Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 16
Mundi Hundraðþúsundkall! Rándýrt að fara á deit í Grindavík þessa dagana ... 30% AFSLÁTTUR Af öllum vörum og annað par fylgir öllum keyptum glerjum *Afslátturinn gildir ekki af tilboðsvöru Opið 11 - 18 opticalstudio.is 511-5800 Tilboðið gildir út 3. september HAFNARGATA 45 Tjaldstæðið í Grindavík hefur verið þétt skipað síðustu kvöld þar sem örþreyttir ferðamenn hafa hallað höfði eftir ferðalag á gos- stöðvarnar í Meradölum. Hefur mátt sjá tjald við tjald og þá hafa ferðalangar jafnvel verið svo uppgefnir eftir fjallgönguna að þeir hafa bara sofnað í bílum sínum við tjaldstæðið. Aðrir gosþyrstir ferðalangar gera betur við sig og hafa tekið á leigu heimili Grindvíkinga og borga jafnvel 100.000 krónur fyrir nóttina í gegnum Airbnb. Heimamenn í Grindavík, sem hafa í önnur hús að venda, hafa nýtt sér þennan mögu- leika og komist í ágætis uppgrip. Ekki er vitað hversu lengi gosið muni vara en samkvæmt fréttum hefur dregið mjög úr virkni þess síðustu daga. Myndin hér að ofan er tekin úr flygildi yfir tjaldstæðið í Grindavík sl. mánudag en á þeim tíma dags sem myndin var tekin var rólegt yfir um- ferðinni en hún eykst með kvöldinu og um miðnætti er að jafnaði hvert pláss skipað. VF-mynd: Hilmar Bragi Tjaldstæðið mikið notað og heimamenn leigja út heimili sín Tjaldstæðið í Grindavík í blíðunni á mánudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi Eldgosið í Meradölum er glæsilegt á að horfa í ljósaskiptunum. Þessa mynd tók Ingibergur Þór Jónasson, ljósmyndari okkar á gosstöðvunum, um liðna helgi. Það gýs á ný. Erlendir ferðamenn sem og íslenskir náttúruunnendur streyma að Fagradalsfjalli til að sjá dýrðina. Í þúsundavís á degi hverjum. Björgunarsveitir sem reknar eru í sjálfboðavinnu sjá um eftirlitið og allt er frítt. Nema bíla- stæðin. Nú hefur svo vandast málið. Það vantar salerni. Hver ætlar að redda því? Það þarf að vera frítt líka. Er ekki rétt að það verði almenn gjaldtaka fyrir að ganga upp að gosi. Svo verði boðið uppá almennilega þjónustu. Ekki bara fiskinn hans Issa þótt hann sé frábær. Við skulum reyna gera þetta vel áður en kemur að töku þrjú. Svo skuliði spyrja Vestmannaey- inga hvernig var að fá svona ham- farir beint í bæjardyrnar. Við skulum njóta meðan hægt er. LO KAO RÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Njótum! FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Goshjólagarpar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.