Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 18.05.2022, Blaðsíða 15
„Við stefnum hátt“ – segir Magnús Sverrir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Það eru ávallt gerðar miklar vænt- ingar til körfuknattleiksliða Kefla- víkur. Á því tímabili sem er nú að ljúka stóðu liðin ekki fyllilega undir væntingum, karlaliðið komst í úr- slitakeppnina en var slegið út í átta liða úrslitum á meðan kvennaliðið náði ekki inn í úrslit. Undanfarin (Covid) ár hafa verið flókin og reynt mikið á starfsemi íþróttahreyfingar- innar svo líklega er mikið starf fram- undan hjá nýrri stjórn deildarinnar. Hvað er framundan hjá körfuknatt- leiksdeild Keflavíkur? „Það er talsvert mikið framundan. Það er mikið af nýju fólki að koma inn í stjórn svo við þurfum að hafa hraðar hendur við að koma okkur inn í fjármálin, leikmannamálin og aðra hluti sem þurfa að vera upp á tíu svo hægt sé að hafa umgjörðina í kringum karla- og kvennalið fé- lagsins eins og best verður á kosið. Við ætlum að leggja mikið á okkur til að það geti orðið að veruleika en til þess að svo verði er ætlunin að enn fleiri komi að starfinu með okkur en áður hefur verið – svo það frábæra starf sem unnið hefur verið hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur undanfarin ár verði enn betra.“ Verða nýjar áherslur með nýjum formanni? „Já, það kemur alltaf eitthvað nýtt með nýju fólki. Það er nokkuð ljóst að við munum gera breytingar og reyna að bæta nokkra þætti. Við ætlum að leggja okkur vel fram og markmiðið er að bæta ýmsa þætti. Vonandi mun það ganga upp. Ætlun okkar er t.d. að skapa enn meiri og betri umgjörð í kringum liðin okkar og sömuleiðis að bjóða upp á meiri skemmtun á leikjum.“ Umgjörð deildarinnar Hver eru helstu málin? „Það er í raun af mörgu að taka en það má kannski nefna það helst að við höfum ráðið framkvæmdastjóra í hlutastarf sem hefur störf strax. Hann mun sjá um þætti er snúa að rekstri félagsins og þessum dag- legu verkefnum. Ætlun okkar er að semja við þá leikmenn sem Hjalti og Hörður Axel [Vilhjálmssynir] telja mikilvæga pósta fyrir framhaldið og vonandi getum við sótt einhverja fleiri þótt íslenski „leikmanna- markaðurinn“ sé bæði lítill og oft flókinn. Þá er ætlunin að virkja enn fleiri til að taka þátt í starfi félagsins svo umgjörðin og rekstur deildar- innar sé eins og best verður á kosið. Keflavík býr það vel að við eigum mikið af frábærum velunnurum og stuðningsmönnum. Margt af því sem við ætlum svo að gera lýtur að því að gera leikmönnum og þjálfurum Keflavíkur kleift að einbeita sér að körfuboltanum, hafa gaman og njóta þess að vera hluti af góðri og þéttri liðsheild.“ Þið hafið verið að klára samn- inga við leikmenn þessa dagana, munum við sjá miklar breytingar á leikmannahópum Keflavíkur? „Það er auðvitað smá óvissa með það. Það er mikið í gangi á skrif- stofunni þessa dagana. Við erum að auðvitað að ræða við okkar þjálfara, endursemja og ræða við leikmenn sem verið hafa hjá okkur og svo höfum við verið að skoða hvernig landslagið er með styrkingar í bæði karla- og kvennaliðið. Eins og ég nefndi áðan er markaðurinn lítill og oft erfiður en vonandi getum við bætt einhverjum púslum við. Það er klárt mál að við stefnum á að koma sterkari til leiks á næsta tímabili en það verður hins vegar að ráðast hvort það verði með því að okkar leikmenn stígi enn meira upp eða með íslenskum eða erlendum viðbótum. Nú eða bara sitt lítið af hvoru!“ Hvert skal stefna á næsta tímabili? „Við stefnum hátt á næsta tíma- bili,“ segir Magnús og heldur áfram: „Krafan er alltaf sú að Keflavík berjist um það sem í boði er og allir sem koma að starfi Keflavíkur í körfubolta setja þar að leiðandi stefnuna hátt. Við ætlum okkur kannski einhverjar breytingar en það verður ekki gerð breyting á þessari stefnu, það er ljóst ...