Víkurfréttir - 12.10.2022, Blaðsíða 15
Nýtt þjálfarateymi kynnt hjá Njarðvík
Knattspyrnudeild Njarðvíkur kynnti nýtt þjálfarateymi á mánudag en
samið hefur verið við Arnar Hallsson um hann taki við sem aðalþjálfari
meistaraflokks en Njarðvík leikur í Lengjudeildinni á næsta ári eftir að
hafa verið yfirburðarlið í 2. deild í sumar. Arnar hefur á sínum ferli m.a.
þjálfað meistaraflokk karla hjá Aftureldingu og ÍR. Arnari Hallssyni til
halds og trausts verður nafni hans, Arnar Smárason, sem aðstoðar
þjálfari og Sigurður Már Birnisson frá Toppþjálfun sér um styrktar
þjálfun. Þá sér Helgi Már Helgason áfram um markmannsþjálfun og
Óskar Ingi Víglundsson er áfram nuddari liðsins.
Helgi Sigurðsson þjálfar karlalið Grindavíkur
Helgi Sigurðsson hefur verið
ráðinn þjálfari karlaliðs Grinda
víkur í knattspyrnu. Helgi gerir
tveggja ára samning við Grindavík
og mun stýra liðinu í Lengjudeild
karla á næstu leiktíð.
Helgi hefur áður stýrt Fylki og
ÍBV og stýrði báðum félögum upp
úr 1. deild karla. Hann á einnig að
baki afar farsælan feril sem leik
maður í atvinnumennsku og sem
landsliðsmaður Íslands.
Helgi mun klára tímabilið sem
aðstoðarþjálfari hjá Val og hefja
störf hjá Grindavík þann 1. nóv
ember næstkomandi.
„Ég er mjög spenntur að hefja
störf hjá Grindavík. Hér er frábær
aðstaða og Grindavík hefur fulla
burði til að komast í deild þeirra
bestu á nýjan leik,“ segir Helgi
Sigurðsson. „Það er rík hefð hjá
Grindavík og spennandi kjarni leik
manna til staðar hjá félaginu. Ég er
þess fullviss að það eru spennandi
tímar framundan hjá félaginu.“
Anton Ingi tekinn við kvennaliði Grindavíkur
Anton Ingi Rúnarsson er nýr
þjálfari meistaraflokks kvenna
hjá Grindavík og tekur hann við
starfinu af Jóni Ólafi Daníelssyni
sem hefur stýrt liðinu undanfarin
tvö ár. Anton Ingi er 26 ára gamall
og hefur verið aðstoðarþjálfari
liðsins undanfarin tvö tímabil.
Frá þessu er greint á Facebook
síðu knattspyrnudeildar UMFG
en Anton Ingi gerir árssamning
við knattspyrnudeild Grindavíkur.
Anton Ingi þykir mjög efnilegur
þjálfari og hefur gert mjög góða
hluti sem þjálfari hjá yngri flokkum
félagsins.
„Ég er mjög glaður með að fá
þetta tækifæri hjá mínu uppeldis
félagi og er afar spenntur fyrir
þessari áskorun,“ segir Anton Ingi.
„Ég er búinn að læra gríðarlega
mikið af Jóni Óla á síðustu tveimur
árum og tek við góðu búi. Við erum
með góðan kjarna af leikmönnum
og ég er mjög spenntur að hefjast
handa.“
Gunnar Magnús Jónsson ekki áfram með Keflavík
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur ákvað að
virkja endurskoðunarákvæði í samningi deildar
innar við Gunnar Magnús Jónsson um að hann
láti af störfum sem þjálfari kvennaliðsins.
„Gunnar Magnús hefur þjálfað meistaraflokk
kvenna frá árinu 2016 og skilur við liðið í Bestu
deildinni þar sem liðið hefur spilað tvö síðustu
ár. Gunnar hefur unnið ötullega að framgangi og
uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar í Keflavík
síðustu ár enda sannur Keflvíkingur sem með
ástríðu sinni og krafti hefur átt risastóran þátt í
því að kvennaknattspyrnan í Keflavík hefur komist
á þann stað sem hún er í dag.,“ segir á Facebook
síðu deildarinnar.
Sveinn Þór þjálfar meistaraflokk Víðis
Knattspyrnufélagið Víðir hefur
ráðið Svein Þór Steingrímsson
sem aðalþjálfara meistaraflokks
Víðis en samningurinn er til
tveggja ára.
