Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 13
Leikfélag Keflavíkur frumsýnir barna- og fjölskyldu-
leikritið Ronju ræningjadóttur föstudaginn 14. október.
Æfingar hófust í lok ágúst en u.þ.b. 70 manns mættu í
prufur fyrir sýninguna, þar af rúmlega 50 börn á aldr-
inum tólf til fimmtán ára.
Leikhópurinn samanstendur af 22
einstaklingum á öllum aldri en
yngstu leikarar sýningarinnar eru 12
ára en sá elsti 34 ára. Fyrir utan leik-
hópinn koma fjölmargar hendur að
sýningunni, fjögurra manna hljóm-
sveit sér um tónlist sýningarinnar
en það hefur verið vani leikfélagsins
síðustu misseri að vera með lifandi
hljómsveit. Þaulvanir menn sjá um
tæknimálin og sviðsmyndavinnuna
en leikhópurinn hefur sjálfur séð um
búningagerð, sem er virkilega mikið
afrek enda u.þ.b. 45 búningar í sýn-
ingunni. Leikstjóri sýningarinnar er
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og
danshöfundur er Guðríður Jóhanns-
dóttir.
Leikfélag Keflavíkur er spennt að
sýna aftur barnasýningu fyrir Suður-
nesjamenn og þá sérstaklega að fá
börn og ungmenni aftur í leikhúsið,
bæði á sviði og sem áhorfendur. „Við
hvetjum bæjarbúa að sjálfsögðu
til að mæta og sjá framtíðarleikara
blómstra á sviðinu í þessari yndis-
legu uppsetningu á Ronju ræningja-
dóttur,“ segir í tilkynningu frá Leik-
félagi Keflavíkur.
Miðasala fer fram á tix.is
„Ég myndi segja að ég sjálfur væri fyndnastur, ég hlæ allavega mest að sjálfum
mér,“ segir Jónas Dagur aðspurður hver sé fyndnastur í FS. Jónas er á fjölgreina-
braut en utan skóla nýtur hann þess að horfa á enska boltann og vera með vinum
og fjölskyldu.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Ég sakna þess hvað maður var uppátækja-
samur í grunnskóla.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
FS var skólinn í bæjarfélaginu og ég vildi
ekkert fara út fyrir það.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Hvað þau fyrirgefa lélega mætingu
og félagslífið.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Það er mjög fínt. Það mætti samt vera ís-
skápur á skrifstofunni, ef formaðurinn er að
lesa.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur
og hvers vegna?
Það er hann Steini minn sem er aðalsöngvari
með meiru í hljómsveitinni Midnight Librarian,
sem gáfu út frábært lag um daginn sem
heitir 70mph og má finna á öllum helstu
streymisveitum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég myndi segja að ég sjálfur væri fyndn-
astur, ég hlæ allavega mest að sjálfum mér.
Hvað hræðist þú mest?
Ég hræðist mest sunnudaga eftir LUX.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa
stundina?
Dahmer-þættirnir eru soldið heitir núna og
það er kalt að vera ekki með gröfuréttindi.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Búinn að vera hlusta mikið á M’$ með A$AP
Rocky og Lil Wayne.
Hver er þinn helsti kostur?
Minn helsti kostur hlýtur að vera hvað ég er
góður í beddanum.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum
þínum?
Ég nota Twitter mest.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefan er að verða forríkur af skuldabréfum.
Hver er þinn stærsti draumur?
Draumurinn er að eiga gott fyrirtæki.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði
hvaða orð væri það og af hverju?
Ég myndi lýsa mér sem gjafmildum, ég gef
mikið frá mér til vina og kærustu.
„Ég er eiginlega mamman í vinahópnum, ég hugsa rosalega mikið um vinkonur
mínar,“ segir Elísa aðspurð hver sé hennar helsti kostur. Elísa er í Njarðvíkurskóla en
hún stefnir að því að fara í skóla á höfuðborgarsvæðinu eftir grunnskóla.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Örugglega stærðfræði eða leiklist.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða
frægur og hvers vegna?
Íris Davíðsdóttir út af TikTok.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar Torfi Gísla sagði okkur að hafa hljótt í
þrjár mínútur og við máttum varla flétta bók
og svo byrjaði hann að teikna typpi á töfluna.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Torfi Gísla.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Ég er ekki með eitthvað eitt sérstakt lag sem
er uppáhalds, ég hlusta alltaf á playlista.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Ég elska sushi og pasta.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
White Chicks klikkar ekki, mæli með henni.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á
eyðieyju og hvers vegna?
Símann minn, Airpods og Ginger Ale.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er eiginlega mamman í vinahópnum, ég
hugsa rosalega mikið um vinkonur mínar.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að
vera með restina af ævinni, hvað myndir þú
velja?
Ég myndi vilja geta flogið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari
fólks?
Þegar fólk er með góða nærveru.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að fara í skóla í bænum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði
hvaða orð væri það?
„Ha?“
Hlær mest að sjálfum sér
FS-ingur vikunnar
Nafn: Jónas Dagur Jónasson
Aldur: 19 ára.
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Enski boltinn og vera með vinum
Ungmenni vikunnar
Nafn: Elísa Valsdóttir
Aldur: 13 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 8. bekkur
Áhugamál: Dans
Mamman
í vina-
hópnum
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
Ronja ræningjadóttir
í Frumleikhúsinu
vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 13