Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 4
„Ég er ánægð með að við jukum við fylgi okkar en hefði viljað ná manni með mér. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og tókum ekki þátt í skít- kasti af neinu tagi þótt spjótin beindust oft að okkur á óvægin hátt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, oddviti Framsóknarflokks í Grindavík. „Mér finnst mikilvægt að milli þeirra sem mynda meirihluta ríki gagnkvæmt traust og virðing. Fólk þarf að vera samkvæmt sjálfum sér og samtaka í því að fylgja málum eftir sem það stefndi að í kosninga- baráttunni. Fari það svo að við í Framsókn förum ekki i meirihluta þá hef ég áhyggjur af því að mál sem við lögðum áherslu á og brunnum fyrir en hinir flokkarnir ekki fái ekki vægi. Við höfum hitt fulltrúa Miðflokksins en náðum ekki saman um myndun meiri- hluta, hins vegar kom hugmynd frá mínum flokki að við kæmumst að samkomulagi um samstarf á breiðum grundvelli og bæjarstjórn starfi án minni- og meirihluta sér- staklega i ljósi þess að samstarf milli flokka hefur verið gott í Grindavík,“ segir Ásrún Helga. Samstarf á breiðum grund- velli og bæjarstjórn starfi án minni- og meirihluta Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is „Þetta kom okkur á óvart. Við höfum unnið alveg gríðarlega vel á kjörtíma- bilinu og ég fann að það var meðbyr með okkur. Ég gerði mér væntingar um að ná inn öðrum manni og að við yrðum tvö en mig óraði ekki fyrir því að við yrðum þrjú og sigur- vegarar kosninganna. Langstærsti flokkurinn,“ segir Didda, Hallfríður Hólmgrímsdóttir, oddviti Mið- flokksins í Grindavík. Miðflokk- urinn var ótvíræður sigurvegari bæjarstjórnarkosningar í bænum og fékk þrjá bæjarfulltrúa. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk tvo, Fram- sóknarflokkurinn einn og Rödd unga fólksins einn. Eruð þið að fara í meirihlutasam- starf eða eru hin framboðin að raða sér upp á móti ykkur? „Ég vona nú að það sé einhver mis- skilningur. Ég sá umræðu um þetta í morgun. Ég ætla nú rétt að vona að fólk eða flokkarnir hér í bæ séu að fara gegn vilja fólksins. Ég trúi því eiginlega ekki, ekki fyrr en að það sé að fullu reynt með meirihlutasam- starf með Miðflokknum. Ég ætla rétt að vona að þetta sé bara stormur í vatns- glasi.“ Eruð þið að ræða við ein- hverja. „Já, þetta er á viðkvæmu stigi. Það er hægt að orða það þannig að það séu þreifingar í gangi en ekkert verið fundað formlega. Við teljum samt að hinir flokkarnir eigi að líta til okkar í samstarfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að ná saman við okkur áður en þeir fara að reyna eitthvað annað. Ég trúi ekki öðru en að það verði niður- staðan að það fari fram formlegir fundir með okkur áður en þeir fari saman í sæng með hinum.“ Hvað skapaði þennan mikla meðbyr sem þið fenguð? „Ég held að þetta sé bara traust. Við erum búin að vinna alveg ótrúlega vel á kjörtímabilinu. Ég hef ein verið í bæjarstjórninni frá Miðflokknum og hef sýnt þessu staðfestu. Ég hef staðið í lappirnar og kannski aðeins staðið í meirihlutanum stundum. Ég styð öll góð málefni en þegar mér finnst að einhverjum málaflokki vegið þá stend ég fast í lappirnar og gef ekki tommu eftir. Þá er ég kannski helst að vísa í leigumálin í Víðihlíð sem var mikið réttlætismál. Svo stóð ég þversum í kokinu á þeim í launaumræðunni og svo öll þessi smáu mál. Þetta er bara traust sem fólk ber til okkar, mín og fólksins á listanum.· Nú hefur stuðningur við Mið- flokkinn verið að minnka á lands- vísu, þannig að staðan í Grindavík er svolítið á móti straumnum. „Ég er alltaf á móti straumnum. Við erum sér framboð hérna. Kjósendur eru að kjósa fólkið á listanum. Margir hafa verið að kjósa Miðflokkinn en mikið til var þetta líka bara fólk að kjósa okkur frambjóðendur á list- anum.