Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 3
volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt VH /2 2- 03 GARÐHÚS 4,7m² 34 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 45% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöð- var Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400. HAUSTTILBOÐ Rýmingarsala · Allt á að seljast! 20% afsláttur af öllum garðhúsum og 15% afsláttur af völdum gestahúsum á meðan birgðir endast. Takmarkað magn · Ekki missa af þessu · Fyrstur kemur fyrstur fær www.volundarhus.is „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og framar björt­ ustu vonum. Ég er ánægð með þetta og stolt af okkar fólki,“ segir Sig­ ríður Pálína Arnar­ dóttir, apótekari í Reykjanesapó­ teki, sem var að opna sitt annað apótek á Fitjum í Reykjanesbæ. Á Fitjum er Magdalena Margrét Jóhannsdóttir lyfjafræðingur apó­ tekarinn en Sigríður Pálína er apó­ tekarinn á Hólagötunni. Í Reykjanesapóteki á Fitjum verða sömu gildi og á Hólagötunni. Þar verða lífrænar vörur í boði. „Við höfum alla tíð reynt að vera um­ hverfisvæn, flokkað og endurunnið og með grænt bókhald. Þá reynum við að bjóða vörur með góð inni­ haldsefni og eru náttúruvæn. Við verðum með lyfjafræðilega ráð­ gjöf og lyfjastoð á Fitjum en fyrst og fremst ætlum við að veita góða þjónustu,“ segir Sigríður Pálína apó­ tekari í samtali við Víkurfréttir. „Við erum að gera þetta saman. Ég hafði persónulega alveg nóg að gera þegar leitað var til mín með opnun apóteks á Fitjum eftir að apótekið sem þar var fyrir flutti. En ég ræddi þetta við fólkið mitt en við erum fjórir lyfjafræðingar og fjórir lyfja­ fræðinemar hjá Reykjanesapóteki. Þau voru spennt fyrir þessu verk­ efni og því var ákveðið að láta slag standa á þessum forsendum, að við erum í þessu öll saman,“ segir Sig­ ríður Pálína. Reykjanesapótek hefur getið sér gott orð á Suðurnesjum fyrir framúr­ skarandi þjónustu og það er alkunna að Sigríður Pálína hefur verið að opna apótekið á öllum tímum sólar­ hringsins til að aðstoða fólk sem nauðsynlega hefur þurft að fá lyf utan hefðbundins opnunartíma apó­ teksins. Sú þjónusta verður áfram og vaktsíminn er í Reykjanesapóteki á Hólagötu þar sem opnunartíminn er einnig lengri en í apótekinu á Fitjum. Sigríður Pálína fagnar opnuninni á Fitjum og segir að hún létti ákveðnu álagi af apótekinu á Hólagötu. Þá geti lyfjafræðingar Reykjanes apóteks einnig haldið áfram að veita góða þjónustu og farið að sinna betur hugðarefnum. „Það er verkefni á vegum Alþjóða­ heilbrigðisstofnunarinnar og Land­ læknis um lyf án skaða og okkur langar að taka þátt í því. Verkefnið er um að fólk noti lyfin sín rétt, hvaða milliverkanir eru og að það sé ekki verið að ofnota lyf og að lyfja­ gjöf sé rétt,“ segir Sigríður Pálína Arnardóttir í Reykjanesapóteki að endingu. „Erum í þessu öll saman“ – Reykjanesapótek nú líka á Fitjum í Reykjanesbæ Það var nóg að gera hjá starfsfólkinu í Reykjanesapóteki á Fitjum á opnunardaginn. Það var þó stund til að stilla sér upp í eins og eina ljósmynd fyrir Víkurfréttir með blómahafið frá ánægðum viðskiptavinum í baksýn. VF-myndir: Hilmar Bragi Reykjanesapótek á Fitjum er bæði rúmgott og bjart. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.