Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 12
Benedikt G. Ófeigsson, sérfræð- ingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands, segir í sam- tali við Víkurfréttir að GPS-stöðin á Þorbirni hafi risið um 20–30 mm frá mánaðamótum og er enn á uppleið. Benedikt segir að landris eða þennsla með miðju rétt norð- vestan við Þorbjörn hafi hafist um mánaðamótin. „Því svipar mjög til þess sem mældist í byrjun árs 2020. Stærsta lóðrétta færslan sést á GPS-stöð sem er ofan á Þorbirni en á öðrum stöðvum eru láréttar færslur meira áberandi. GPS-stöðin á Þorbirni hefur núna risið um 20–30 mm og er enn á uppleið,“ segir Benedikt. Hann segir líkön benda til að þetta sé líklega kvika að safnast fyrir á um 4–5 km dýpi þar sem lögun og um- fang þess er mjög sambærilegt og í upphafi árs 2020. „Það er ekki nokkur leið að spá fyrir um framhaldið en þetta gæti þróast svipað eins og 2020 en líka þróast í frekari innskotavirkni eða eldgos. Það er þó ekkert að benda til þess á þessari stundu,“ segir Bene- dikt G. Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veður- stofunni. Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga og hafa verið yfir 3.000 skjálftar á svæðinu við Eld- vörp á Reykjanesi undanfarna viku. Talið er að mesta skjálftavirknin sé á 4–6 km dýpi. Á vef Veðurstofu Íslands segir að samkvæmt GPS-mælaneti á Reykja- nesskaganum og InSAR-gervihnatta- myndum eru færslur á yfirborði jarðar sem sýna þenslumerki sem bendir til kvikusöfnunar vestur af Þorbirni. Samkvæmt frumniður- stöðum er þetta á 4–5 km dýpi. Gervitunglamyndir sýna sambærilegar breytingar InSAR-gervitunglamyndir sem spanna tímabilið 29. apríl til 7. maí og 21. apríl til 8. maí, sýna sam- bærilegar breytingar og mælst hafa á GPS-stöðvunum. „Það sem við höfum lært af eldsumbrotunum á Reykjanesskaga er að aukning í skjálftavirkni og aflögun getur verið fyrirvari eldgoss, en þá er það alls ekki alltaf raunin“, segir Michelle Maree Parks en Michelle er ein af vísindamönnum í aflögunarteymi Veðurstofunnar sem fylgist meðal annars með landrisi. „Eins og oft áður þurfum við hreinlega að sjá hver þróunin verður. Við erum að keyra líkön til að meta t.d. á hvaða dýpi kvikan er á þessu tiltekna svæði. Eins eigum von á nýjum InSAR-myndum síðar í mánuðinum og þær eru hluti af þeim gögnum sem við munum vinna úr til að átta okkur betur á þróuninni á svæðinu við Svartsengi,“ segir Michelle. Flugkóði á gulan lit Í ljósi kvikusöfnunar og þenslu- merkja á Reykjanesi hefur VONA- fluglitakóðinn verið færður frá grænu yfir á gulan. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa lýst yfir óvissustigi almannavarna frá og með 15. maí. „Mér finnst ekki ólík legt að það sé kvika að safn ast sam an und ir Svartsengi, eða þess vegna und ir Sund hnúkagígaröðinni sem ligg- ur til norðaust urs frá Grinda vík þar sem að það eru bún ir að vera viðvar andi skjálft ar í lang- an tíma,“ seg ir Ólaf ur G. Flóvenz, jarðeðlis fræðing ur og fyrr um for- stjóri Íslenskr ar orku rann sókna (ÍSOR), en hann tel ur þetta vera mik il hættu merki um yf ir vof- andi eld gos. Frá þessu var greint á mbl.is. Í sam tali við vefinn seg ir hann að ef eld gos myndi hefjast við Svartsengi þá yrðu Bláa lónið og orku verið í Svartsengi í mik illi hættu vegna hraun rennsl is. Hann seg ist þó hafa mest ar áhyggj ur af Grinda vík sem hann seg ir standa á hrauni sem rann úr Sund- hnjúkagíg um fyr ir um tvö þúsund árum en syðstu gíg arn ir eru nán- ast við ystu mörk in á byggðinni í Grinda vík. „Það seg ir manni bara það að það hlýt ur að vera mik il hætta á eld gosi í kring um Grinda vík, í Svartsengi og í Eld vörp um við nú ver andi aðstæður.“ Þorbjörn rís og staðan gæti þróast í frekari innskotavirkni eða eldgos Nýjustu gervitunglagögn úr Cosmo-SkyMed (InSAR) af Reykjanesskaga sem sýna breytingar á svæðinu frá 21. april til 8. maí. Miðja þenslunnar og jafnframt þar sem risið mælist mest er vestan við Þorbjörn upp á um það bil 1,5 sm. M yn dv in ns la : V eð ur st of an , M ic he lle M ar ee P ar ks Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Mik il hættu merki um yf ir vof andi eld gos „Við fórum yfir og uppfærðum allar okkar viðbragsáætlanir þegar þessar jarðhrær- ingar fóru af stað síðast, fyrir tveimur árum síðan. Við eigum til áætlanir yfir flest allar mögulegar sviðsmyndir en það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er enn sem komið er mun minna heldur en við uppliðfum í aðdraganda gossins í fyrra og í langan tíma þar á undan,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðu- maður viðskiptaþróunar HS Orku, um hvaða áætlanir séu til staðar fyrir orku- verið í Svartsengi. „Við vinnum náið með almannavörnum og Grindavíkurbæ. Erum á fundum vís- indaráðs, aukum allar okkar mælingar og höldum reglulega stöðufundi hér innanhúss til að fylgjast með – en enn sem komið er höfum við ekki stórar áhyggjur af stöðunni,“ segir Jóhann Snorri að endingu. „Höfum ekki stórar áhyggjur af stöðunni“ Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Aukin jarðskjálftavirkni hefur verið síðustu vikurnar og hafa skjálftar yfir fjórum mælst um helgina. Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokks- munum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstak- lega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Á óvissustigi fara viðbragðsaðilar og stofnanir yfir áætlanir sínar og viðbúnað. Óvissustig vegna jarðhræringa Orkuver HS Orku i Svartsengi. 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.