en kennsla lesturs og kristnfræði hafði verið lögskipuð frá 1790. Lands- sjóður hóf 1878 að styrkja barna- fræðslu í landinu með u.þ.b. 2000 kr. framlagi á ári og hafði það hvetjandi áhrif. Árið 1887 er einnig farið að styrkja farkennara til sveita, fyrst um 50 kr. kennara á ári. Var framlag ríkisins til menntamála um 22 aurar á mann á ári um 1890 og komið upp undir 50 aura árið 1900. Árið 1889 taka tuttugu kennara á öllum skólastigum sig til og stofna Hið íslenska kennarafélag (HÍK). „Til- gangur fjelagsins er, að efla menntun hinnar íslenzku þjóðar, bæði alþýðn- menntunina og hina æðri menntun, auka samvinnu og samtök milli ís- lenzkra kennara og hlynna að hags- munum kennarastjettarinnar í öllum greinum andlegum og líkamlegum.“ Félagið barðist fyrstu árin fyrir lög- gjöf um menntun í landinu, sem skilaði loks árangri 1907, er Alþingi setti fræðslulög og ríki og sveitar- félög taka ábyrgð á skólagöngu tíu til fjórtán ára barna, þau verða skóla- skyld. Árið 1892 er stofnuð Kennaradeild við Flensborgarskólann sem þá var tveggja ára gagnfræðaskóli. Það var að frumkvæði Jóns Þórarinssonar og eftir reglugerð landshöfðingja. Kenn- aradeildin var fyrst um sinn fáeinar vikur, frá 1. apríl til 14. maí, auk þess var kennd uppeldisfræði vetrar- langt í eldri deild gagnfræðaskólans. Voru 5 nemendur í kennaradeildinni fyrsta vorið og fáir næstu ár, enda var kennsla ekki eftirsótt ævistarf. Jón flutti tillögur í ræðu og riti og á Alþingi næstu ár um tveggja ára sérstæðan kennaraskóla sem varð loks að veruleika 1908, sama ár og fræðslulögin tók gildi. Kennaranámið hafði þó lengst í 7 1/2 mánuð 1896 og árlegur ríkisstyrkur hækkað í 2200 kr. Kennaradeildin í Flens- borg starfaði í 17 ár og útskrifaði 121 kennara. Árið 1901 veitti Alþingi Guðmundi Finnbogasyni styrk til að kynna sér lýð- menntun erlendis. Efir dvöl í Danmörk, Noregi og Svíþjóð ritar hann tíma- mótabókina Lýðmenntun. Síðan er honum falið að kanna ástand mennt- unar um land allt – 160 árum eftir könnun Harboe – og út kom „Skýrsla um fræðslu barna og unglinga vet- urinn 1903 – 1904“. Þar kemur m.a. fram að 47 skólahús eru í landinu (þar af tvö á Vatnsleysuströnd) og kennslustaðir 814 (flestir inni á heimilum). Árleg skólagjöld voru 8–18 kr. og tók karlmann 30–70 klst. að vinna fyrir þeim. Í sveitum var víða kennt í baðstofum innan um heimilisfólk, mörg dæmi um að börn gátu ekki skrifað fyrir kulda, og engin kennsluáhöld til. Þá nutu 5.400 börn skólafræðslu, u.þ.b. helmingur barna á þeim aldri. Alls staðar var kenndur lestur, reikningur, skrift, kver og bibl- íusögur; víðast í föstum skólum auk þess kennd réttritun, náttúrusaga og landafræði; og fáeinum stöðum saga, danska, söngur, íþróttir og handa- vinna stúlkna. 415 manns fengust við kennslu, flestir í hjáverkum, og höfðu 24 þeirra gengið í kennara- skóla (flestir í Flensborg) og sextán voru guðfræðingar. Vegur skóla landsins fór vax- andi. Árið 1906 voru skólabörn í Reykjavík 406, greitt fullt skólagjald fyrir 180 þeirra, hálft gjald fyrir 106 og 50 nutu styrks úr Thorkilliisjóði. Árið 1907, eftir átatuga bar- áttu, var lögfest skólaskylda tíu til fjórtán ára. Hannes Hafstein ráð- herra fylgdi málinu fast eftir á þingi. Börn skyldu koma læs í skólann á tíunda ári, svo áfram var krafa um heimilisfræðslu. Við fullnaðar- próf fjórtán ára áttu börnin að geta lesið og skrifað íslenskt mál ritvillu- laust, vita eitthvað um mestu