Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 10
Kamilla Ósk Jensdóttir er átján ára Keflvíkingur sem býr í Njarð- vík. Kamilla er á íþrótta- og lýðheilsubraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er fótboltaþjálfari hjá Keflavík. Hennar stærsta áhugamál er að safna Crocs skóm en hún á alls tólf pör. Kamilla Ósk er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á íþrótta- og lýðheilsubraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er fólkið og forseti í eyðum. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Líklegastur til að vera frægur er Helgi Rúnar Hafsteinsson, hann verður frægur á TikTok einn daginn. Skemmtilegasta sagan úr FS: Skemmtilegasta sagan úr FS er þegar Ásgeir kennari lét okkur fara í planka í tíma því við vorum ekki að hlusta á hann. Hver er fyndnastur í skólanum? Auðvelt svar, ég er klárlega fyndnasta manneskja FS. Hver eru áhugamálin þín? Helstu áhugamál mín eru að safna Crocs, þjálfa og Road Trip með vinum. Hvað hræðistu mest? Tásur. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á ekkert uppáhaldslag en ég elska Bubba og eiginlega allt með honum, svo er alltaf gaman að öskra Only Love Can Hurt Like This með Paloma Faith ein í bíl. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að ég er rosalega óþolinmóð og verð pirruð yfir minnstu hlutum. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Ég nota TikTok mjög mikið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er ekki feimið og þegar það er auðvelt að tala við þau. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég stefni á að finna mér vinnu sem ég hef gaman af. Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin. FS-ingur vikunnar: Kam illa Ósk Jensdóttir Ung(m enni) vikunnar: Viktor Garri Viktor Garri Guðnason er fjór- tán ára og kemur frá Njarðvík. Hann er metnaðarfullur körfu- boltakappi sem hefur gaman af fjallahjólreiðum og líkamsrækt. Eftir grunnskóla langar Viktori að mennta sig og stefnir hann á að verða bæklunarskurðlæknir. Viktor Garri er ungmenni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 8. bekk. Í hvaða skóla ertu? Njarðvíkurskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Fyrir utan skóla fer ég á körfuboltaæf- ingar og styrktaræfingar. Hvert er skemmtilegasta fagið? Skemmtilegasta fagið er íþróttir. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Patrik Joe Birmingham er líklegastur til að verða frægur því hann er svo góður í körfu. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Skemmtilegasta sagan er þegar vinur minn kastaði óvart kústi í brunabjölluna. Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndnastur í skólanum er Gunnar Páll. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru körfubolti, fjallahjól og líkams- rækt. Hvað hræðistu mest? Ég hræðist rottur og mýs mest. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Mér finnst eiginlega bara allt fínt. Hver er þinn helsti kostur? Mínir helstu kostir eru að ég er hreinskilinn, opinn og sjálfstæður. Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að vera óþolinmóður. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forrit í símanum mínum er TikTok og Snapchat. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst besti eiginleiki í fari fólks vera heiðarleiki. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Eftir grunnskóla langar mig að mennta mig og verða bæklunarskurðlæknir. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ef ég ætti að lýsa mér í einu orði væri það metnaðarfullur. Elskar Crocs Metnaðarfullur körfuboltakappi Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com Hvað segja ungir frambjóðendur í Reykjanesbæ að afloknum sveitarstjórnarkosningum? „Ungmenni þurfa að skilja hvað það er mikilvægt að hafa góða bæjarstjórn“ Þórarinn Darri Ólafsson: „Fyrir það fyrsta þá held ég að það mætti fjölga kjörstöðum innan bæjarfélagsins og svo held ég að ungt fólk fatti ekki hvað þetta er mikilvægt og kemur þeim mjög mikið við og taki lýð- ræði sem sjálfsögðum hlut,“ segir Þórarinn Darri Ólafsson, einn af yngstu frambjóðendunum í ný- afstöðnum sveitarstjórnarkosn- ingum, þegar hann var spurður út í hvers vegna yngsta fólkið skilaði sér ekki nógu vel á kjörstað. Þórarinn Darri skipaði 11. sæti á lista Beinnar leiðar. Hann ákvað að fara í framboð til þess að vera rödd ungs fólks í bænum og vegna breyt- inga sem hann telur vera þarfar en hvaða breytingar vill hann sjá? „Sem dæmi finnst mér þurfa fleiri félagsmiðstöðvar í Reykjanesbæ. Þar sem að við erum aðeins með eina slíka. Fyrir þá krakka sem búa til dæmis í Innri-Njarðvík er bara svaka „mission“ að komast í Fjörheima. Einnig þá finnst mér þurfa að bæta fjárhag til menningarmála þar sem okkur vantar húsnæði sem allskonar klúbba starfsemi getur verið í fyrir krakka sem finna sig kannski ekki í íþróttum en vilja fara eitthvert og kynnast öðrum krökkum,“ segir Þórarinn Darri. Aðspurður hver tilfinning hans væri fyrir þátttöku og kjörsókn ungmenna í Reykjanesbæ segir hann að „margir hafi verið með í umræðunni en mætingin á kjörstað var því miður ekki jafn góð.“ Þórarinn Darri segir ungt fólk taka kosningarétti sem sjálfsögðum hlut en leggur áherslu á að „það að hafa réttinn til að ákveða hver stýri landinu eða bænum er alls ekki sjálfsagt.“ Guðmundur Rúnar Júlíusson: „Ungmenni þurfa að taka þátt í umræðunni og mæta á kjörstað því þetta hefur áhrif á þau eins og alla aðra. Tilfinning mín er sú að þátttaka ungmenna er því miður ekki nógu góð,“ segir Guðmundur Rúnar Júlíusson en hann var einnig meðal yngstu frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Guðmundur Rúnar skipaði 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur áhuga á pólitík og var boðið að vera á lista hjá flokknum. „Það var ekkert annað í stöðunni en að segja já og ég sé alls ekki eftir því. Ég hef lært mikið og kynnst frábæru fólki,“ segir hann. Guðmundur Rúnar telur ungt fólk ekki gera sér grein fyrir hversu skemmtileg og lærdómsrík pólitík geti verið og hvetur ungt fólk til að kynna sér stefnur flokk- anna og mæta á viðburði hjá þeim. Þá telur hann að kynna þurfi framboðin fyrir ungmennum með áhugaverðum hætti til að vekja áhuga þeirra. „Það þarf einnig að gefa ungu fólki kost á því að hafa áhrif á stefnuskrá flokkanna,“ segir hann og bætir við „ung- menni þurfa að skilja hvað það er mikilvægt að hafa góða bæjar- stjórn.“ Störf hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Ævintýrasmiðja - Sumarstarf Leikskólinn Tjarnasel - Leikskólakennarar Njarðvíkurskóli - Kennari Háaleitisskóli - Námsráðgjafi Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á mið- og elsta stig Velferðarsvið - Búsetuúrræði fyrir fatlaða Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna. Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið - Sumarstarf á heimili fatlaðs fólks Sumarstörf fyrir ungmenni með stuðningsþarfir Starf við liðveislu Reykjanesbær - Almenn umsókn FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.