Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2022, Síða 10

Víkurfréttir - 23.05.2022, Síða 10
NÁMSGÖGN – FRÁ ALLSLEYSI TIL OFGNÓTTAR Í tíunda þætti var sagt frá kristin- dóms- og stafrófskverum fyrir stofnun barnaskóla en útgáfa þeirra fór að blómstra um 1800. Þá er farið að gefa út fræðslurit og einhver þeirra hafa nýst barnaskólum. Dæmi um það er Lestrabók handa alþýðu á Íslandi (Alþýðubókin) eftir Þór- arinn Böðvarsson, prest að Görðum og stofnanda Flensborgarskóla. Í þeirri bók er safnað á einn stað (á 423 síður) því helsta þá þótti hæfa að vita. Fyrirmyndin var P. Hjorts Danski Börneven. Var bókin framlag Þórarins til þjóðhátíðarinnar 1874 og 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar. Hún kom út tveimur árum eftir að skólinn okkar var stofnaður og hefur eflaust verið notuð þar. Í þáttum níu, þrettán og fimmtán um skóla á Suðurnesjum er lýst kennsluaðstæðum og fátæklegum kennslutækjum fyrir aldamótin 1900. Í skólaskýrslu eftir veturinn 1895 er skráð eftirtalin áhöld í eigu Norðurkots- og Suðurkotsskóla: Harmoníum nýtt, virt á 120 krónur; nýr uppdráttur af Íslandi, virtur á 6 krónur; geografiske anskuelsista- beller (landakort) ný, 6 kr; Evrópu- kort, nýtt, á 12 kr; tellurium (jarð- og sól-líkan) nýtt, 16 kr; kynflokka- mynd, ný, á 2 kr; og smærri landa- bréf. Framangreint ár höfðu verið 37 börn í skólunum, tíu til fjórtán ára, og kenndu þeir Sigurjón Jónsson og Jón G. Breiðfjörð. Veturinn 1908–1909 voru kennslugögn í Norður- og Suður- kots-skólum þessi: Landabréf Ís- lands 2 stk, landabréf Evrópa 2 stk, landabréf báðar hálfkúlur, landabréf Norður Ameríka, landabréf Suður Ameríka, landabréf Afríka, landa- bréf Asía, landabréf Ástralía og landabréf Palestína. Dýramyndir 50 stk, mannslíkaminn á pappa. Hús- dýralitmyndir 12 stk. Kúlnagrindur fyrir reikning 2 stk. Meterstika 7 stk. Naturhistorisk Atlas. Veturinn 1918–1919 voru þessi kennslugögn í Suðurkotsskóla: Sýningarmyndir biblíunnar, gamla og nýja testamentið. Kronbergs Bibel historiske billeder 17 stk., Árs- tíðarmyndir 4 stk., Anatomiske vægtavler (maðurinn) 4 stk, Chr. Eriksen billeder fra land og by 60 stk.; C C Kristensen kort 10. stk.; öll nauðsynleg landafræðiáhöld; P. Dal- bergs skólaatlas; C.R. Sundströms Naturhistorisk Atlas; Æfingar í rétt- ritun 11 stk.; S.A. Gíslason, Reikn- ingsbók I og II hefti; Jónas Jónsson, Reikningsbók I og II hefti; Sam. Egg- ertsson, Alþýðlegur samanburðar- leiðavísir (metrak.); Metrastika, kassi með metrakerfis áhöldum; H. Briens flatarmálsfræði; E. Briem reikn- ingsbók; M. Hansen reikningsbók; Barnasálmabókin 3 stk.; Leikföng 10 stk.; Bók nátt- úrunnar 5 stk. Þegar nýtt skólahús var tekð í notkun 1944 var ekkert af búnaði og kennslugögnum í eldra húsinu talið nothæft til að flytja í það nýja. Allt frá fyrstu pæl- ingum um barnaskóla á Íslandi, á 18. öld, var talið eðlilegt að skóli ætti bújörð, til ábúðar fyrir kenn- arann. Þegar barna- skólinn á Vatnsleysu- strönd var stofnaður var keypt undir hann hálf jörðin Suðurkot, en henni fylgdi aðstaða til sjóróðra og að taka þang til eldiviðar, sbr. Lýs- ingu St.Thorarensen í Þjóðólfi 1873 (https://timarit.is/files/34990198). Stóð skólahús á þeirri jörð uns flutt var í Voga 1979, en þar fékk skólinn úthlutað rúmgóðri lóð úr túni Stóru- Voga. Nálægt 1900 var keyptur hluti af jörðinni Stóra-Knarrarnes í því skyni að afla tekna til reksturs skólans og var jörðin veðsett þegar tekið var lán til byggingar N o r ð u r k o t s - skóla 1903. 