“ „Við erum þakklát fyrir að hafa haldið okkar manni inni og varðandi meiri- hlutaviðræður þá eru þreif- ingar í gangi en engar form- legar viðræður byrjaðar,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Raddar fólksins í Grindavík, spurð út í úrslit sveitarstjórnarkosninga í Grindavíkurbæ. Miðflokkurinn vann stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum í Grindavík. Flokkurinn fékk 32,4% atkvæða og þrjá menn kjörna. Talin voru 1623 atkvæði en kjörsókn var 64,1%. B-Listi Framsóknarflokks 324 atkvæði (20,2%) og einn mann kjörinn. D-Listi Sjálfstæðisflokks 397 atkvæði (24,8%) og tvo menn kjörna. M-listi Miðflokks 519 atkvæði (32,4%) og þrjár menn kjörna. S-listi Samfylkingar 149 atkvæði (9,3%) og engan mann kjörinn. U-listi Raddar unga fólksins 212 atkvæði (13,2%) og einn mann kjörinn. Auðir seðlar voru tuttugu og ógildir voru tveir. Í Sveitarfélaginu Vogum féll meiri- hluti E-listans. Greidd voru 653 atkvæði í sveitarstjórnarkosning- unum sl. laugardag af 1039 á kjör- skrá en kjörsókn var 62,8%. D-listi fékk 242 atkvæði (39,1%) og þrjá menn kjörna. Listinn vinnur einn mann. E-listi fékk 229 atkvæði (37,0%) og þrjá menn kjörna. Listinn tapar einum manni. L-listi fékk 148 atkvæði (23,9%) og fær einn mann kjörinn. Auðir seðlar voru tuttugu og fimm og ógildir voru níu. Birgir Örn Ólafsson, odd- viti E-listans í Sveitar- félaginu Vogum, segir það vera fyrsta verkefnið eftir kosningar að ræða mögulegan nýjan meiri- hluta við sjálfstæðismenn í Vogum. E-listinn missti hreinan meirihluta sinn til átta ára í kosningunum á laugardaginn. Voru vonbrigði á missa meiri- hlutann? „Jú, vissulega. Það eru alltaf von- brigði að missa meirihluta. Hafandi verið með hreinan meirihluta í tvö kjörtímabil þá eru þetta viðbrigði.“ Eru þreifingar í gangi? „Menn eru aðeins búnir að þreifa. Við höfum tekið spjallið og gerðum það fljótlega eftir að niður- stöður lágu fyrir. Við ætlum að hittast og taka ákvörðun um hvort við ætlum í meirihlutaviðræður. Það er næst á dagskrá að við og sjálfstæðismenn taki fyrsta samtalið.“ Birgir segir spennandi tíma framundan í sveitar- félaginu og fólk sé að kalla eftir góðri samvinnu. „Það hefur verið mjög góð samvinna milli listanna síðasta kjörtímabil og við eigum ekki von á öðru en það haldi áfram. Við erum í spennandi umhverfi hér í Sveitar- félaginu Vogum eins og annars- staðar á Suðurnesjum. Það er mikil uppbygging og jákvætt framundan,“ segir Birgir Örn Ólafsson, oddviti E-listans í Vogum. „Ég er bara mjög sáttur við úrslit kosninganna. Okkar ósk var að það yrði ekki hreinn meirihluti hjá neinu framboðanna og það gekk eftir,“ segir Kristinn Björgvinsson, oddviti L-listans, Lista fólksins, í Sveitarfélaginu Vogum. L-listinn hélt sínum manni í bæjar- stjórn Sveitarfélagsins Voga og jók fylgi sitt um rúmlega „Það vantaði ekki nema um fimm atkvæði að við næðum öðrum manni inn, sem er að sjálfsögðu örlítil vonbrigði, en við göngum sátt frá kosningunum og ánægð með það traust sem við hlutum og ætlum að gera okkar besta hvort heldur ef það er í meirihluta eða minnihluta,“ segir Kristinn. Kristinn segist engar fréttir hafa af meirihluta- viðræðum þegar Víkur- fréttir heyrðu í honum um hádegisbil á mánudag. „ÉG veit ekki hvort E- og D-listi séu að ræða saman og ætli að mynda sex manna meirihluta. Það hefur allavega enginn haft samband við okkur ennþá. Við erum bara spök og sjáum hvað tíminn leiðir í ljós,“ segir hann að endingu. L-listinn hafi ekki ennþá boðið D- eða E-listanum upp í pólitískan dans. „Teljum að hinir flokkarnir eigi að líta til okkar í samstarfi“ „Þakklát fyrir að halda okkar manni inni“ – segir Hallfríður Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík Miðflokkurinn sigurvegari með þriðjung atkvæða í Grindavík Göngum sátt frá kosningunum Vonbrigði að missa meirihluta Meirihlutinn fallinn í Sveitarfélaginu Vogum vf is Lesið nánar um kosningar á vefnum 4 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.