Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 7
„Ég er þakklátur fyrir sterkan stuðning sem fram kom á landsþinginu eftir fimmtán ár í þessu embætti. Við erum með yfir átján þúsund fjölskyldur sem félagsmenn svo okkar ábyrgð sem neytendafélag er mikil og af nógu að taka” segir Steinþór Jónsson, ný endurkjörinn formaður Félags Íslenskra Bifreiðaeiganda, FÍB á vef félagsins. Landsþing félagsins var haldið sl. föstudag á Hilton Nordica í Reykjavík og var góð þátttaka félagsmanna enda fyrirliggjandi kosningar um formann félagsins. Niðurstaða í for- mannskjöri var afgerandi en Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi varafor- maður félagsins og núverandi vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bauð sig fram gegn sitjandi formanni en og hafði ekki erindi sem erfiði. Steinþór Jónsson hlut 100 prósent atkvæða en Ólafur fékk ekkert at- kvæði. Steinþór segir að barátta fyrir neytendur sé sér efst í huga á þessum tímamótum og nefnir sem dæmi að bílatryggingar séu nálægt helmingi hærri hér á landi en á Norðurlöndum. Steinþór sagði í ræðu sinni á þinginu að það þurfi einfaldlega að taka tryggingagjöld hér á landi föstum tökum og auka aðhald al- mennt varðandi eldsneytisgjöld sem og skatta á bifreiðaeigendur. Það sé verið að þrengja að bifreiðum m.a. með Borgarlínu sem muni þrengja að bílaumferð. Þar af síður að fjár- mögnun Borgarlínu eða almennings- samgangna almennt komi í bifreiða- sköttum. „Þá er rafbílavæðing mjög hröð og hugmyndir um skattlagningu raf- bíla yfirvofandi svo nú er tími fyrir okkur að vera vakandi fyrir okkar fé- lagsmenn. Við höfum öflugan fram- kvæmdarstjóra, Runólf Ólafsson, sterka samstæða stjórn sem ásamt starfsfólki skrifstofunnar mynda heild sem ég er stoltur að vera hluti af. Við saman ætlum að ná góðum árangri fyrir okkar félagsmenn. Ég skora á alla bifreiðaeigendur að kynna sér aðild að FÍB sem bæði margborgar sig og um leið styrkir fjöldinn málstaðinn,“ sagði Steinþór. Nýkjörin stjórn FÍB er skipuð eftirtöldum einstaklingum: Steinþór Jónsson, formaður. Kristín Sig- urðardóttir, Reykjavík, Ingigerður Karlsdóttir, Reykjavík, Viggó Helgi Viggósson, Reykjanesbæ, og Einar Bárðarson, Hafnarfirði. Í varastjórn sitja Ástríður Sigurðardóttir, Reykja- nesbæ, Bogi Auðarson, Kópavogi, og Halldór Óli Kjartansson, Akureyri. Steinþór endurkjör- inn formaður FÍB með öllum atkvæðum Steinþór Jónsson, formaður FÍB, ásamt eiginkonu sinni, Hildi Sigurðardóttir, á landsþingi FÍB sem haldið var á Hilton Nordica í Reykjavík. 339 íbúðum í fimm til sex hæða húsum á Vatnsnesi Tillaga að deiliskipulagi Vatnsness – Hrannargötu 2–4 var tekin fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjanesbæjar. Deili- skipulagstillagan gerir ráð fyrir 339 íbúðum í fimm til sex hæða húsum og sameiningu lóða í samræmi við uppdrætti JeES arkitekta ehf. frá 8. apríl 2022. Á 237. fundi umhverfis- og skipu- lagsráðs var veitt heimild til þess að vinna deiliskipulagstillögu í sam- vinnu við skipulagsfulltrúa með þeim fyrirvara að aðalskipulag Reykjanesbæjar er í endurskoðun. Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Haldinn verði kynningarfundur á skipulags- tímabilinu. Í tillögunni segir m.a.: Leggja skal ríka áherslu á lands- lagshönnun á svæðinu í samræmi við staðsetningu þess við ströndina. Gera skal ráð fyrir trjábelti við Hrannargötu, sem sem hluti af grænni götumynd. Milli húsa og við strandlengjuna er lagt upp með stígum, setubekkjum, góðri lýsingu og gróðri sem endurspeglar um- hverfið. Við mitt svæðið er gert ráð fyrir torgi í tengslum við helstu þjónusturými svæðisins með góða tengingu milli Hrannargötu og úti- vistarsvæðis til austurs. Mikilvægt er að vanda hönnun og hafa samræmt yfirbragð til að skapa heildstæða hverfisásýnd og hafa vistvæna hönnun að leiðarljósi við val á byggingarefnum. Huga skal að því að nota endurnýtanleg og vistvæn efni við hönnun húsanna. Klæðningar skulu vera sam- ræmdar í efnisnotkun og útfærslu fyrir allt svæðið og hafa náttúrulega ásýnd sem samræmist staðsetningu húsanna. Algalíf í samstarf um þróun á lífplasthúð úr þörungahrati Um 50 manns starfa hjá Algalíf Iceland ehf. á Ásbrú sem fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Framkvæmdir við fjögurra millj- arða þreföldun á framleiðslunni eru vel á veg komnar. Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú hefur skrifað undir samning við sprotafyrirtækið Marea ehf. um þróun á lífplasthúð úr þörungahrati. Um er að ræða næfurþunna lífniður- brjótanlega húð um matvæli sem mun bæði minnka plastnotkun og draga úr matarsóun með því að auka geymsluþol matvæla. „Þessi nýting er nýnæmi og getur orðið mikilvægt skref til aukinnar sjálfbærni á Íslandi og innlegg í verðmætaskapandi hringrásarhag- kerfi framtíðarinnar. Hún kemur til viðbótar núverandi þróun Marea á lífplastfilmum úr þara,“ segir Svavar Halldórsson, markaðsstjóri Algalífs. Marea ehf. er sprotafyrirtæki á sviði líftækni, sem hefur undanfarin ár verið að þróa þaraplast, lífplast úr þara. Marea hefur meðal annars hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði, hvatningarverðlaun sjávarútvegsráð- stefnunnar og TM 2021 og er kepp- andi í úrslitum í alþjóðlegu TOM FORD Plastic Innovation Prize. www.marea.is Líftæknifyrirtækið Algalíf er stærsta fyrirtækið í örþörunga- framleiðslu á Íslandi og eitt af þeim stærstu í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingar- öryggi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 50 manns og ársveltan er rúmur einn og hálfur milljarður króna. Framkvæmdir við fjögurra milljarða þreföldun á framleiðslunni eru vel á veg komnar. Líftæknifyrirtækið Algalíf Iceland ehf. var stofnað 5. maí 2012. Fyrir- tækið framleiðir fæðubótaefnið astaxanthín úr örþörung. Algalíf leggur mikla áherslu á sjálfbærni en framleiðslan fer fram með um- hverfisvænum orkugjöfum í stýrðu umhverfi innanhúss í 5.500 m² hús- næði á Ásbrú í Reykjanesbæ. Við framleiðsluna eru bundin um 75 tonn af koltvísýringi en um 60 tonn af súrefni eru losuð út í andrúms- loftið. Ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í framleiðsluferlinu hjá Algalíf og efnanotkun er í lágmarki. Einu hráefnin til framleiðslunnar eru auk þörunganna sjálfra, vatn, næring og ljós (raforka). Annar úrgangur en súr- efni er lífrænt þörungahrat sem nú er nýtt sem áburður. www.algalif.is Framtíðarstörf í boði! Blikksmiðja ÁG við Vesturbraut óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa við blikksmíði og almenna málmsmíði. Reynsla í málm-, blikk- og eða trésmíði er kostur. Framtíðarstörf í boði. Umsóknir berist á skrifstofu eða á finnur@agblikk.is Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar ehf. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.