Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Tekist á um fasteignaskatta ,,Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að vegna hækkunar á fasteignamati í Reykjanesbæ um 26% á íbúahúsnæði og 13% á at- vinnuhúsnæði, að komið verði til móts við bæjarbúa og fyrirtæki, þannig að fasteignaskattar verði lækkaðir svo að eðlileg breyting á sköttum verði á milli ára,‘‘ segir í bókun Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ á fundi bæjarráðs 11. ágúst. Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Umbótar, undir bókun Sjálfstæðis- flokksins. Meirihlutinn lagði fram eftir- farandi bókun: ,,Fyrirséð er að fasteigna- skattar fyrir árið 2023 munu hækka vegna hækkun fasteigna- mats. Fyrir stofn A sem er íbúða- húsnæði bæjarins er fyrirhuguð hækkun 26,52%. Fyrir stofn C sem er fyrirtækjahúsnæði er fyrir- huguð hækkun 13,42%. Þessi hækkun er mikil og er ljóst að heimili og fyrirtæki í Reykja- nesbæ munu finna fyrir hækkun- inni. Meirihluti bæjarráðs mun því, í takt við fyrri ár, taka umræddar hækkanir sérstaklega fyrir í fjár- hagsáætlunargerð fyrir árið 2023. Horft verður til ýmsa sviðsmynda til mögulegrar lækkunar í þeirri vinnu með hag íbúa að leiðarljósi.‘‘ Skólamáltíðir hækka í Reykjanesbæ – Skólamatur ehf. eini aðilinn sem bauð. Tilboðið um fjórðungi hærra en núverandi verð. Óvissa og hækkanir á aðföngum og fleiri liðum ástæða hækkunar. Aðeins eitt tilboð barst í útboði skólamáltíða í Reykjanesbæ sem fór fram nýlega og var það frá Skólamat. Er tilboðið 26,5% hærra en núver- andi verð, eða 825 kr. pr. máltíð, án niðurgreiðslu sveitarfélagsins. Verð síðasta vetur var kr. 454 pr. máltíð í grunnskólum Reykjanesbæjar. Að teknu tilliti til niðurgreiðslu sveitarfélagsins var það í lægri kant- inmu í samanburði við sambærileg sveitarfélög. Hjá þeim var verð þannig; Reykjavík kr. 535, Kópavogur kr. 523, Hafnarfjörður kr. 487, Akur- eyri kr. 508 og Garðabær kr. 535. Ekki liggja fyrir upplýsingar um verð á skólamáltíðum hjá þessum sveitar- félögum á komandi vetri. Ef Reykjanesbær heldur áfram að niðurgreiða skólamat um 30% eins og verið hefur mun áskriftarverð nema 575 kr. pr. máltíð eftir hækkun. Samkvæmt tilboðinu mun kostnaður Reykjanesbæjar vegna hádegismatar í grunnskólum hækka um tæpar 80 millj. kr. á ársgrundvelli, úr kr. 295.742.200 í kr. 375.309.000, miðað við óbreyttan fjölda nemenda sem nýtir þjónustuna. Samkvæmt tilboðinu hækkar einnig verð á máltíðum í þeim leik- skólum sem kaupa mat af Skólamat og er sá viðbótarkostnaður áætlaður um 10 millj. kr. og kostnaður vegna síðdegishressingar í frístundaheim- ilum hækkar um 6,5 millj. kr. Ástæður hækkana má til þeirra breytinga og hækkana sem orðið hafa á vísitölu neyslusverðs, mat- væla, hráefnis og launa. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri, sagði að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hefðu þegar ákveðið að taka tilboðinu en frekari útfærsla yrði til umræðu í bæjarráði nk. fimmtudag. Að sögn Jóns Axelssonar fram- kvæmdastjóra Skólamatar ríkir mikil eftirvænting hjá þeim fyrir nýjum og breyttum þjónustusamningi. Skólamatur hefur þjónustað Reykjanesbæ með skólamáltíðir frá árinu 2005 og segir Jón að sam- starfið hafi alla tíð verið farsælt. Í nýjum þjónustusamningi eru tals- verðar áherslubreytingar þar sem sveitarfélagið leitaðist eftir aukinni þjónustu frá fyrri samningi. Jón segir að það verði spennandi áskorun að takast á við þau verkefni sem framundan eru, sérstaklega þar sem óvissuþættir í rekstri matvæla- fyrirtækja verða miklir á næstu miss- erum. Tilboðsverð er að sögn Jóns í samræmi við sambærileg verkefni. Flutningaskipið Sagittarius lagðist að bryggju í Helguvík í síðustu viku með sementsfarm. Það eru svo sem engin tíðindi að sementi sé skipað upp í Helguvík en skipið sem þarna var á ferðinni var stærri flutn- ingaskipum sem koma til Helguvíkurhafnar. Skipið er 170 metra langt og um 17.000 brúttótonn. Flutn- ingaskipin sem vanið hafa komur sínar til Helguvíkur eru mun minni og aðeins olíuskipin sem þangað koma eru á stærð við þetta og aðeins stærri. Á myndinni má einnig sjá nokkra smábáta sem voru á makrílveiðum undir Keflavíkurbjarginu en kropp hefur verið hjá makrílbátunum frá því um verslunarmannahelgi. VF-mynd: Hilmar Bragi 170 metra langt skip með sement í Helguvík FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.