Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2022, Side 9

Víkurfréttir - 12.10.2022, Side 9
Góðan dag og gleðilega hátíð. Mér var falið að segja nokkur orð um upphaf skólasögu okkar Garð- manna og það er mér bæði ljúft og skylt. Fyrir ykkur sem ekki þekkja mig þá var ég skólastjóri Gerðskóla um tíu ára skeið, frá 1986 til 1996, og síðan fræðslustjóri, þannig að ég þekki sögu skólans sæmilega. Gerðaskóli er ein elsta menntastofnun á landinu og að margra mati næstelsti barnaskóli sem starfað hefur samfleytt, aðeins barnaskólinn á Eyrarbakka á sér lengri sögu. 150 ár kunna að virðast langur tími og á þeim tíma hefur margt breyst. Það er þó ekki lengra síðan en svo að afi minn og amma fæddust um þetta leyti. Fram eftir 19. öldinni var foreldrum gert skylt að kenna börnum sínum að lesa þannig að þau kynnu eitthvað í kverinu áður en fermingarundirbún- ingur hæfist. Eitt var verkum presta var að fylgjast með hverju barni og skrá skilmerkilega í kirkjubækur hversu vel tókst til. Þá var nokkuð um að æðri embættismenn, verslunar- menn og yfirstétt réðu til sín kennara sem sáu um heimakennslu en þess nutu aðeins fáein börn. Nokkrar til- raunir voru gerðar til að stofna barna- skóla í kaupstöðum, m.a. í Reykjavík og Vestmannaeyjum, en þeir skólar störfuðu flestir í aðeins í fáein ár. Fyrsti barnaskólinn í Reykjavík starfaði á árunum 1830–1846 og aftur upp úr 1860. Ekki er alveg ljóst hvort starfsemin var óslitin í Reykjavík eftir það. Á Eyrarbakka var ein öflugasta viðskiptahöfn landsins og skóli stofnaður 1852. Þar bjuggu svo auðugir kaupmenn að sagt er að heilu húsalengjurnar í Kaupmanna- höfn hafi verið byggðar fyrir ágóðann af Bakkaverslun. Hvernig skyldi þá standa á því að hér í Garðinum, þar sem enginn verslun var til staðar né miklir auð- menn, að hér kæmi fram hugmynd um að gefa almúgabörnum kost á skóla- göngu? Hvernig var þetta byggðarlag og hvernig voru kjör hins almenna Garð- manns? Hér voru líklega tólf megin- jarðir, sem við þekkjum flest enn í dag. En hér var ekki mikill landbúnaður. Allt snerist um sjósókn og stærri býlin áttu sína eigin vör, stærst var Varaós, Króksós og Gerðavör en fjölmargar minni og hættulegri lendingarstaðir meðfram ströndinni eins og enn má sjá t.d. við Meiðastaði og Rafnkels- staði og skipskaðar tíðir. Meðfram strandlengjunni kúrði fjöldi hjáleiga, tómthúsa og þurra- búða, í námunda við stærri býlin, þar sem þorri íbúanna bjó við þröng kjör. Og þetta samfélag hafði verði óbreytt um aldaraðir. Hér var líkast til ekkert timburhús árið 1872 nema Útskála- kirkja sem reist var 1863. Kirkjan hefur verið eins og höll í samanburði híbýli almennings enda átti guð heima þar og þar var séra Sigurður B. Sí- vertssen, prestur. Allar heimildir greina frá misgóðum torfbæjum hér um slóðir, sem voru yfirleitt illa viðaðir vegna skorts á timbri enda lítið um rekavið á Suður- nesjum, oftast ekkert nema baðstofa og hlóðaeldhús og áfast fjós hjá þeim sem höfðu kýr. Fæstir áttu kýr, til þess þurfti tún eða grasnytjar. Það merki um hreint ótrúlegan stórhug og framsýni að láta sér detta í hug að byggja barnaskóla slíku svæði þar sem lífsbaráttan var svona hörð. Útskálaprestakall var stórt í þá daga og