Rökkur - 01.08.1938, Page 3
R Ö K K U R
115
þar sem landnám var hafið fyr-
ir 2—3 árum eru komin upp
snotur og skrautleg íveruhús.
Mesta vandamál bænda í Lit-
liauen er að fá, gott verð fyrir
afurðir sínar, en verðlagið fer
eftir skilyrðum heimsmarkaðs-
ins frekar en eftirspurninni
heima fyrir. Yfirleilt má segja,
að bændastéttin geri minní
kröfur til þæginda en alment
tíðkast í vesturhluta álfunnar.
Og bændur í Lithauen verða
flestir að standa stranm af
nokkurum skuldum í bönkum,
en skuldir þeirra eru yfirleitt
minni en í öðrum landbúnaðar-
ríkjum álfunnar. En skulda-
liyrðin er þeim erfið vegna þess,
að til skulda var stofnað þegar
verðlag á landbúnaðarafurðum
var hærra en nú. Ríkið hefir
reynt að koma bændum til
hjálpar í þessum efnum, og lög
hafa verið sett til þess að ákveða
launakjör þeirra sem vinna hjá
bændum, en vinnufólki eru
greidd laun að nokkuru leyti í
reiðu fé -og að nokkuru með
landbúnaðarafurðum.
Bændur í Lithauen ræktuðu
til skamms tíma aðallega korn,
hafra, bygg, rúg og hveiti, kart-
öflur, ertur o. s. frv., en á síðari
árum hefir verið meiri stund
lögð á griparækt og mjólkur-
framleiðslu. Ríkið hefir komið
upp tilrauna- og fyrirmyndar-
búum, og þaðan fá bændur úr-
valsgripi. Bændum er þar leið-
beint um fóðrun og alla með-
ferð gripa og afurða, til þess að
þeir geti fengið sem best verð
fyrir kjöt sitt og mjólkurafurð-
ir. Sérstök áhersla er lögð á að
veita smábændum og landnemr
um alla aðstoð í té í þessum
efnum og nú er svo komið, að
þeir eiga flestir góða gripi og
hafa mikinn áhuga fyrir að eiga
sem besta gripi og að vanda
framleiðsluna sem mest. Land-
búnaðarráðuneytið hefir stofn-
að eftirlitsstöðvar, þar sem sér-
fræðingar starfa og ferðast um
meðal bænda, leiðheina þeim,
og hafa eftirlit með höndum
lijá öllum hændum sem stunda
svínarækt og útflutning á fleski
fyrir augum. Á þessum eftir-
litsstöðvum eru gerðar fóðurtil-
raunir, og þangað flytja bænd-
ur framleiðslu sina til skoðunar
og flutnings. Ríkiseftirlit er með
öllum flesk-útflutningi, fram-
leiðshi mjólkurafurða og út-
flutningi þeirra. Er því að eins
flutt út fyrsta flokks vara og
útflutningur af fleski og smjöri
eykst með ári liverju.
Landbúnaðarráðuneytið liefir
með ýmsum ráðstöfunum kom-
ið fram menningarlegum um-
hótum til hagsbóla fyrir hænda-
stéttina í Lithauen. Þannig hafa
verið stofnaðir bændaskólar og