Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Kristinn Arnar Sigurðsson opnaði nýverið fyrirtækið Stormbón við Grænásbraut 506 í bili nr. 107 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar annast hann öll almenn þrif á bílum, allt frá þvotti og bóni og upp í mössun og lakkvörn sem heldur gljáa á bílnum í um ár og jafnvel lengur með reglulegu viðhaldi á vörninni. Kristinn Arnar segir að mikil vinna sé lögð í bílaþrifin. Allt yfirborð og föls séu þrifin og efni borin á plast til að gera það svart og fái gljáa sem endist í nokkrar vikur. Þá séu bónefni í dag alltaf að verða betri og betri. Þau endist einnig lengur en algeng „bensín­ stöðvabón“. Kristinn Arnar segist fyrst og fremst hafa verið að hugsa til al­ mennings þegar hann stofnaði Stormbón, að geta boðið heima­ fólki upp á bílaþrif og góða þjón­ ustu. Hann bjóðist til að sækja bíla fyrir þrif og skila þeim glansandi flottum til baka. Hann bjóði upp á að bílar séu settir í áskrift og séu þá teknir reglulega í þrif og bón og áskrifendur njóti ákveðinna kjara. Frí þrif að utan eftir fimm skipti og frí alþrif í tíunda skipti. Einnig taki hann að sér að þrífa bíla fyrir fyrirtæki. Þannig fái hann t.a.m. núna bíla iðnaðarmanna um helgar og þrífi þá, þannig að menn hefji nýja vinnuviku á hreinum og fínum bílum. Tímapantanir má bóka í símum 612 4847 eða 661 7589. Einnig má senda póst á stormbon1922@ gmail.com. Stormbón með almenn bílaþrif og bón á Ásbrú Kristinn Arnar Sigurðsson opnaði nýverið fyrirtækið Stormbón við Grænásbraut 506 á Ásbrú. VF-mynd: Hilmar Bragi Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur skipað þá Friðjón Einarsson, Guðmund Björnsson og Grétar I. Guðlaugsson í byggingarnefnd Myllubakkaskóla. Auk þeirra er Kjartan Már Kjartansson, bæjar­ stjóri, skipaður í nefndina. Gissur Hans Þórðarson, verkefnastjóri, verður tengiliður við byggingar­ nefnd. Byggingarnefnd skal reglu­ lega leggja fram stöðuskýrslu um framgang verkefnisins mánaðarlega í samvinnu við bæjarstjóra. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar. Bæjarráð samþykkir einnig skipun stýrihóps verkefnisins, Gissur Hans Þórðarson, verkefnastjóri, Hlynur Jónsson, skólastjóri, og Guðlaugur Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis­ sviðs. Stýrihópur er framkvæmda­ aðili verkefnisins í samráði við bygg­ ingarnefnd. Bæjarráð samþykkir enn fremur framlagt frumkostnaðarmat, sem unnið var af OMR og ARKÍS vegna endur­ og nýbyggingar Myllubakka­ skóla og kynnt var í bæjarráði 4. ágúst 2022. Bæjarráð gerir einnig kröfu um 15% hagræðingu á frum­ kostnaðarmati verkefnisins og felur Regínu F. Guðmundsdóttur, fjár­ málastjóra, að vera eftirlitsaðili með fjárhagslegri framvindu verkefnisins. Bæjarráð samþykkir einnig framlögð frumdrög að teikningum skólans, sem jafnframt voru lögð fyrir bæj­ arráð 4. ágúst síðastliðinn. Bæjarráð óskar eftir tillögum að fjármögnun verkefnisins sem og áætluðu tímaplani frá bæjarstjóra og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2023–2026. Bæjarráð samþykkir ofangreint en Margrét A. Sanders, Sjálfstæðis­ flokki, situr hjá við afgreiðslu kostn­ aðarmats og á afgreiðslu frumdraga af teikningum. Tillaga Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, um að skipuð verði nefnd skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörnum fulltrúum auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ, var sam­ þykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarráðs. Hlutverk nefndarinnar er að skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ, meta áætlaða þörf og koma með tillögur að nýjum samningum sem verða síðan lagðir fyrir íþrótta­ og tómstundaráð til umsagnar. Bæjarráð telur því nauðsynlegt að endurskoða alla rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ með tilliti til þarfa íþróttahreyfingarinnar og um leið að skapa betri rekstrargrundvöll deilda. Um leið skal leita leiða til hagræðingar með auknu samstarfi deilda og félaga til að tryggja velferð og rekstur. Hlutverk nefndarinnar er því að skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ, meta áætlaða þörf og koma með tillögur að nýjum samningum sem verða síðan lagðir fyrir íþrótta­ og tómstundaráð til um­ sagnar. Lagt er til að nefndin verði skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörinna fulltrúa auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ. Skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ Samþykkja byggingarnefnd og stýrihóp Myllubakkaskóla Kjartan Már Kjartansson fyrir hönd Reykjanesbær og Steinþór Jónsson fyrir hönd KEF ehf. undirrituðu samstarfssamning á þriðjudag um endurbætur og nýtingu á Vatnsnes­ vegi 8, húsi sem sveitarfélagið fékk í dánargjöf frá Bjarnfríði Sigurðar­ dóttur árið 1974. Húsið hefur staðið að mestu ónotað um árabil. Ástand hússins er bágborið og komið er að margvíslegu viðhaldi að innan og utan. Í júlí 2020 auglýsti sveitarfélagið fasteignina að Vatns­ nesvegi 8 til leigu. Í auglýsingunni kom fram að húsið þarfnist verulegra og kostnaðarsamra endurbóta, bæði að utan og innan. Gert er ráð fyrir að leigutaki, í samráði við Reykjanesbæ, sjái um að framkvæma endurbætur á húsinu sem uppfylla ströngustu kröfur og greiði þannig leiguna, að hluta eða öllu leyti. Þann 30. ágúst 2020 óskaði Steinþór Jónsson eftir viðræðum við Reykjanesbæ varðandi mögu­ leika á langtímaleigu á fasteigninni að Vatnsnesvegi 8. Í erindi Steinþórs lýsir hann meðal annars væntingum sínum til þess að eiga samstarf við sveitarfélagið um uppbyggingu í og við húsið, samstarf um endurbætur og starfsemi í húsinu. Tillaga Stein­ þórs miðaði við að húsið yrði notað sem móttökusvíta, fundarherbergi eða sýningarsalur. Jafnvel kaffihús með léttum veitingum og gæti verið „Höfði“ Reykjanesbæjar þar sem stærri fundir og móttökur gætu farið fram. Nýting sem þessi myndi því samhliða geta verið lítið byggðasafn, sögusýning hússins sem og bæjar­ félagsins og annarra þátta sem myndu tengjast í tíma og rúmi. Í erindinu kemur fram að það sé vilji til að halda sögu hússins í heiðri og í þeim anda sem eigendur hússins höfðu í huga þegar þeir afhentu húsið til Keflavíkurbæjar. Öllum beri saman um að Vatnsnes hefur verið eitt glæsilegasta hús bæjarins og stað­ setning þess sé einstök. Að mati Stein­ þórs er mikilvægt að halda stílnum og þeim arkitektúr að mestu leyti eins og það var upprunanlega hannað og byggt. „Fjölskyldan mín hefur verið með starfsemi á móti þessu þekkta húsi nú þegar í tæp 50 ár, eða frá 13. febrúar 1972, og höfum því sterkar taugar til hússins og umhverfisins í heild. Því má segja að endurbætur á Vatns­ nesi er aðeins lítill hluti af þeirri framtíðarsýn sem við höfum fyrir svæðið í heild. Ég hef þegar viðrað hugmyndir að nýta Vatnsnesið fyrir framtíðarferðaþjónustu, þar sem húsið væri miðpunktur umhverfisins en í kring færi fram starfsemi sem myndi draga til sín innlenda og er­ lenda ferðamenn sem og bæjarbúa. Við sjáum fyrir okkur tengingu við sjávarleiðina og frekari útsýnissvæði frá Vatnsnesinu auk þess sem við teljum að Básvegurinn sjálfur eigi að vera hugsaður sem lifandi ferða­ mannaþjónusta og götulíf eins og best þekkist í öðrum bæjarfélögum á Íslandi. Því tengdu hefur undirritaður nú þegar verið í sambandi við aðila um að skoða möguleika á glæsilegri aðstöðu fyrir sjóböð og heitar laugar við básinn með einstöku útsýni yfir Faxaflóann og Bergið, í mikilli nálægð við flest stærstu gistihús og þjónustu bæjarins. Teikningar og hugmyndir þessu tengdu myndu koma á okkar umræðufundi.“ Með samstarfssamningnum geta loksins nauðsynlegar endurbætur farið fram á Vatnsneshúsinu og húsið tekið í notkun í kjölfarið. Samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var samhliða sam­ starfssamningnum verður KEF ehf., einkahlutafélag Steinþórs Jónssonar, eigandi að 49% hluta fasteignarinnar (mannvirki án lóðarréttinda). Kjartan Már Kjartansson bæjar­ stjóri, lýsti við undirritunina yfir ánægju sinni að þetta mál sem hefur í mjög langan tíma verið í óvissu sé nú komið í góðan farveg og Reykja­ nesbær bindi miklar vonir við að húsinu og gefendum þess verði nú sýnd sú virðing sem það/þau eiga skilið. Vatnsnesið fær þá sæmd sem það á skilið Guðlaugur H. Sigurjónsson og Kjartan Már Kjartansson frá Reykjanesbæ og hjónin Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir frá KEF ehf. undirrituðu samstarfssamning um Vatnsnesið. VF-mynd/pket KEF ehf. ætlar að nýta Vatnsnesið fyrir framtíðarferðaþjónustu og sér mikla möguleika við Básinn, m.a. sjóböð og heitar laugar við ströndina. 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.