Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 4
„Flóðið 2020 og í vetur voru mjög ólík. Það urðu bara lítilsháttar skemmdir á fjárhúsinu 2020 en túnin fóru ansi illa þá. Það var ekki skemmtilegt að hreinsa túnin en skólp Grindvíkinga fer í sjóinn ekkert fjarri þeim stað sem fjárhúsið okkar er og það skilaði sér því miður á túnin okkar,“ segir Kristólína Þorláksdóttir, Lína í Vík, eigandi fjárhússins í Vík í Grindavík en það varð fyrir miklum skemmdum í óveðri í byrjun janúar á þessu ári. Fréttamaður VF hitti Línu og Sig­ rúnu Hörpu Harðardóttur, barna­ barn hennar, sem segir flóðið hafa komið með miklum látum á húsið. „Það flæddi undir öll gólf og miðjan í húsinu hreinlega þurrkaðist í burtu. Útveggir fóru og aðkoman var hrikaleg, húsið hékk nánast saman á lyginni. Nokkuð ljóst að ef við hefðum ekki flutt kindurnar austur í hverfi til Ómars í Bjarma­ landi, þá hefðu þær dáið drottni sínum“. Lína í Vík segir að það hafi kennt ýmissa grasa í flóðinu síðasta vetur. „Það er ótrúlegt hvernig fólk getur gengið um og hverju það sturtar ofan í klósettin sín. Allt frá dömubindum í lyfjaglös en hver heilvita maður á að vita að þetta á að fara í ruslið, ekki á haf út! Það var meira af grjóti sem kom í því flóði en í flóðunum í vetur var meira af sandi og krafturinn virðist hafa verið miklu meiri því fjárhúsið okkar var nánast að hruni komið.“ Þrjú hverfi í Grindavík Skv. gömlum heimildum hófst byggð í Grindavík árið 934 en um aldamót nítjándu og tuttugustu aldarinnar var talað um þrjú hverfi í Grindavík, Þórkötlustaðahverfi austast, Járn­ gerðarstaðahverfi fyrir miðju og Staðarhverfi vestast. Innan Járn­ gerðarstaðarhverfis er bújörðin Vík en þar hefur löngum verið myndarlegur búskapur, bæði sauð­ fjárbúskapur og eins hafa hestar oft leikið stór hlutverk. Talið er að fjárhúsið í Vík hafi verið byggt einhvers staðar á bilinu 1930­1940 af Guðjóni Gíslasyni. Fjárskipti urðu árið 1955 en það þýðir að farga þurfti öllu fé, ekki vegna riðuveiki heldur garnaveiki. Við þau tímamót kom bróðir Guð­ jóns, Þorlákur, sterkur inn í bú­ skapinn og fjárhúsið var stækkað til muna. Gamli hlutinn er í raun miðja hússins í dag en þegar mest var þá er talið að um 170 fjár hafi verið á vetrarfóðrum. Veður eru oft válynd á okkar yl­ hýra skeri og hefur landinn heldur betur fengið að finna fyrir því að undanförnu. Eftir frábæran sept­ embermánuð þar sem veðrið minnti meira á Mallorca en Ísland, hafa tvær öflugar lægðir kíkt í heimsókn en þær létu meira á sér bera fyrir austan land. Síðustu vetur hafa hins vegar verið okkur hér á suðurhveli Íslands erfiðir og Grindvíkingar hafa ekki farið varhluta af því. Í ársbyrjun 2020 kom mesta flóð sem fróðir menn muna síðan 1924 og síðasta vetur komu tvö ansi myndarleg flóð og í þeim varð fjárhúsið í Vík fyrir miklum skemmdum. Minnstu munaði að húsið hryndi algerlega en það stóð en var ansi laskað og því þurftu eigendur að ráðast í miklar framkvæmdir. Varnargarðar nauðsynlegir „Þegar varnargarðarnir voru fjar­ lægðir einhvern tíma í kringum alda­ mótin, var alveg ljóst að hætta væri á ferðum. Það voru einhverjir íbúar Grindavíkur sem kvörtuðu, vildu meina að garðarnir skemmdu út­ sýnið en það er ansi líklegt að ef það koma ekki nýir garðar er bara tíma­ spursmál hvenær stærra tjón hlýst af. Við vitum að veðurfarið er að breytast, hvort sem það er gróður­ húsaáhrifum að kenna eða ekki en alla vega er ljóst að eitthvað þarf að gera. Við höfum verið í sambandi við vegagerðina og vonandi mun eitt­ hvað gerast í þessum málum sem fyrst,“ segir Kristólína. Hvernig gengu endurbætur? „Við réðumst strax í endurbætur, auglýstum eftir bárujárni og timbri og mættum alls staðar mikilli velvild, við fengum m.a. afgangs timbur frá nýja Landsbankahúsinu í Reykjavík. Við höfum fengið efni nánast frá öllum landshlutum og erum ofboðs­ lega þakklát fyrir viðtökurnar. Það eru mjög laghentir aðilar innan fjöl­ skyldunnar og við höfum ekki þurft að kaupa neina þjónustu iðnaðar­ manna.“ Lína segir að það sé beigur í Víkur­ fólkinu fyrir komandi vetur. „Ég er með hjartað í buxunum yfir komandi vetri. Ég mun ekki þola aðrar eins endurbætur og nokkuð ljóst að ég mun pakka saman ef við lendum aftur í svona tjóni. Þetta var ofboðsleg vinna og nú er bara að vona að Vegagerðin svari kallinu.“ w Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Verið velkomin í nýja og glæsilega gleraugnaverslun „Erum smeyk við vetur- inn ef ekki koma nýir varnargarðar“ – segir Kristólína Þorláksdóttir, Lína í Vík, en miklar skemmdir urðu á fjárhúsum hennar í flóðinu í janúar. „Miðjan í húsinu hreinlega þurrkaðist í burtu,“ segir Sigrún Harpa Harðardóttir. Kristólína Þorláksdóttir, Lína í Vík, og Sigrún Harpa Harðardóttir, barnabarn hennar, í fjárhúsinu. Með þeim á myndinni er dóttir Sigrúnar Hörpu. 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM Umsjón: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Grindavíkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.