1925 vill skólanefndin hætta afskiptum af jarðeignum skólans, en leigir þó út Knarar- nesjarðarpartinn 1926–1930. Ein- hvern tíma eftir það hefur sveitar- sjóður tekið þetta yfir. 1936 taka gildi lög um Ríkisút- gáfu námsbóka og Fræðslumyndasafn ríkisins var stofnað 1961, sem lánaði kvikmyndir til skóla. Þessar stofn- anir runnu, ásamt Skólavörubúðinni, saman í Námsgagnastofnun 1980. Bókaútgáfa jókst alla tuttugustu öldina – og svo kom internetið ... Helstu heimildir: Greinar í Faxa 1990, skjöl skólanefndar o.fl. Guðjón Pétur Stefánsson er 19 ára og kemur frá Keflavík. Hann æfir fótbolta en hefur einnig gaman af því að spila golf og körfubolta. Guðjón er nýút- skrifaður af fjölgreinabraut og stefnir að því að komast í háskóla í Bandaríkj- unum. Guðjón Pétur er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég var á fjölgreina- braut en ég útskrifaðist síðustu helgi. Hver er helsti kosturinn við FS? Klárlega félagslífið og skemmir ekki fyrir að skólinn er mjög nálægt. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Mjög líklega Valur Þór Hákonarson vegna þess að hann er með gríðarlega hæfileika í boltanum. Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar Hrannar Már Albertsson kveikti í grillinu niðri í matsal. Hver er fyndnastur í skólanum? Erfitt að velja en Helgi Leó er svosem ágætur. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti, golf, körfubolti, vinir og að fara í pottinn. Hvað hræðistu mest? Svanga mömmu og þreytta mömmu. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Einmitt núna er það Pyramids með Frank Ocean en er mjög duglegur að breyta. Hver er þinn helsti kostur? Jákvæður og duglegur ef ég hef áhuga. Hver er þinn helsti galli? Ég sef lítið. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og Instagram. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki, traust og ekki verra að vera fyndinn. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Lifa og njóta eins og er, komast í háskóla úti í USA og svo auðvitað stefna hátt. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Skemmtilegur. FS-ingur vikunnar: Guðjón Pétur Stefánsson Ung(m enni) vikunnar: Drífa M agnúsdóttir Hræðist svanga og þreytta mömmu Drífa Magnúsdóttir er 14 ára og kemur frá Keflavík. Drífa æfir körfubolta og í nemenda- ráði Holtaskóla. Hún hefur gaman af því að fara á skíði og vera með vinum. Drífa er ung- menni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 8. bekk. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Holtaskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég æfi körfu- bolta fjórum sinnum í viku og er mikið með vinum mínum fyrir utan skóla og svo er ég í nemendaráði Holtaskóla. Hvert er skemmtilegasta fagið? Það er örugglega íþróttir því þá erum við krakk- arnir saman að gera einhvað skemmtilegt. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Úff örugg- lega Ásdís Elva því hún mun komast langt í körfunni. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar við vorum að kasta brúsum á milli okkar og köstuðum óvart í kennara og hún varð öll rennandi. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég myndi segja Jóhann Þór og Anna María. Hver eru áhugamálin þín? Mér finnst gaman í körfubolta og mér finnst líka mjög gaman á skíðum. Hvað hræðistu mest? Ég er mjög hrædd við geitunga og býflugur. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Þau eru of mörg. Hver er þinn helsti kostur? Ég er skemmtileg og hæfileikarík. Hver er þinn helsti galli? Ég ofhugsa allt. Hvaða forrit eru mest notuð í sím- anum þínum? Ég nota Snapchat og TikTok mjög mikið. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst bestu eiginleikar hjá fólki vera traust og þegar fólk er gott og skemmtilegt. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara i framhaldsskóla og einbeita mér að körfunni. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég myndi segja skemmtileg. Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 21. ÞÁTTUR Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.