Sveinn hefur meðal annars stýrt
Dalvíkingum til sigurs í 3. deild, var
aðstoðarþjálfari KA í efstu deild
og var aðalþjálfari tæp þrjú ár hjá
Magna Grenivík í Inkassodeildinni
og 2. deild við góðan orðstír. Hann
er með BSc í íþróttafræðum og KSÍ
A þjálfaragráðu.
Víðismenn voru lengst af í harðri
toppbaráttu 3. deildar karla í ár en
og virtust stefna hraðbyri í átt að
2. deild – en keppnin milli efstu liða
var hörð og Víðismenn gáfu eftir
á lokametrunum og enduðu að
lokum í fjórða sæti.
Grindvíski körfuknattleikslandsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er enn án
liðs fyrir tímabilið sem er hafið í flestum löndum í kringum okkur en Subway-deild
karla var einmitt að byrja. Jón Axel er nýkominn frá Bandaríkjunum, n.t.t. frá San
Francisco en þar eru ríkjandi NBA-meistarar, Golden State Warriors, með sínar
bækistöðvar. Piltur tók þátt í sumaræfingabúðum liðsins og þótt vel hafi gengið
þá fékk hann ekki samning að þessu sinni en stendur til boða að reyna fyrir sér
aftur að ári. Jón Axel var þarna að etja kappi við reynda NBA-leikmenn eins og
Kenneth Fared, Ben McLemore o.fl. og stóð sig vel en sumir vilja meina að pólitík
sé víst í gangi varðandi að komast að hjá liðum í NBA-deildinni og kapallinn gekk
ekki upp að þessu sinni.
En hvernig standa þá leikar?
„Umboðsmaðurinn minn er að vinna
í mínum málum í Evrópu en ég
endaði tímabilið í fyrra í Þýskalandi
og hef ýmsa möguleika þar. Ég hóf
tímabilið með Fortitudo Bologna á
Ítalíu en eftir einn leik var skipt um
þjálfara og sá nýi talaði varla við
okkur útlendingana og því vildi ég
breyta til og endaði með Crailsheim
Merlins í Þýskalandi. Ég byrjaði at
vinnumannaferilinn einmitt þar
tímabilið á undan, lék með Fraport
Skyliners.“
Jón Axel átti frábæran feril með
Davidsonháskólanum í Bandaríkj
unum en með þeim skóla lék einmitt
aðalstjarna Golden State, Stephen
Curry. Hann æfði með kappanum
fyrir skemmstu og ber honum vel
söguna:
„Ég hafði auðvitað hitt Curry á
Davidsonárunum en hann er mikill
aðdáandi liðsins og kom oft á leiki
og hitti okkur á eftir. Það var öðru
vísi að æfa með honum og eftir
fyrstu æfinguna spjölluðum við í
tvo klukkutíma um lífið og tilveruna.
Þetta er einn mesti „down to earth“
gæi sem þú finnur á jörðinni! Hann
er hörkugolfari og hefur spilað hér
á Íslandi og ég átti einmitt að spila
með honum í fyrrasumar þegar
hann var hér á Íslandi en hann vill
endilega koma aftur og vill þá prófa
besta golfvöllinn, Húsatóftavöllinn í
mínum heimabæ, Grindavík.”
Gróa á Leiti settið dæmið upp
þannig í sumar að annað hvort
myndi Jón Axel spila á Golden Bay
Area eða í Grindavík, kemur enn til
greina að spila með heimaliðinu?
„Það kemur alveg til greina að spila
á Íslandi en þó með þann möguleika
að geta farið út ef gott tilboð berst
að utan. Það eru alltaf miklar hreyf
ingar á þessum leikmannamarkaði
og ég hef ekki stórar áhyggjur af
því að vera ekki kominn með lið á
þessum tímapunkti. Ég er að jafna
mig á meiðslum og vil því flýta mér
hægt en það kemur alveg til greina
að hefja tímabilið hér á Íslandi og þá
að sjálfsögðu með Grindavík. Ég er
búinn að vera æfa með liðinu, hér er
taugin,“ segir Grindvíkingurinn Jón
Axel Guðmundsson, atvinnumaður
í körfubolta.
Hvar mun Jón Axel Guðmundsson leika í vetur?
Það kemur til
greina að hefja
tímabilið með
Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Störf hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Háaleitisskóli - kennari í Nýheima
Njarðvíkurskóli - Forfallakennsla
Leikskólinn Tjarnarsel - Aðstoðarmatráður
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Skólaritari
Akurskóli – Sérfræðingur, sérkennari,
þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
tim
arit
.is
Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a f r á 1 9 8 0
o g t i l d a g s i n s í d a g e r u a ð g e n g i l e g á
timarit.is
vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 15