Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.08.2022, Blaðsíða 11
Skráning í mataráskrift hefst 22. ágúst kl. 9.00. Skráning fer fram á www.skolamatur.is Netfang: skolamatur@skolamatur.is I Sími 420-2500 @skolamatur @skolamatur_ehf SKÓLI, ÞINGHÚS OG SAMKOMUHÚS Skólahús hafa ávallt verið öðrum þræði samkomuhús síns byggðarlags. Það voru Suðurkotsskóli, Brunn- astaðaskóli, Vatnsleysuskóli – og síðan Stóru-Vogaskóli, en samkomu- og matsalur skólans frá 2005 er jafn- framt aðalsamkomusalur bæjarins. Skólinn var frá upphafi einskonar miðstöð sveitarinnar. Þar voru haldnir fundir, kosningar, fyrirlestrar og skemmtanir. Fyrstu áratugina var allur póstur sendur þangað, svo börnin gætu farið með hann heim til sín. Skólahúsið og tilheyrandi jörð var þó í upphafi ekki eign sveitar- sjóðs heldur sérstaks skólasjóðs, sem var undir stjórn skólanefndar sem presturinn veitti forstöðu, og sveitarsjóður tók óverulegan þátt í skólakostnaði. Lestrarfélagið Baldur var stofnað á tíma Stefáns Thorarensen og hefur lengstum verið í skólahúsinu í Brunnastaðahverfi og nú í Vogum. Þegar Ólafur Guðjónsson, kennari, fékk berkla 1909 var bókunum pakkað niður og kassarnir ekki opnaðir í marga áratugi, af ótta við smit. Nú er vel búið að bókasafninu í Stóru-Vogaskóla og þjónar það jafnt skólanum og íbúunum. Fyrsta ungmennafélag landsins var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 1906. Ári síðar voru landssamtök ungmennafélaganna á Íslandi, UMFÍ, stofnuð á Þingvöllum undir kjör- orðinu Ræktun lýðs og lands. Egill Hallgrímsson var við nám í Flens- borgarskóla 1906–1907 og kynntist þar uppvaxandi ungmennahreyf- ingu. Hann dvaldi í Vogum næsta vetur og stofnaði 1908, ásamt nokkrum ungum mönnum, Ung- mennafélag Vatnsleysustrandar, sem fékk aðsetur í barnaskólahúsinu og greiddi fyrir það leigu, allt upp í 20 kr. á ári. Haldnir voru fundir, fyrirlestrar, skemmtanir, söngur, glímur, Möllersæfingar, gefið út handskrifaða blaðið Vöggur, hlúð að Lestrarfélaginu og það notað, gróðursett tré o.m.fl. Meðal forkólfa félagsins, auk Egils, voru kennarnir Ólafur Guðjónsson, Ingvar Gunn- arsson og Kristmann Runólfsson. Einnig má nefna Árna Klemens Hall- grímsson sem síðar varð lengi hrepp- stjóri og skólanefndarformaður. Fé- lagið var í U.M.F.Í., átti fulltrúa á fjórðungsþingum og starfaði í u.þ.b. áratug. Eftir að það lagðist af héldu áfram glímuflokkur og söngflokkur og líklega einnig leikfélag sem stóð fyrir sýningum 1920 og 1922. Stúkur voru lengi starfræktar í skólahúsinu. Díana, nr. 30, starfaði 1896–1902, með allt að 60 félaga! Lögberg nr. 146 starfaði 1907–1911. Ströndin nr. 211 starfaði 1926–1932 og var Viktoría skólastjóri þar stór- templar. Hún hafði mikinn áhuga á bindindismálum og stofnaði barna- stúkuna Ársól nr. 84 árið 1926 (sjá mynd af skírteini frá því ári), sem starfaði undir verndarvæng Vikt- oríu þar til hún lét af störfum 1952. Guðrún Lovísa (f. 1922) segir: „..var ég varaforseti, ... já varatemplar og sat fyrir framan Viktoríu, ... hún var við púltið ... og svo var æðsti drótt sem var og voða spennandi, allir með fína kraga, alveg niður á maga. En þetta var svo mikið fallegt allt saman. ...Við sungum bæði þegar við komum og fórum og svo var nú lesið sögur og segja okkur bara eitt- hvað og svo fórum við stundum bara út í leiki. Hún var bara besti foringi.