náði frá Keflavík, þaðan út á Garðskaga og inn í Hafnir. Árið 1872 voru sóknarbörnin samtals 1.058, þar af 128 í Keflavík og þar var eina versl- unarhúsið á nesinu, í Leirunni bjuggu 150, 390 í Garðinum og færri í Sand- gerði og Höfnum. Garðurinn var því fjölmennasti og þéttbýlasti parturinn af strandlengjunni. Séra Sigurður þótti góður fræði- maður þótt hann nyti ekki sjálfur langrar skólagöngu. Hann fluttist ungur í Garðinn þar sem faðir hans varð prestur. Hann fór í Bessa- staðaskóla og varð upp úr því að- stoðarprestur hjá föður sínum með konungsleyfi 1831 og tók síðan við Útskálaprestakalli öllu þegar faðir hans lést og var hér prestur nánast til dauðadags 1887, samtals í 56 ár samtals. Það er óljóst hvort hann lauk nokkurn tíma Prestaskóla. En hann gaf út nokkrar bækur sem sýna áhuga hans á fræðslumálum, t.d. Kristindómsbók handa börnum sem kom út 1840 og Stuttur leiðarvísir í reikningi 1854, auk sálmabóka. Séra Sigurður hóf söfnun á samskotafé fyrir byggingu skólahúss í Gerðum árið 1860 og mun hafa rætt fyrirætlanir sínar í messum. Söfnunarfé barst frá bændum í sveit- inni og kaupmanninum í Keflavík auk Thorkellísjóðs en sjálfur mun Séra Sigurður hafa lagt verulegt fé til bygg- ingarinnar auk þess sem hann lagði til byggingarlandið sjálft. Sagt er að prófasturinn í Görðum hafi haft efa- semdir um þessar fyrirætlanir, enda hafði hann þegar hafið undirbúning að stofnun skóla í Hafnarfirði sem síðar var kenndur við Flensborg. Þá höfðu Vogamenn einnig hafið undir- búning að stofnun skóla og sóttust einnig eftir fé úr Thorkellísjóði. Fram- kvæmdir við smíði Gerðaskóla hófust 1871. Skólinn var reistur á fjöru- kambinum við Gerðavör, skammt frá þar sem nú stendur Sjólyst, hús Unu miðils. Verkinu stjórnaði smiður úr Reykjavík og fékk hann aðstoð frá bændum í Garði við byggingavinnuna. Veggir voru hlaðnir úr grjóti, sem var nýlunda hér, tvöfaldir veggir með sandi á milli og ris úr timbri, þarna voru tvær stofur og baðstofa, sem ætluð var þeim börnum sem þyrftu að koma langt að, og risið var svefn- loft fyrir kennarann. Byggingakostn- aður nam 4.500 krónum. Markhópur skólans voru börn á aldrinum níu til fjórtán ára og sam- kvæmt kirkjubók Útskála voru þau samtals 90 talsins. En fyrsta starfsár skólans voru nemendur hins vegar aðeins fimmtán til átján og þannig var staðan næstu tvo áratugi eða svo, eða um fimmta hvert barn á skóla- aldri. Í fyrsta hópnum munu hafa verið ellefu drengir. Hafa ber í huga að stálpuð börn voru talin ómissandi við ýmis til ýmissa verka, bústörf og fiskvinnslu og skólagjöld voru tólf til tuttugu krónur á ári. Og fæstir höfðu ráð á slíku. Skólastarf í Gerðaskóla hófst 7. október 1872 og starfsemi skólans á Vatnsleysuströnd skömmu seinna. Fyrsti kennarinn var Þorgrímur Þórðarson Gudmundsen, 22 ára stúdent, hann hélt mánaðarlegt bók- hald yfir einkunnir og framfarir barna og færði til bókar af mikilli samvisku- semi, raðaði börnunum frá hæstu meðaleinkunn til þeirrar lægstu. Kennaralaunin voru 70 krónur á ári og frítt uppsátur og vergögn í Gerðavör. Þorgrímur þótti góður kennari en hann var líka góður sjósóknari og fengsæll. Kennslugreinar voru fimm: Kristin- dómur, Biblíusögur, lestur, skrift og