menn, kunna kvæði og ættjarðarlög, skrifa læsilega snarhönd, kunna kristin fræði til fermingar og fjórar höfuð- greinar reiknings og flatarmál. Með tilkomu þessara mikilvægu laga styttist þó skólavist barnanna hér í sveit. Í 2. grein reglugerðarinnar um Thorkilliskólann, sem sett var við stofnun hans 1872, er inntöku- skilyrði að barnið sé orðið fullra sjö ára, og að auki heimild til að taka inn fermda unglinga (fjórtán ára og eldri). Þannig verða þessi lög til að stytta skólagöngu barna í Vatns- leysustrandarhreppi, en fjárframlag ríkisins var kærkomið. Næstu verulegu lagaumbætur urðu 1929, um stofnun héraðsskóla. Kann það að hafa kynt undir hug- mynd um að hér yrði byggður heima- vistarskóli, en teikning þar að lútandi var lögð hér fram 1933. Árið 1929 kom fyrst út námskrá fyrir barna- skóla landsins. Fræðslumálastjórnin fór að senda út prófverkefni um allt land, í skrift, stafsetningu og reikn- ingi, en sérstakir pródómarar höfðu þá tíðkast lengi. Bjarni námstjóri fór yfir og sendi endurgjöf til skólanna. Árið, 1929 var árangur hér í sveit í meðallagi á landsmælikvarða. Árið 1936 var skólaskylda frá sjö ára aldri sett í lög og skólaárið lengt um einn til tvo mánuði. Var yngstu börnunum kennt haust og vor næstu ár. Fram að því mun hafa tíðkast einkakennsla fyrir yngri börn. 8. nóvember 1930 skrifuðu fjórir feður á Vatnsleysuströnd skólanefndinni bréf og föluðust eftir kennslu fyrir börn sem ekki voru orðin skólaskyld. T.d. árið 1949 var enn vorskóli til maíloka fyrir börn yngri en níu ára, við skóla á Suðurnesjum. Aðalheimild: Gunnar M. Magnúss 1939: Saga alþýðufræðslunnar. Einnig Fréttir úr skólunum, Faxi, júní 1949. Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 20. ÞÁTTUR Skólaslit verðlaunuð Íslandsdeild IBBY, The International Board on Books for Young People, veitti sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundarsambandsins, sl. sunnudag. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar. Frá árinu 1987 hefur IBBY á Íslandi veitt einstaklingum og stofnunum árlegar viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi. Viður- kenningin er kennd við vorvinda og er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barna- menningu og því sem vel er gert innan barnamenningar. Að þessu sinni fékk lestrarupplifunin Skólaslit Vorvindaviðurkenningu IBBY 2022. Stýrihópur Skólaslita tók við viðurkenningunni fyrir hönd verk- efnisins þau Ari Yates myndskreytir, Heiða Ingólfsdóttir kennsluráðgjafi Suðurnesjabæjar og Voga, Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu Reykjanesbæjar og Ævar Þór Benediktsson rithöfundur. Anna Hulda Einars- dóttir kennsluráðgjafi hjá Reykjanesbæ sem situr í stýrihópnum var fjar- verandi og tók Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs við viðurkenningunni í hennar stað. Lestrarupplifunin Skólaslit stóð yfir allan októbermánuð 2021 í grunn- skólum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og í Vogum og var vel tekið af nemendum, foreldrum og kennurum hér sem og um allt land. Einnig tóku Fjörheimar félagsmiðstöð ríkan þátt í verkefninu ásamt Bóka- safni Reykjanesbæjar. Samstarfið gekk vel og er gert ráð fyrir að framhald verði á því nú í haust. Stýrihópur Skólaslita er þakklátur og auðmjúkur fyrir þessa viðurkenningu og hlakkar til nýrra verkefna á komandi hausti, segir á vef Reykjanesbæjar. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.