Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 11
Úrslit kosninga í Suðurnesjabæ 2022 Jón Norðfjörð, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kölku. Það er vissulega algengt að óvæntir hlutir gerist þegar kosningar eru ann- ars vegar. Um það er hægt að nefna fjölmörg dæmi. Oft og tíðum er ekki alltaf allt sem sýnist. Ég held að það megi segja það um nýliðnar kosningar í Suðurnesjabæ. Að loknum kosningum núna er ágætt að reyna að greina niðurstöðuna. Ég sendi frá mér grein fyrir kosningar og spáði fyrir um úrslit sem mér fannst vera líkleg á þeim tíma sem ég skoðaði málið. Þegar nær dró kosningum þá fannst mér að spáin mín gæti breyst á þann veg að D-listinn mundi auka fylgi sitt og ná fjórða manni inn á kostnað S-listans, sem mundi þá fá tvo full- trúa. Ég var þá enn þeirrar skoðunar að B-listinn mundi fá tvo fulltrúa og O-listinn mundi fá einn. Sjónarmið mín byggði ég á mörgum samtölum við fólk svo og þátttöku kjósenda í fjölmörgum viðburðum sem framboðin auglýstu. En ég endurtek, ekki er allt sem sýnist. Eins og fram kom í áðurnefndri grein minni, klofnaði D-listinn eftir að sam- þykkt var að sameinast H-listanum og tekin var ákvörðun af þeim sem ósáttir voru um að bjóða fram nýtt framboð, O-listann. Í svargrein sem forystufólk O-listans sendi frá sér vegna greinar minnar og bar fyrirsögnina „Véfréttin Jón Norðfjörð“, höfnuðu þau fullyrð- ingu minni um þessa óánægju. Ég vil aðeins segja um þetta, að ég stend við það sem ég skrifaði um klofninginn og óánægjuna, enda hefur þetta komið alveg skýrt fram í samtölum við mig og fleiri aðila sem hafa sömu sögu að segja. Árið 2018 mynduðu meirihluta D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og Samfylkingin sem bauð fram undir merki J-lista, Jákvæðs samfélags. D-listinn fékk þá þrjá fulltrúa og J-list- inn fékk einnig þrjá fulltrúa. Þannig hafði meirihluti sjálfstæðismanna og Samfylkingar sex fulltrúa af níu full- trúum í fyrstu bæjarstjórninni í Suður- nesjabæ. Með góðum rökum má segja að í kosningunum nú hafi meirihlutinn alls ekki fallið, heldur einungis misst einn fulltrúa og hafi nú fimm fulltrúa í stað sex áður. Í minnihluta 2018 voru H-listi, Listi fólksins með tvo fulltrúa og B-listi Framsóknar og óháðra sem fékk einn fulltrúa. B-listi Framsóknar bætir við sig rúm- lega 28% fylgi frá kosningunum 2018 og fær tvo fulltrúa í stað eins 2018. Fylgi D-lista Sjálfstæðismanna minnkar um rúmlega 4% þrátt fyrir að hafa sameinast H-listanum. Ef reiknað er út frá samanlögðu fylgi D og H lista 2018, þá hefur fylgið minnkað um 39%. Þeir fá þrjá fulltrúa nú en fengu saman fimm fulltrúa 2018. Fylgi Samfylkingar, S-listans (áður J-listans), minnkar um 3,8% og fær listinn tvo fulltrúa, en fékk þrjá 2018. Svo er það O- listinn sem fær 26,5% fylgi og tvo fulltrúa. Þetta fylgi kom mörgum á óvart, ekki síst for- ystumanni D-list- ans, Einari Jóni Pálssyni, sem virtist undrandi í viðtali við Víkurfréttir og sagðist hafa átt von á meiru. Ég tek undir með Einari Jóni, fylgi O-listans kom á óvart og í mínum huga er alveg ljóst að óánægjan með sameiningu D- og H-lista hefur verið víðtækari meðal sjálfstæðisfólks en margir gerðu ráð fyrir. Þetta virðist þá hafa farið nokkuð leynt í aðdraganda kosninganna. Það er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist. Nú er að sjá hverju fram vindur, við- ræður D- og B-lista um meirihlutasam- starf eru nú í gangi ef marka má fréttir og fróðlegt að sjá hvert það leiðir. Að endingu óska ég nýjum bæjarfull- trúum velfarnaðar. Bestu kveðjur. Skoðum atkvæðatölur kosninga 2018 og 2022: 2018 2022 B-listi 237 atkvæði 304 atkvæði D-listi 496 atkvæði 475 atkvæði 2018 fengu D- og H-listar samtals 779 atkvæðiH-listi 283 atkvæði J-listi 420 atkvæði O-listi 427 atkvæði 2022 fengu D- og O-listar sam- tals 902 atkvæði S-listi 404 atkvæði Bílskúr óskast Bílskúr óskast í Keflavík/ Suðurnesjum. Verð 5-10 mill. Bil eða frístandandi. Gunnar Davíðsson +4791676990 eða gunnidabb@gmail.com Garðaúðun Reynis Sig. • 22 ára reynsla. • Úðunartímabil; u.