“ Ása Árnadóttir var einnig í stúkunni og tekur undir lýsingar Guðrúnar Lovísu. Á neðri myndinni stendur fólk úr stúkunum Ströndinni og Ársól undir vegg Suðurkotsskóla 1936. N ú v e r a n d i ungmennafélag, Þ r ó t t u r , v a r stofnað 1932 og kvenfélagið Fjóla 1925. Þau fengu inni í skólahúsinu í Suðurkoti (sem þá var orðið hrör- legt) og í Vatnsleysuskóla, uns félögin byggðu sérstakt samkomuhús 1933, sem fékk nafnið Kirkjuhvoll. Þar var yngstu börnunum kennt um tíma og einnig ungmennakennsla á vegum Þróttar á árunum 1934–1939. Skátafélagið Vogabúar var stofnað um 1960 og starfaði um árabil, lítið eitt í skólahúsinu en meira í heima- húsum og úti við. Heimildir: Grein Egils Hallgrímssonar í Skinfaxa 1948, um Ungmennafélag Vatnsleysustrandar. Bók Guðm. Björgvins: Mannlíf og mannvirki. Ágrip af sögu Vatnsleysustrandarhrepps 1872–1982, í Faxa. Reikningar skólasjóðs. Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 30. ÞÁTTUR ti m ar it .is Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a f r á 1 9 8 0 o g t i l d a g s i n s í d a g e r u a ð g e n g i l e g á timarit.is Leynast grænir frumkvöðlar framtíðar í þínum skóla? Grænir frumkvöðlar framtíðar (GFF) er fræðsluverkefni hjá Matís sem ætlað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er opið öllum skólum landsins og hefur Matís opnað fyrir skráningar fyrir skólaárið 2022–2023. Verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar fór í fyrsta sinn fram á síðasta skólaári með glæsilegum árangri. Tilgangur GFF er að vekja áhuga og efla þekkingu barna á loftslags- og umhverfismálum í þeim tilgangi að virkja þau til baráttunnar gegn loftslagsvánni og hvetja þau til grænnar nýsköp- unar, vel tókst til á síðasta skólaári og var markmiðum svo sannarlega náð. Verkefnið fer fram í skólum undir leiðsögn kennara og hægt er að staðfæra verkefnin eftir þörfum hvers og eins skóla. Verkefninu er skipt í fjórar vinnustofur, vett- vangsheimsóknir og MAKEathon. Vinnustofurnar innihalda fræði- lega umfjöllun og verkefni, vett- vangsheimsóknirnar í sjávarút- vegsfyrirtæki og MAKEathonið er nýsköpunarkeppni. Eftir vinnusaman vetur síðast- liðið skólaár var hápunktinum náð í MAKEathon nýsköpunar- keppni skólanna, þar valdi hver þátttökuskóli, Nesskóli í Nes- kaupstað, Árskóli á Sauðárkróki og Grunnskóli Bolungarvíkur sitt framlag til landskeppni Grænna frumkvöðla framtíðar. Úrslitin voru kynnt í Nýsköpunarvikunni. Verkefnið heppnaðist vel og voru nemendur, kennarar og verkefna- stjórar ánægðir með árangurinn. Áhugasamir kennarar og skólar eru hvattir til að skrá sig til leiks fyrir skólaárið 2022–2023 með því að smella hér í rafrænni út- gáfu Víkurfrétta (https://forms. gle/r7oGuuR18HZ3qAvQ8). Skráning er ekki bindandi og því mega þeir sem eru forvitnir endi- lega skrá sig líka. Einnig er hægt að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins Justine Vanhalst í netfang justine@matis.is ef ein- hverjar spurningar vakna. Græna frumkvöðla framtíðar má einnig finna á heimasíðunni graenir- frumkvodlar.com og á samfélags- miðlum. Rafrænn upplýsingafundur verður haldinn þann 18. ágúst næstkomandi, klukkan 13-13:30. Þar verður farið yfir alla fleti verk- efnisins og fólki gefinn kostur á að spyrja spurninga, nánari upplýs- ingar um fundinn eru sendar við skráningu. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.