Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Makríll tekinn að veiðast á ný Það er svo margt skrítið sem gerist. Fyrir rúmum tíu árum síðan fór makríll að veiðast við landið og þá að mestu í Faxaflóanum og við Keflavík. Veiðarnar jukust ár frá ári þangað til árið 2020 þegar að enginn makríll kom, og árið 2021 var heldur enginn makríll. Núna í júlí, þegar að strandveiði- tímabilið var lokið, voru nokkrir handfærasjómenn sem ákváðu að fara að veiða ufsann sem hefur gengið vel. Einn af þeim var Magni Jóhannsson fyrrum skipstjóri á Breka KE. Hann kláraði strand- veiðitímabilið og fór einn róður á ufsann og kom með um 2,7 tonn í land. Hann hafði tekið eftir því að hann varð var við makríl og því ákvað hann að prófa hvort það væri makríll í veiðanlegu magni og jú, það reyndist vera. Hann kom með 2,7 tonn í land og í kjölfarið þá fjölgaði bátunum sem á makríl eru og hefur veiðin hjá þeim verið nokkuð góð. T.d. Birna BA með 11,3 tonn í sex róðrum, Svala Dís KE 10 tonn í fimm róðrum, Tjúlla GK 22,5 tonn í sex róðrum og mest fimm tonn, Sigrún SH (sem áður var Addi Afi GK) 4,2 tonn í þremur róðrum, Stakasteinn GK 1,5 tonn í tveimur, en um borð í þeim báti er Hjörtur Jóhannsson sem er bróðir Magna, og síðan Jói BA með 1,1 tonn. Ragnar Alfreðs GK 4,2 tonn í tveimur róðrum en auk þess var báturinn með 5,3 tonn í einni löndun af ufsa. Auk þessara báta hefur einn bátur frá Ólafsvík veitt makríl og er það Júlli Páls SH sem er með 13,6 tonn í fjórum róðrum. Semsé makríllinn er kominn aftur í einhverju mæli þó enginn mokveiði sé en samt einhver veiði. Bátunum sem eru að eltast við ufsann á handfærin hefur fjölgað mjög mikið og hefur þeim gengið ansi vel. Lítum á nokkra; t.d. Addi Afi GK með 11 tonn í tveimur róðrum, Margrét GK 11 tonn í þremur róðrum, Sunna Líf GK 4,8 tonn í einum, Sara ÍS 3,7 tonn í einum, Guðrún GK 90 10 tonn í þremur róðrum, Sindri GK 4,5 tonn í einum, Von GK 3,3 tonn í einum, Snorri GK 7,5 tonn í þremur róðrum og Arnar ÁR 5,8 tonn í þremur. Allir þessir bátar voru að landa í Sand- gerði. Dragnótabátunum hefur fjölgað aðeins því að Nesfiskbátarnir eru komnir af stað og Ísey EA er líka komin á veiðar og hefur veiðin verið nokkuð góð. T.d. Siggi Bjarna GK með 70 tonn í fimm róðrum og mest 35 tonn, Sigurfari GK 56 tonn í fjórum og mest 31 tonn, Ísey EA 9,1 tonn í tveimur og Benni Sæm GK 7,8 tonn í tveimur. Allir að landa í Sandgerði. Nú má segja að þeir fáu neta- bátar sem róa frá Suðurnesjum séu komnir á veiðar. Tveir bátanna eru að eltast við ufsann; Grímsnes GK sem er kominn með 85 tonn í fimm róðrum og Erling KE 39 tonn í fjóðrum róðrum. Maron GK er kominn með 38 tonn í tíu róðrum og Halldór Afi GK 18 tonn í níu róðrum báðir í Keflavík/Njarðvík og þarna uppistaðan þorskur. Einn netabátur er í Grindavík og er það Hraunsvík GK sem er með 14 tonn í fimm róðrum og af því var þorskur 9 tonn hitt var mjög blandaður afli sem Hraunsvík GK var með. aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Undirbúningur fyrir Ljósanótt er í fullum gangi og gengur vel. Hefð- bundin dagskrá verður á hátíðinni í ár. Kjötsúpa, heimatónleikar, Ljósanæturball, myndlistarsýningar og hin ýmsu atriði verða á sínum stað rétt eins og áður. Þó verða gerðar breytingar hvað varðar setningu Ljósanætur en hún mun fara fram fimmtudaginn 1. septem- ber klukkan 10:30 í Skrúðgarðinum og munu tveir árgangar, þriðji og sjöundi bekkur, úr hverjum skóla taka þátt í setningunni. Hver og einn skóli mun einnig hafa viðburð, hver í sinni útfærslu, á föstu- deginum í tilefni Ljósanætur. Guðlaug María Lewis, menningar- fulltrúi Reykjanesbæjar, segir það vera fyrirkomulag sem er komið til að vera ef tekst vel til. „Við erum orðinn svo stór bær og það var orðið alveg risa mál að ferja öll börn bæj- arins að Myllubakkaskóla. Tvö eða þrjú síðustu skipti hefur þetta verið á eftirmiðdegi í Skrúðgarðinum. Nú ætlum við að taka aftur upp gamla þráðinn nema með færri börnum,“ segir Guðlaug eða Gulla eins og hún er oftast kölluð. Hi n i r ý msu v iðb u rði r og skemmtun verður í boði um allan bæ. Árgangagangan er meðal þeirra við- burða sem verða á sínum stað eins og áður, enda einn af hápunktum hátíðarinnar. Þá verður einnig boðið upp á kjötsúpu, flugeldasýning og at- riði sýnd á stóra sviðinu við Hafnar- götu. Þau eru ekki af verri endanum í ár en á laugardeginum munu Vök, Flott, Birnir og Bubbi Mort- hens halda uppi stuðinu. Listir og menning er stór partur af upplifun margra á Ljósanótt. Duus safnahús munu bjóða upp á