þ.b. 15. maí til 5. júlí. • Við þjónustum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Borgar- firði og víðar. • Við úðum garða og tré í öllum stærðum. • Við tökum að okkur að taka geitungabú og einnig stærra hreiður. Úðum líka fyrir kóngulóm. SMáauglÝSiNgar Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Þá eru kosningar afstaðnar, við Pí- ratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðn- inginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðar- valið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra af- stöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hug- myndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tala nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treysti engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo „hringrásar- hagkerfi“ þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varð- andi ál endurvinnslu í Helguvík við „dótturfélag“ Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Ég velti fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál- endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upp- lýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að mal- bika göturnar þar, koma upp göngu- stígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sínu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfirvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Fh. Pírata og óháðra, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir Margrét Þórólfsdóttir Ógnar stefna stjórnvalda raforkuöryggi á Suðurnesjum? Sveitarfélagið Vogar hefur nú til um- fjöllunar umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi til lagningar Suð- urnesjalínu 2. Sveitarstjórnin hafði áður tekið umsóknina til umfjöllunar og synjað henni en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þá ákvörðun úr gildi og málið því að nýju til umfjöllunar innan sveitarfélagsins. Bæjarstjórn ákvað í kjölfar þessa úr- skurðar að ráða sérstakan verkefna- stjóra til að rýna sérstaklega og fara yfir þær ábendingar, athugasemdir og ávirðingar sem fram komu í úrskurði nefndarinnar. Einnig var ákveðið að fara þess á leit við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands að greind yrði náttúru- og eldgosavá innan sveitarfélagsins með tilliti til jarðhræringa og eldsum- brota á Reykjanesi 2021. Nú liggja fyrir niðurstöður Jarðvís- indastofnunar sem bendir á að í ljósi þess að nýtt tímabil eldsumbrota sé hafið á Reykjanesi sé mat á áhættu gjörbreytt. Jafnframt er sýnt fram á það að tillaga Landsnets um að Suð- urnesjalína 2 verði lögð samsíða Suð- urnesjalínu 1 sé ekki skynsamleg ráð- stöfun. Ljóst er að bæði út frá hættu á hraunflæði og s.k. höggunarhreyfinga sé ekki skynsamlegt að allur orku- flutningur til og frá landshlutanum sé á tveimur loftlínum sem eru lagðar samsíða. Sveitarfélagið Vogar samþykkti árið 2014 framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en það mál endaði í kærumálum og dómsmálum sem lykt- aði með að leyfisveitingin var dæmd ógild í Hæstarétti árið 2016. Í dómnum kom m.a. fram það álit Hæstaréttar að Landsnet hefði ekki lagt nægjanlegt mat á aðra valkosti en að leggja loft- línu. Í kjölfarið hóf því Landsnet vinnu að nýju við umhverfismat, og setti á laggirnar verkefnaráð sem haft skyldi samráð við um vinnslu valkostagrein- ingarinnar. Þeirri vinnu lauk með sömu niðurstöðu, þ.e. Landsnet lagði áfram til valkost C, þ.e. að Suðurnesjalína 2 yrði loftlína samhliða Suðurnesjalínu 1. Á vettvangi verkefnaráðs voru aðrir valkostir vandlega skoðaðir en jafnan voru viðbrögð Landsnets við öðrum