Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 16
Mundi Best í Bestu Breiðablik eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu. Verðskuldaður og frækilegur sigur. Uppgangur hjá fé­ laginu hefur verið mikill undanfarin ár. Yngri flokkastarf félagsins er eitt það öflugasta sem þekkist á landinu. Þeir eru öðrum fyrirmynd. Svona árangur er ekki tilviljun. Hann er af­ rakstur mikillar vinnu og samstarfs við Kópavogsbæ. Árangur í Reykjanesbæ hefur verið með besta móti þetta árið. Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna, knatt­ spyrnulið karla bar sigur úr býtum í 2. deild og bæði lið Keflavíkur náðu árangri umfram væntingar í Bestu deildinni þótt henni sé ekki lokið. Reykjaneshöllin (nú Nettóhöllin) er elsta og að mínu mati besta knattspyrnuhöll landsins. Glæsi­ legt mannvirki byggt á þeim dögum þegar Reykjanesbær var yfirlýstur íþróttabær og verkin voru látin tala. Fífan í Kópavogi reis stuttu síðar. Engan veginn jafn gott knatthús en hefur þann kost að vera tengt Smáranum. Ein allsherjar miðstöð. Á sama svæði er svo keppnisvöllur Breiðabliks, með glæsilegum stúkum og aðstöðu eins og hún gerist best hér á landi. Stóri munurinn í Kópavogi og Reykjanesbæ er sá að Breiðablik sér um allan rekstur sinnar aðstöðu í Kópavogi og fær greitt frá sveitar­ félaginu fyrir að sjá um allan rekst­ urinn. Starfsmennirnir í aðstöðunni eru allir starfsmenn Breiðabliks. Þannig má samþætta rekstur mann­ virkja og íþróttastarfsemi þannig að hægt er að halda úti alvöru rekstri án þess að forsvarsmenn íþrótta­ félagsins þurfi stöðugt að vera með í maganum um hver mánaðamót að eiga ekki fyrir launum eða reikn­ ingum. Hægt er að stýra fjárflæði milli deilda félagsins og þannig láta reksturinn rúlla vel hjá öllum deildum. Ég vil sjá fleiri Íslandsmeistaratitla í Reykjanesbæ á komandi árum. Ekki bara í körfuknattleik, heldur líka í knattspyrnu. Árangur 2. flokks liðs Keflavíkur í sumar gefur góð fyrir­ heit, nú er það verkefni þeirra sem stjórna að gefa ungum mönnum tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu. Þannig var gullaldarlið Keflavíkur byggt upp á sínum tíma. Reykjanesbær þarf að taka Kópavog og fleiri sveitarfélög sér til fyrirmyndar hvað varðar rekstur íþróttamannvirkja og stuðning við íþróttafélögin. Forsvarsmenn íþróttafélaganna þurfa að líta í spegil, kyngja stoltinu og sameina félögin. Aðeins þannig verðum við best í Bestu. Þurfa Suðurnesjamenn að hrópa sig HSS­a til að fá meiri pening? LO KAO RÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Reykjanesapótek: Hólagötu 15 Fitjum 2 260 Reykjanesbæ 260 Reykjanesbæ Vaktsími: 821-1128 Sími: 421-3393 Sími: 421-3383 Reykjanesapótek hefur opnað á Fitjum Opnunartími á Fitjum: 10–18 virka daga og laugardaga 10–14. Opnunartími á Hólagötu: 9–20 virka daga og 12–19 laugardaga og sunnudaga. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS OG SPORTHÚSIÐ 10 ÁRA EKKI MISSA AF ÞESSUM ÞÆTTI! í Suðurnesjamagasíni vikunnar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.