Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is á timarit.is TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is Teikning af komandi austurálmu. Ræða við ríkið um byggingu á nýjum fjölbrautaskóla – í tengslum við húsnæðismál Myllubakkaskóla Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur verið falið að hefja samtal við ríkið vegna mögulegrar byggingar nýs fjölbrautaskóla. Verk- efnastjórn hefur unnið að málinu. Sviðsstjóra umhverfissviðs hefur verið falið að vinna áfram í kostnaðaráætlun vegna endurbóta Myllubakkaskóla og að leggja þær upplýsingar fyrir fund bæjarráðs 25. ágúst 2022. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 11. ágúst. Fyrirhugaðar endurbætur á Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ munu kosta sveitarfélagið um fjóra milljarða króna. Ef fundinn yrði nýr staður fyrir Fjöl- brautaskóla Suðurnesja er sá möguleiki í stöðunni að starfsemi Myllubakka- skóla flytti í núverandi húsnæði hans. Júlíus lætur af störfum sem forstjóri HS Veitna Júlí us Jón Jóns son, for stjóri HS Veitna, mun láta af störf um um næstu áramót en hann hefur starfað hjá félaginu í 40 ár. Júlí us Jón hef ur verið for stjóri HS Veitna frá árs byrj un 2014 en hann var áður for stjóri HS Orku og Hita veitu Suður nesja þar sem hann hóf störf sem fjár mála stjóri árið 1982. Starf for stjóra hefur verið aug lýst og er um sókn ar frest ur til og með 21. ág úst næstkomandi. Fleiri farþegar en fyrir heims- faraldur Farþegafjöldi um Keflavíkurflug- völl í júlímánuði, nú í ár, var meiri en í júlí árið 2019. Þá fóru 852.431 farþegar um flugvöllinn og hefur Keflavíkurflugvöllur því náð 101% endurheimt samanborið við júlí fyrir þremur árum, eða fyrir heims- faraldurinn. Það hefur verið stefna flugvall- arins frá 2021 að bæta tengingar og auka flugleiðir til og frá vellinum í samstarfi við ólík flugfélög. Þær áætlanir hafa farið fram úr björtustu vonum. Í júlí flugu innlend og erlend flugfélög frá Keflavíkurflugvelli á 77 áfangastaði um allan heim og voru 78,2% heildar brottfarafarþega er- lendir. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þró- unnar hjá Isavia segir það vera frá- bært að sjá hversu tilbúin flugfélögin voru að auka hratt framboð á flugi til og frá landinu. „Nú er mikilvægt að halda áfram þeirri góðu vinnu sem unnið hefur verið í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til að mæta eftir- spurninni sem er vaxandi,“ segir hann. Miklar framkvæmdir og upp- bygging hefur verið á Keflavíkurflug- velli á síðustu árum. Meðal annars vegna byggingu 1200 metra ak- brautar fyrir flugvélar og byggingar á nýrri austurálmu sem er rúmlega 20.000 fermetrar að stærð og mun koma til með að bæta upplifun far- þega og flugfélaga frá 2024. Einnig hafa flugfélögin Icelandair og Play tilkynnt stækkun fluglfota á næstu misserum og því er mikil þörf á að framkvæmdir haldi áfram. „Þrátt fyrir að rekstur flugvallarins hafi gengið almennt vel yfir sumar- mánuðina biðjum við farþega um að sýna þolinmæði og biðlund. Á sama tíma vill Isavia þakka starfsfólki á flugvellinum, flugfélögum og sam- starfsaðilum fyrir þeirra mikilvæga framlag að koma öllu í rekstur á ný á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Keflavíkurflugvöllur á nýju „flugi“: Austurálman verður um 20 þúsund fermetrar að stærð. Bæjarhátíð í Suðurnesjabæ verður haldin dagana 22.–28. ágúst næstkomandi. Hátíðin hefst með ljósagöngu á mánudeginum milli Garðs og Sandgerðis, þá verður gengið frá Þekkingarsetrinu í Sand- gerði kl. 18:45 og frá Víðisheimilinu í Garði kl. 19:00. Göngurnar mætast við golfskálann þar sem bæjarstjórinn mun setja hátíðina. Einnig verður boðið upp á grillaðar pylsur og Skólamatur býður upp á kjötsúpu undir ljúfa tóna frá Jóni Jónssyni. Gestir eru beðnir um að hafa meðferðis ljós, hvort sem það sé vasaljós, luktir eða neonljós. Á þriðjudeginum verður boðið upp á fyrirlestur á Bókasafni Suður- nesjabæjar frá Ernu Héðinsdóttur, kennara, markþjálfa og lýðheilsu- fræðing, um sjósund og haldið verður í sjósundsferð í fjörunni í Sandgerði í kjölfarið. Víðir leikur fótbolta gegn Vængjum Júpíters kl. 18:00 á Nesfiskvellinum og verður frítt á leikinn og hoppukastali á staðnum. Um kvöldið verður svo pottakvöld fyrir konur í sund- lauginni í Sandgerði og pottakvöld fyrir karla í sundlauginni í Garði en bæði byrja þau kl. 20:00. Mið- vikudagurinn hefst með litahlaupi nemenda grunnskólanna í Suðurnes- jabæ og hinir ýmsu viðburðir verða í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Um kvöldið mun Ungmennaráð Suður- nesjabæjar standa fyrir áfengis- og vímuefnalausu lopapeysupartýi í Þorsteinsbúð, björgunarsveitar- húsinu í Garðinum. Partýið byrjar kl. 21:00 og munu tónlistarmenn- irnir Flóni og Magnús Kjartan halda uppi stemningunni. Fimmtudaginn 25. ágúst verður Partýbingó í Sam- komuhúsinu í Sandgerði en þau Eva Ruza og Sigurður Gunnarsson verða bingóstjórar. Hoppland býður fólki að stinga sér til sjós við Sandgerðis- höfn og verða listasýningar, tónleikar frá hljómsveitinni LÓN og ball með Suðlabandinu í Samkomuhúsinu í Sandgerði í boði á föstudeginum. Á laugardeginum verður dorgveiði- keppni við Sandgerðishöfn og bjór- hlaup frá Víðishúsinu að Litla Brugg- húsinu, sem og fótboltaleikur á Blue vellinum en Reynir mun spila gegn Magna. Þá verður einnig fjölskyldu- skemmtun þar sem leikhópurinn Lotta, Sirkus Íslands og Friðrik Dór munu meðal annars stíga á svið. Dagskrá laugardagsins endar svo á kvöldskemmtun við Sandgerðisskóla þar sem frábærir listamenn munu stíga á svið og í kjölfarið verður flug- eldasýning. Síðasta daginn verður boðið upp á bílabíó á Víðisplani og Unnur Sara Eldjárn mun flytja franskar 60’s perlur í Þekkingar- setrinu. Ljóst er að dagskráin er þétt og eitthvað í boði fyrir alla. Mikið um að vera á bæjarhátíð í Suðurnesjabæ 4 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.