Rökkur - 01.08.1938, Page 1

Rökkur - 01.08.1938, Page 1
RÖKKUR ALÞÍÐLEGT MÁNAÐARRIT STOFNAÐ f WINNIPEG 1922 XV. árg. Reykjavík 1938. 8. hefti Verður Lithauen bútað sundur eins og Tékköslövakía ? Um þessar mundir er mikiö rætt um framtíð ríkjanna í mið- hluta álfunnar og suðausturhluta álfunnar, vegna hinna stöðugt vaxandi áhrifa Þjóðverja. Eitt þessara ríkja, Austurríki, hefir verið sameinað Þýskalandi, en Tékkóslóvakiu er verið að búta sundur. Svo horfir sem Tékkar og Slóvakar, vegna vonbrigð- anna yfir því, að stuðningur ríkjanna, sem stóðu að friðarsamn- ingunum, brást þeim ;á stund neyðarinnar, hailist framvegis að Þýskalandi, og allar likur benda til, að nánari samvinna, að minsta kosti á sviði viðskifta, takist með Þjóðverjum og ýms- um fleiri þjóðum álfunnar, svo sem Júgóslövum, Búlgörum og fleiri, en þvi traustari sem viðskiftasamvinnan er, þvi meiri líkur eru til, að hin pólitíska samvinna treystist að sama skapi. — Um þann flokk smáríkja, sem kallast Eystrasaltsríkin, er minna talað sem stendur, en það er margt sem bendir til, að ýmislegt í sambandi við þau, fari að koma á dagskrá aftur. Þessi ríki urðu, eins og Tékkóslóvakía, til upp úr heimsstyrjöldinni. Eitt þeirra, Lithauen, liefir orðið að sætta sig við kúgun af hálfu voldugs nágranna, Póllands, og kannske er Lithauen það Eystrasaltsríkjanna, sem næst kemur mest við sögu af smáríkj- um álfunnar. Er í eftirfarandi grein vikið að ýmsu varðandi Lithauen og vandamál Litháa og er stuðst við greinaflokk, sem birtist í víðlesnu, áreiðanlegu amerísku blaði, um þessi efni.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.