áhugaverðar sýningar. Þá verður listasýningin Sporbaugur/Ellipse á sínum stað í Listasafni Reykjanesbæjar en sýn- ingin var gerð sérstaklega fyrir rými safnsins. Auk þess mun Byggðasafn Reykjanesbæjar opna sýninguna Hér sit ég og sauma fimmtudaginn 1. september kl. 18 í Duus safnahúsum en sýningaropnunin er hluti af dag- skrá Ljósanætur. Aðspurð hvernig undirbúning- urinn fyrir hátíðina gengur segir Gulla: „Það er bara allt að frétta, allt á fullu. Undirbúningi miðar vel áfram, við erum að vinna að full- búinni hátíð eins og við þekkjum. Með dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags og undirbúningur fyrir alla okkar föstu liði eru í gangi. Svo erum við að vonast eftir góðri þátt- töku frá íbúum og öðrum. Þetta er svolítið þannig að við búum til umgjörðina í kringum hátíðina og svo þarf fólk að fylla upp í með ein- hverjum skemmtilegum viðburðum.“ Bæjarbúar hjálpast að við að gera góða hátíð enn betri Miðasala á Heimatónleikana, sem haldnir eru í heimahúsum í Gamla bænum fór fram 12. ágúst og seldust allir miðar upp á örskotsstundu enda mikið af flottu listafólki sem mun koma fram. Heimatónleikarnir verða nú haldnir í sjötta skiptið og má segja að tónleikarnir séu meðal þeirra viðburða sem hafi slegið ræki- lega í gegn á síðustu árum. Guðný Kristjánsdóttir er meðal þeirra sem standa að viðburðinum og segir hún það ánægjulegt að sjá hve mikill áhugi ríkir meðal bæjarbúa á við- burðinum. „Við fórum með 650 miða í sölu og það er skemmst frá því að segja að þeir fóru á örfáum mínútum, sem er frábært,“ segir Guðný. Í upp- hafi voru heimatónleikarnir aðeins haldnir í örfáum húsum í Gamla bænum en á síðustu árum hefur það undið upp á sig. Guðný segir við- burði eins og heimatónleikana skapa jákvæða umræðu um samfélagið okkar. „Þetta er hörku vinna og við erum ekki að hagnast neitt á þessu þegar búið er að greiða listamönnum og borga fyrir hljóðkerfi og annað. Mér finnst frábært að fólk sé tilbúið að opna heimili sín fyrir bæjarbúum og þetta hefur gengið svo vel. Fólk hefur sýnt kurteisi, það gengur vel um og listamönnunum finnst þetta Allt á fullu fyrir Ljósanótt líka alveg ótrúlega skemmtilegt „con- cept“. Þetta er bara svo jákvætt og skapar jákvæða umræðu fyrir sam- félagið okkar,“ segir hún. Gulla hefur þetta að segja um heimatónleikana: „Það er svona íbúa verkefni, eitthvað sem ekki er á vegum okkar [bæjarins]. Það væri gaman að sjá meira af svona, að fólk taki sig saman og búi eitt- hvað skemmtilegt til. Það er einmitt verið að búa til nýtt svona verkefni núna, mér finnst það vera ótrúlega spennandi viðbót.“ Hér vitnar Gulla í viðburðinn Í Holtunum heima sem mun fara fram í „Holta hverfinu,“ þó með aðeins öðruvísi sniði en heima- tónleikarnir. Viðburðurinn er nýr af nálinni en um er að ræða útitónleika sem haldnir verða föstudagskvöldið 2. september á opnu svæði milli Há- holts og Lyngholts í Keflavík. Fram koma Suðurnesjabandið Midnight Librarian, Herbert Guðmundsson og Bjartmar og Bergrisarnir. Miðasala á viðburðinn fer fram á tix.is og byrjar þann 18. ágúst og eru 500 miðar í boði. Birgir Már Bragason, oftast kallaður Biggi, er einn af skipuleggj- endum viðburðarins. Hann segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Það er allt eitthvað svo jákvætt við þetta. Það eru allir tilbúnir að hjálpa og það er allt að smella,“ segir Biggi. Þá segir hann hugmyndina að tónleikunum hafa kviknaði á góðra vina fundi. „Við vinirnir hittumst oft í skúrunum hjá hvor öðrum og tökum smá spjall. Einn daginn barst þetta flotta svæði í Holtinu til tals og okkur datt í hug að halda eitthvað svona bara fyrir okkur hópinn. Svo með tímanum og umræðunni ákváðum við að fara alla leið og halda tónleika og þar með bæta í Ljósanætur-flóruna. Það er alltaf verið að tala um að það mætti bæta við viðburðum og færa hátíðina meira inn í bæjarfélagið, svo okkur fannst þetta bara tilvalið,“ segir Birgir. Aðspurður hvernig fólkið í kringum hann sé að taka í þessa nýjung segir hann: „Bara ótrúlega vel! Það kemur verulega á óvart, við vissum náttúrulega ekkert hvað við værum að fara út í en viðbrögðin og undirtektirnar hafa verið frábærar,“ segir hann. Í samtali blaðamanns VF við Guðnýju barst þessi nýi við- burður til tals og hafði hún þetta að segja um hann: „Það er geggjað að einhverjir aðrir séu að gera þetta líka. Við fögnum því að fleiri hverfi séu að koma inn í þetta og hver veit nema þetta gæti endað á einhverju samstarfi milli hverfa.“ 6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.