reikningur. Samkvæmt bókhaldi kennarans var efnilegasti námsmaðurinn fyrstu árin strákur frá Skeggjastöðum sem hét Pálmi Þóroddsson, tíu ára gamall. Hann var af fátæku fólki kominn en þótti svo mikill efnispiltur að prest- urinn borgaði skólagjöldin fyrir hann. Pálmi stóð alltaf hæstur í Gerðaskóla þau þrjú ár sem hann var þar og séra Sigurður hélt áfram að styðja hann til frekara náms. Pálmi þessi útskrifaðist úr Prestaskóla og varð merkisprestur norður á Hofsósi. Hann mun hafa skírt son sinn Sigurð í höfuðið á þessum velgjörðamanni sínum. Skólahúsið nýja við Gerðavör var ekki notað lengi. Þarna gat sjór gengið yfir og umlukið skólahúsið í stór- streymi og stormi einnig voru stein- veggirnir nánast gluggalausir þannig að dagsbirtu naut illa og húsið kalt. Skólinn var því fluttur en útveggirnir stóðu fram til ársins til 1993 þegar þeir voru brotnir niður og sléttað yfir, illu heilli, því þetta voru merkilegar minjar um mikinn stórhug. Þá höfðu nemendur Gerðaskóla nýlega mælt upp skólann og smíðað vandað líkan undir leiðsögn Jóhann Sigurðar Víg- lundssonar, handavinnukennara. En aftur að spurningunni. Hvernig stóð á því að í þessari fátæku og harðbýlu sókn skyldi rísa barnaskóli á undan flestum öðrum stöðum á landinu? Auðvitað má segja að fram- farahugur hafi verið í loftinu undir lok 19. aldar en miklu veldur sá sem upphafinu veldur. Því verður ekki á móti mælt að áhugi og framtakssemi sóknarprestsins, Sigurðar Brynjólfs- sonar Sívertsen, hratt þessu af stað og stofnun skólans varð mörgum öðrum byggðarlögum gott fordæmi. Það er því vel við hæfi að minnisvarði um hann, sem var afhjúpaður 1989, standi hér á skólalóð Gerðaskóla. Á þessum hátíðisdegi skulum við færa honum þakkir. Gleðilega hátíð. Ps. Upplýsingar um kennslu og fyrstu starfsár Gerðaskóla eru úr lokarit- gerð Jóns Ögmundssonar og Sveins félaga hans úr B.Ed. námi KHÍ frá 1979 eða 1980 auk þess sem notaðar voru kirkjubækur Útskálasóknar og bækur um skólahaldið í Gerðaskóla sem varð- veittar eru á bæjarskrifstofum Suður- nesjabæjar í Garði. „Þetta er vissulega ekki á allra vörum, það vill fenna yfir söguna á skemmri tíma en 150 árum, þannig að það er búið að leggjast í grúsk í kirkjubókum og öðru til að viða að sér þessum fróð- leiksmolum sem ég var að reyna að kynna hér fyrir gestum,“ segir Eiríkur Hermannsson, fv. skólastjóri Gerða- skóla, sem hefur verið að taka saman sögu Gerðaskóla í 150 ár. Í afmælis- hátíð skólans síðasta föstudag flutti Eiríkur brot úr sögunni fyrir viðstadda. Það þykir merkilegt að það hafi í fátækt verið hægt að byggja upp skóla hérna. „Það er stórmerkilegt því pening­ arnir voru í kaupstöðunum þar sem verslunin var. Hér var ekkert slíkt, þannig að þetta var fyrst og fremst söfnunarfé. Séra Sigurður Brynj­ ólfsson Sívertsen, sóknarprestur, lagði mikið fé í þetta sjálfur og svo kom styrkur frá Thorcillius­sjóði en það kostaði mikinn pening að byggja skóla. Svo urðu að vera skólagjöld en það gátu ekki allir greitt þau. Þá greiddi séra Sigurður sjálfur fyrir nokkra nemendur, ef honum leist þannig á. Þetta segir sína sögu um tíðarandann og ástandið í sam­ félaginu á þessum árum.