valkostum þau að fyrirtækinu bæri skylda til að fara eftir stefnu stjórn- valda um flutningskerfi raforku. Valkostagreining Landsnets var í kjölfarið send m.a. til Skipulagsstofn- unar, sem gaf út það álit að skynsam- legt væri að fylgja valkosti B, þ.e. að leggja línuna sem jarðstreng samhliða Reykjanesbraut. Sveitarfélagið Vogar hefur á öllum stigum málsins lagt til að strengurinn yrði lagður í jörð, helst meðfram Reykjanesbraut en til vara meðfram Suðurnesjalínu 1. Í upphafi árs 2021 hófst mikil jarð- skjálftahrina á Suðurnesjum. Þann 19. mars hófst síðan eldgos í Fagradals- fjalli sem stóð í sex mánuði. Öllum má ljóst vera að sú staðreynd að jarð- skjálftahrina hefur gengið yfir, og að eldgos átti sér stað, hlýtur að gjör- bylta öllum fyrri forsendum um lagn- ingu háspennulínu um svæðið. Niður- staða Jarðvísindastofnunar er nokkuð ótvíræðar hvað þetta varðar, og því má með rökum nú segja að óskynsam- legt sé að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu meðfram Suðurnesjalínu 1. Í ljósi niðurstöðunnar sé það einfald- lega of mikil áhætta sem því fylgir, og því skynsamlegt að leita leiða til að dreifa áhættunni þannig að afhending raforku til og frá landshlutanum verði tryggð með minnstri áhættu, auk þess sem tryggt verði nægjanlegt framboð af raforku á svæðinu. Stefna stjórnvalda sem áður hefur verið nefnd og Landsneti er skylt að fara eftir, byggir á þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raf- lína, og var samþykkt á Alþingi 28. maí 2015. Ný þingsályktunartillaga var samþykkt á Alþingi þann 11. júní 2018, þ.e. þingsályktun um stefnu stjórn- valda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Í þessari þingsályktun var gefinn upp boltinn um endurskoðun á stefnu stjórnvalda frá árinu 2015 og tilgreint sérstaklega að þessi þings- ályktun skyldi tekin til endurskoð- unar á haustþingi 2019. Ekkert varð úr þeirri fyrirætlan og því gildir enn áðurnefnd þingsályktun frá 2015 sem stefna stjórnvalda. Þrátt fyrir að áform um lagningu Suðurnesjalínu 2 hafi verið til umfjöll- unar í fjölda mörg ár, með tilheyrandi þrætum og flækjum, hefur frumkvæði Alþingis um að taka stefnu stjórnvalda til endurskoðunar verið lítið sem ekk- ert, ef frá er talin áðurnefnd þings- ályktun sem samþykkt var árið 2018 en dagaði síðan upp í þinginu. Það eina sem frést hefur frá hinu háa Alþingi er að lagt hefur verið fram þingmanna- frumvarp um að svipta Sveitarfélagið Voga skipulagsvaldi í málinu og sam- þykkja með lögum framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 samkvæmt aðalvalkosti Landsnets. Enginn flutn- ingsmanna frumvarpsins hefur leitað til Sveitarfélagsins Voga og kynnt sér sjónarmið eða afstöðu sveitarfélagsins til málsins. Það er dapurt. Nú liggur fyrir að Jarðvísinda- stofnun telur að ekki sé skynsam- legt að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu meðfram Suðurnesjalínu 1. Landsnet situr við sama heygarðs- hornið og telur sér ekki fært að sam- þykkja neinn annan valkost en þann sem samræmist stefnu stjórnvalda. Sú áleitna spurning hlýtur því að vakna hvort ekki sé kominn tími til að Alþingi hefjist handa að nýju og ljúki við end- urskoðun stjórnvalda um flutningskerfi raforku í landinu. Verði það ekki gert stefnir allt í að framkvæmdinni um lagningu Suðurnesjalínu 2 sem loft- línu samhliða Suðurnesjalínu 1 verði þröngvað í gegn, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og þar sem afhendingar- öryggi og flutningskerfi raforku til og frá Suðurnesjum er teflt í tvísýnu. Ég hvet alþingismenn til að kynna sér málin og axla um leið ábyrgð með því að móta raunhæfa stefnu um flutn- ingskerfi raforku og raforkuöryggi í landinu. Höfundur er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 899 0304 víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.