Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 3
volundarhus.is · Sími 864-2400
GARÐHÚS 14,5 m²
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
VH
/2
2-
03
GARÐHÚS 4,7m²
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
GARÐHÚS 4,4m²
GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs
GARÐHÚS 9,7m²
45% afsláttur
af flutningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustustöð-
var Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
Nánari upplýsingar
á heimasíðu okkar
volundarhus.is
og í síma 864-2400.
HAUSTTILBOÐ
Rýmingarsala · Allt á að seljast!
20% afsláttur af öllum garðhúsum og
15% afsláttur af völdum gestahúsum á meðan birgðir endast.
Takmarkað magn · Ekki missa af þessu · Fyrstur kemur fyrstur fær
www.volundarhus.is
„Viðtökurnar hafa
verið mjög góðar
og framar björt
ustu vonum. Ég er
ánægð með þetta
og stolt af okkar
fólki,“ segir Sig
ríður Pálína Arnar
dóttir, apótekari í Reykjanesapó
teki, sem var að opna sitt annað
apótek á Fitjum í Reykjanesbæ.
Á Fitjum er Magdalena Margrét
Jóhannsdóttir lyfjafræðingur apó
tekarinn en Sigríður Pálína er apó
tekarinn á Hólagötunni.
Í Reykjanesapóteki á Fitjum
verða sömu gildi og á Hólagötunni.
Þar verða lífrænar vörur í boði. „Við
höfum alla tíð reynt að vera um
hverfisvæn, flokkað og endurunnið
og með grænt bókhald. Þá reynum
við að bjóða vörur með góð inni
haldsefni og eru náttúruvæn. Við
verðum með lyfjafræðilega ráð
gjöf og lyfjastoð á Fitjum en fyrst
og fremst ætlum við að veita góða
þjónustu,“ segir Sigríður Pálína apó
tekari í samtali við Víkurfréttir.
„Við erum að gera þetta saman. Ég
hafði persónulega alveg nóg að gera
þegar leitað var til mín með opnun
apóteks á Fitjum eftir að apótekið
sem þar var fyrir flutti. En ég ræddi
þetta við fólkið mitt en við erum
fjórir lyfjafræðingar og fjórir lyfja
fræðinemar hjá Reykjanesapóteki.
Þau voru spennt fyrir þessu verk
efni og því var ákveðið að láta slag
standa á þessum forsendum, að við
erum í þessu öll saman,“ segir Sig
ríður Pálína.
Reykjanesapótek hefur getið sér
gott orð á Suðurnesjum fyrir framúr
skarandi þjónustu og það er alkunna
að Sigríður Pálína hefur verið að
opna apótekið á öllum tímum sólar
hringsins til að aðstoða fólk sem
nauðsynlega hefur þurft að fá lyf
utan hefðbundins opnunartíma apó
teksins. Sú þjónusta verður áfram og
vaktsíminn er í Reykjanesapóteki á
Hólagötu þar sem opnunartíminn er
einnig lengri en í apótekinu á Fitjum.
Sigríður Pálína fagnar opnuninni á
Fitjum og segir að hún létti ákveðnu
álagi af apótekinu á Hólagötu. Þá geti
lyfjafræðingar Reykjanes apóteks
einnig haldið áfram að veita góða
þjónustu og farið að sinna betur
hugðarefnum.
„Það er verkefni á vegum Alþjóða
heilbrigðisstofnunarinnar og Land
læknis um lyf án skaða og okkur
langar að taka þátt í því. Verkefnið
er um að fólk noti lyfin sín rétt,
hvaða milliverkanir eru og að það sé
ekki verið að ofnota lyf og að lyfja
gjöf sé rétt,“ segir Sigríður Pálína
Arnardóttir í Reykjanesapóteki að
endingu.
„Erum í þessu öll saman“
– Reykjanesapótek nú líka á Fitjum í Reykjanesbæ
Það var nóg að gera hjá starfsfólkinu í Reykjanesapóteki á Fitjum á opnunardaginn. Það var þó stund til að stilla sér upp
í eins og eina ljósmynd fyrir Víkurfréttir með blómahafið frá ánægðum viðskiptavinum í baksýn. VF-myndir: Hilmar Bragi
Reykjanesapótek á Fitjum er bæði rúmgott og bjart.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 3