“ Ný stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er þegar byrjuð að vinna í leikmannamálum og hefur m.a. endurnýjað samning sinn við þá Jaka Brodnik og Val Orra Valsson. Á nýliðnu tímabili skilaði Jaka Brodnik fjórtán stigum og 5,5 fráköstum að meðaltali í leik og Valur Orri skilaði tæpum níu stigum og fimm stoðsendingum að meðaltali í leik. Á myndinni handsala þeir Brodnik og Magnús samninginn. Mynd af síðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur Magnús er þekktari sem knattspyrnumaður, hér er hann í leik með Reyni Sandgerði á síðasta ári. Mynd úr safni Víkurfrétta Fimm iðkendur frá fimleikadeild Keflavíkur valdir í landsliðshóp í hópfimleikum Fimleikasamband Íslands tilkynnti á dögunum þá 81 iðkanda í hópfim- leikum sem skipa landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2022. Fimm iðkendur frá fim- leikadeild Keflavíkur voru valdir í landsliðshópana fyrir mótið en það verður haldið verður í september. Þeir Heiðar Geir Hallsson, Leonard Ben Evertsson og Máni Bergmann Samúelsson voru valdir í lands- liðshóp drengja og Katrín Hólm Gísladóttir í landsliðshóp stúlkna. Emma Jónsdóttir var síðan valin í blandað landslið unglinga. Öll æfa þau hópfimleika með blönduðu liði Keflavíkur en þetta er í fyrsta skipti í sögu fimleikadeildar Kefla- víkur sem strákar frá deildinni eru valdir í landsliðshóp. Góður árangur meðal iðkenda fimleika- deildarinnar á keppnisárinu leynir sér ekki en þá var Margrét Júlía Jóhannsdóttir einnig valin í úr- valshóp stúlkna í áhaldafimleikum í byrjun maí. Erika Dorielle Sigurðardóttir, yfirþjálfari hópfimleika í Keflavík, segist vera einstaklega stolt af hópnum og að það verði spenn- andi að sjá þau takast á við verk- efnið. Emma Jónsdóttir, Leonard Ben Evertsson, Máni Bergmann Samúelsson, Heiðar Geir Hallsson og Katrín Hólm Gísladóttir. Stökkmótaröð í atrennulausum stökkum fyrir 30+ Næstkomandi laugardag, 21. maí á milli klukkan 13 og 16, fer fram keppni í atrennulausum stökkum fyrir 30 ára og eldri í Blue-höll- inni. Þetta er annað mótið í stökk- mótaröð sem Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, og Ungmenna- og íþróttafélagið Smári komu í sam- einingu á laggirnar. Keppnisgreinar eru hástökk, lang- stökk og þrístökk án atrennu, þá er einnig keppt í hástökki með atrennu. Markmiðið með þessari stökk- mótaröð er að fjölga mótum fyrir eldra íþróttafólk sem og að endur- vekja vinsældir þessara keppnis- greina frjálsra íþrótta en þær voru mjög áberandi á árunum 1960–1990. Nú þegar hafa verið sett á tvö mót og var hið fyrra hjá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð 23. apríl n.k. og hið síðara 21. maí hjá Keflavík íþrótta- og ungmenna- félagi. Nánari upplýsingar um mótin má sjá á heimasíðu Frjálsíþróttasam- band Íslands fri.is. Fyrir næsta vetur vonumst við til að mótunum fjölgi í a.m.k. fimm. Mótshaldarar vilja hvetja sem flesta til að taka þátt í skemmtilegri keppni. Frá stökkmóti Smára í apríl. Myndir af Facebook-síðu Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára Keflvíkingurinn Helgi Hólm undirbýr stökk án atrennu. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA ÁGÚSTSDÓTTIR Skipastíg 8, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 20. maí klukkan 12. Sigurður Ragnar Ólafsson Ágústa Kristín Guðmundsdóttir Snorri Viðar Kristinsson Guðný Sigurðardóttir Sigþór Gunnar Sigþórsson Magnús Ólafur Sigurðsson Aom Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Vorferð Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður farin fimmtudaginn 9. júní n.k. í Húsafell. Lagt af stað frá Nesvöllum kl. 09:00 og komið heim fyrir kvöldmat. Ferðin kostar kr. 10.000 á mann, innifalið er hádegis- matur, kaffi og heimsókn að Háafelli. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Ingibjörgu, s: 8633443, Margréti, s: 8963173 og Sigurjóni, s: 8999875. Skráningu lýkur 2. júní n.k! Ferðanefndin Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Útskálasóknar verður haldinn þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 20:00 í Kiwanishúsinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Sóknarnefnd víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.