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur Gerðaskóla á þessum tímamótum og tók undir með Eiríki. „Mér finnst það svo sannarlega og sýnir hvað okkur hefur miðað fram á veg. Nú er almenn skólaskylda og öll börn fá notið menntunar en sú var alls ekki raunin fyrir 150 árum. Þetta sýnir stórhug fólks hér að reyna að gera það sem hægt var. Þetta sýnir líka gjafmildi og framsýn manns eins og séra Sigurðar B. Sívertsen að kosta þá til náms sem þóttu afar efnilegir,“ segir Guðni. Og Bessastaðir koma aðeins inn í þessa sögu. „Jú, þeir nemendur sem gátu héldu áfram sínu námi og fóru til Bessa­ staða. Það hefur örugglega þótt afar merkilegt að halda þangað, í einu menntastofnunina að heitið geti á landinu, og afla sér þar menntunar. Það er líka tímanna tákn að það var ekki ætlað öllum og eingöngu drengir sem gátu notið þess. Nú þegar við lítum um öxl getum við fagnað því sem vel var gert á sínum tíma og á að fylla okkur kappi að geta ennþá betur í framtíðinni.“ Vogar fögnuðu um síðustu helgi 150 ára afmæli skólahalds. Það er merkilegt að hér á Suðurnesjum hafi menn verið svona framsýnir. „Það er vissulega stórmerkilegt að þetta skuli gerast hér á Suður­ nesjum. Auðvitað skiptir Thorcillius­ sjóðurinn máli. Hann er upprunninn úr Njarðvíkunum. Honum var ætlað að styðja við börn til menntunar. Þessir tveir skólar nutu þess.“ Guðni, ert þú að upplifa í ferðum þínum um landið hvað skólastarf hefur eflst? „Það má segja það. Maður reynir að gera sér far um það að í heim­ sóknum að fara í skóla. Maður fyllist bjartsýni og kappi. Krakkarnir eru hressir, kurteisir, öflugir, kraftmiklir. Ég held að það sé mikilvægt að við höfum skólastarf á forsendum þeirra. Það verða alltaf einhver ungmenni sem finna sig ekki alveg í því sem við getum kallað hefðbundið skóla­ starf. Þá er það hlutverk okkar og skylda að finna lausnirnar og kapp­ kosta alltaf að láta börnum líða vel í skólanum. Finna lausnir ef leita þarf lausna. Ekki bara hugsa sem svo að ef barni líður ekki vel í skólanum þá sé það vandamál þess, þvert á móti er það vandamál okkar og okkar að leysa það.“ Eiríkur, þú varst hérna skólastjóri í tíu ár. Upplifir þú breytingar á þessum tíma? „Já, gríðarlegar. Þegar ég tók við skólanum þá gátu nemendur ekki útskrifast héðan með grunnskóla­ próf. Það var fyrsta skrefið að koma því á. Síðan þurfti að byggja við og það þurfti að einsetja skólann. Það eru gríðarlegar breytingar sem hafa orðið og ég tek undir hvert orð sem forsetinn segir hér um mikilvægi þess að halda utan um hvert einasta barn. Það er okkar hlutverk og ekki hægt að kenna barninu um ef það misstígur sig einhverra hluta vegna. Þar hefur skólinn gríðarlega stóru hlutverki að gegna.“ Guðni vill skólastarf á forsendum nemenda 150 ára Gerðaskóli Ávarp Eiríks Hermannssonar, fv. skólastjóra Gerðaskóla. Hann hefur verið að taka saman sögu skólahalds í Garðinum. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Eiríkur Hermannsson fv. skólastjóri Gerðaskóla og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræddu skólamál á afmælishátíðinni. Líkön sem nemendur hafa unnið af fyrstu skólabyggingum í Garðinum voru til sýnis. vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 9

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.