Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 10
Fékk hlaupabakteríuna frá móður sinni Ellert Björn Ómarsson vinnur sem arkitekt en honum finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa í frí- stundum sínum. Ellert æfði fótbolta og kraftlyftingar áður en hann fór að æfa hlaup markvisst undir leiðsögn Arnars Péturssonar, hlaupara og hlaupaþjálfara. Hann byrjaði upphaflega að fara út að skokka vegna þess að hann hafði lítinn tíma til að stunda íþróttir samhliða skóla. Þá segir Ellert að áhugi hans á hlaupaíþróttinni hafi kviknað eftir að mamma hans, Guðbjörg Jónsdóttir, hafi smitað hann af „hlaupabakteríunni“. Ellert stundaði grunnnám í arki- tektúr í Listaháskóla Íslands en hélt svo út til Stokkhólms í meistaranám og útskrifaðist nú í júní. Hann vinnur nú sem arkitekt hjá Trípólí arki- tektum og segir það frábært að hafa fengið vinnu strax eftir að hafa lokið framhaldsnáminu en hann starfaði einnig hjá Trípólí eftir grunnámið. Ellert byrjaði að hlaupa árið 2016 til að hreinsa hugann eftir langa skóladaga. „Árið 2016 byrjaði ég eitthvað smá að hlaupa. Þá var ég í Listaháskólanum og ég hafði svo lítinn tíma af því það var svo mikið að gera í skólanum og þetta var svo góð hreyfing að fara út að skokka og hreinsa hugann eftir að hafa verið í skólanum allan daginn,“ segir hann. „Hef bara ekki stoppað síðan“ Þá segir Ellert það vera móður sinni að þakka að hann hafi farið að hlaupa af fullum krafti. „Móðir mín, sem hefur nú hjálpað mörgum á Suðurnesjum að byrja að hlaupa, ákvað að skrá sig í Berlínarmara- þonið áramótin 2018–2019. Það er svona „lottery“ hvort maður komist inn. Hún spyr mig hvort hún ætti ekki að skrá okkur bæði, ég vissi svo sem ekki hverju ég var að segja já við en sagði samt sem áður: „Jú, jú. Gerðu það bara.“ Nema hvað, svo komumst við inn en hún hafði áður reynt að komast inn án árangurs,“ segir Ellert og bætir við: „Ég hugsaði með mér: „Ef ég er að fara að hlaupa maraþon, þá er kannski betra að æfa eitthvað fyrir það.“ Ég bjó í bænum á þessum tíma og byrjaði að æfa með hlaupahópnum Valur skokk sem var frábær reynsla og eignaðist ég marga góða vini þar. Markmiðið var að æfa fyrir Berlínarmaraþonið sem var í september 2019 og hef ég í raun bara ekki stoppað síðan.“ Aðspurður hvernig það sé að deila áhugamáli með móður sinni segir hann: „Það er mjög skemmtilegt! Upprunalega var planið að fylgja mömmu í Berlínarm- araþoninu en svo komst ég að því að ég gæti hlaupið hraðar og setti mig þá í samband við Arnar Pétursson sem setti upp sérhæft prógram fyrir mig til að undirbúa mig fyrir Berlín. Það gekk mjög vel og hef ég notið að- stoð hans fyrir stærri keppnir síðan þá. Þó að keppnishraðinn hjá okkur mömmu sé ekki sá sami þá tökum við nú alveg rólegt skokk saman og spjöllum. Hún er líka einn af mínum helstu stuðningsmönnum og lætur sig ekki vanta á hliðarlínuna til að hvetja mig áfram.“ Ekkert jafnast á við hlaup eftir erfiðan dag Auk þess að hlaupa og vinna sem arkitekt tekur Ellert að sér smíða- verkefni á sumrin en hann er einnig menntaður smiður. Í sumar hefur hann hlaupið í kringum 60–80 kíló- metra á viku. „Ég væri að hlaupa fleiri kílómetra en í sumar er ég búinn að vera á fullu að smíða. Það er líkamleg vinna og maður þarf að taka það inn í hlaupabókhaldið. Það er ekki það sama og vera í skrif- stofuvinnu og að vera að smíða allan daginn,“ segir Ellert. Hann segir ekkert jafnast á við að fara út að hlaupa eftir langan og erfiðan dag. „Líkamlega heldur þetta mér í formi en andlega þá eru hlaupin mitt „therapy“. Ef það var erfiður dagur í vinnunni eða ef það er mikið búið að vera í gangi í hausnum á mér þá jafnast ekkert á við að fara út að hlaupa í náttúrunni. Það gefur mér innri ró að fara út og fá að „pústa“ aðeins,“ segir hann. Aðspurður hver besta minning hans frá hlaupi sé segir hann: „Það eru einhvern veginn þessi stóru hlaup sem maður hefur tekið þátt í sem eru manni alltaf minnisstæð. Í Berlín 2019, eftir 41 kílómetra eða þegar það er einn kílómetri eftir, þá er hlaupið í gegnum Brandenborgar- hliðið. Þetta er sögulegt hlið og það var töfrandi stund að hlaupa þar í gegn. Svo stendur Laugavegurinn 2020 líka upp úr, að koma í mark í Húsadal var alveg geggjuð tilfinning.“ Hleypur til styrktar Krafts Ellert mun hlaupa 42,2 km í Reykja- víkurmaraþoni Íslandsbanka sem er haldið næstu helgi. Hann ætlar að hlaupa til styrktar Krafts, stuðn- ingsfélags fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstand- endur, en hann hefur hlaupið fyrir fé- lagið síðan 2017. „Sigfinnur Pálsson, frændi minn og jafnaldri, lést úr krabbameini árið 2010. Í framhaldi af því hefur fleira fólk í kringum mig greinst og hefur fengið frábæra að- stoð frá Krafti. Mér finnst starf fé- lagsins og skilaboðin líka bara vera svo flott: „Lífið er núna.“ Það gleður mig að geta hjálpað öðrum með því að gera það sem ég elska. Að hlaupa. Ég hleyp fyrir Sigfinn frænda og alla þá sem hafa, eru og munu nokkurn tímann þurfa að berjast við krabba- mein,“ segir Ellert. „Ég er búinn að vera með hugann við þetta [maraþonið] í vetur og var að æfa úti í Stokkhólmi. Það er ynd- islegt að vera þar, margar skemmti- legar hlaupaleiðir og mikið skóglendi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og ég er virkilega spenntur fyrir helginni. Það verður gaman að fá að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu eftir þriggja ára hlé,“ segir Ellert. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Í Berlín 2019, eftir 41 kílómetra eða þegar það er einn kílómetri eftir, þá er hlaupið í gegnum Brandenborgarhliðið. Þetta er sögulegt hlið og það var töfrandi stund að hlaupa þar í gegn . . . Ellert við Gosstöðvarnar í Meradölum 2022. Úr einkasafni Með mömmu í markinu á Reykjavíkurmaraþoninu 2019 (hálf-maraþon). Úr einkasafni Ellert, með íslenska fánann á brjóstinu, hleypur í gegnum í Brandenborgarhliðið í Berlinarmaraþoninu 2019. Mynd tekin af skipuleggjundum hlaupsins 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.