Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 15
Logi Íslandsmeistari í höggleik
í flokki 19–21 árs
Íslandsmót unglinga í höggleik fór fram hjá Golfklúbbi Setberg (GSE)s og
Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) um síðustu helgi þar sem Logi
Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja (GS), lék afburðagott golf og
stóð að lokum uppi sem sigurvegari í aldursflokki 19–21 ára.
Allir bestu kylfingar landsins í þessum aldursflokki tóku þátt í mótinu en
Logi lék stöðugt golf og leiddi mótið frá fyrsta degi. Hann hafði sex högga for-
ystu þegar níu holur voru eftir af lokahringnum en Hjalti Hlíðberg Jónasson
(GKG) sótti hart að Loga og lék síðustu tólf holurnar á fjórum undir pari.
Þeir tveir voru saman í ráshópi og þegar komið var á lokaholu var Logi
með eitt högg í forskot. Hjalti sló innáhöggið á 18. holuna á undan Loga og
setti innan við tvo metra frá pinna. Logi sýndi stáltaugar og svaraði með
frábæru innáhöggi sem endaði um fet frá holu og tryggði honum fyrsta Ís-
landsmeistaratitil sinn.
ARNÓR INGVI TIL NORRKÖPING Í SVÍÞJÓÐ
„Ég er mjög sáttur og hlakka til að
spila aftur með Norrköping,“ segir
Arnór Ingvi Traustason en hann
var kynntur sem nýr leikmaður hjá
sænska knattspyrnufélaginu Norr-
köping í gær. Hann átti frábæra tíma
hjá félaginu 2014–2016 og var lykil-
maður hjá liðinu þegar það vann tvö-
falt, deild og bikar árið 2015.
Arnór Ingvi lék síðast í Boston í
Bandaríkjunum með New England
en þangað kom hann 2021 eftir að
hafa orðið Svíþjóðarmeistari með
Malmö 2020. Þar á undan lék Suð-
urnesjamaðurinn með AEK í Aþenu
í Grikklandi, var hjá Rapid Vín 2016–
2017 en þangað kom hann frá IFK
Nörrköping – þangað sem leið hans
liggur aftur.
„Nú er kominn tími til að snúa
aftur og gefa til baka. Ég á margar
góðar minningar frá veru minni hjá
félaginu áður og vonast til að styrkja
liðið á nýjan leik,“ segir Arnór Ingvi á
heimasíðu félagsins.
Arnór og félagar í Norrköpin fagna sænska meistaratitlinum árið 2015.
Mynd: Joakim Blomqvist
Erna Ósk og Dzana Crnac með U16 á EM í körfubolta
U16 ára landslið stúlkna í körfubolta
er haldið af stað til Podgorica, höfuð-
borgar Svartfjallalands, þar sem
EM 2022, FIBA European Cham-
pionship, mun fara fram næstu daga.
Þær Džana Crnac frá Njarðvík og
Erna Ósk Snorradóttir frá Keflavík
eru meðal þeirra stúlkna sem munu
spila með liðinu á mótinu.
Stelpurnar leika í B-deild Evrópu-
mótsins en Ísland hefur leik í C-riðli
og leika gegn Svíþjóð, Úkraínu, Sviss
og Ísrael áður en leikið verður um
sæti en keppni hefst á fimmtudaginn
í öllum riðlum.
Landslið U16 stúlkna á EM 2022:
Anna Katrín Víðisdóttir, Hrunamenn
Anna Margrét Hermannsdóttir, KR
Anna María Magnúsdóttir, KR
Díana Björg Guðmundsdóttir, Aþena
Dzana Crnac, Njarðvík
Erna Ósk Snorradóttir, Keflavík
Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, KR
Ísold Sævarsdóttir, Stjarnan
Karólína Harðardóttir, Stjarnan
Kristjana Mist Logadóttir, Stjarnan
Matilda Hjördísardóttir, Fjölnir
Victoría Kolbrúnard., Skallagrímur
Njarðvíkingurinn Dzana Crnac í leik með landsliði Íslands. Mynd af Instagram
Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá öllum
leikjum á mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar: www.fiba.basket-
ball/europe/u16bwomen/2022/
GRINDVÍKINGAR OG GOSIÐ
Hjóluðu á handafli
að eldgosinu
Ljúfir tónar
úr skógarrjóðri
í Háabjalla
Hvað segja heimamenn um gosið í bakgarðinum?
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 15