Rökkur - 01.08.1938, Qupperneq 7
RÖKKUR
119
að taka kröfur Þjóðverja um
endurheimt nýlendna sinna til
greina, og þá má vel vera, að
tekið verði til athugunar í heild
réttlátari skifting nýlendnanna
milli þjóðanna. Og það þyrfti
engan að undra, þótt einhver til-
raun yrði gerð til þess að koma
nýlendum Belgíumanna og Hol-
lendinga með i taflið — og ef
til vill nýlendum Portugals-
manna líka. Þessar þrjár þjóð-
ir eru ekki mikils megnugar
hernaðarlega og það er mikil-
vægt fyrir þær, að fá að vera í
friði með nýlendur sínar, því
að eigi geta þær varið þær, ef í
liart færi, fyrir stórveldunum,
einu eða fleirum. En þessar
þrjár smáþjóðir eiga allar mikl-
ar nýlendur. Belgía á ekki nema
eina nýlendu, en hún — þ. e.
Belgiská Kongo — er víðáttu-
mikið land og auðugt að mörg-
um náttúrugæðum.
Belgiska Kongo er um
2.365.000 ferkílómetrar og nær
að Atlantshafi, en strandlengjan
er að eins um 40 km. og eru
þar ósar Kongo-fljótsins. Að
norðanverðu á ströndinni er
Kamerun, fyrrverandi þýsk ný-
lenda, að sunnanverðu Angola,
portugalska nýlendan, en að
öðrum hlutum landsins liggja
nýl. Frakka og Breta. í landinu
eru sléttur, fjöll (alt að 6000
m. há) og frumskógar miklir.
Loftslag er heitt og rakt og ó-
holt hvítum mönnum. Dýralífið
í frumskógum Kongo er afar
fjölskrúðugt. i Belgiska Kongo
eru, að því er ætlað er, 15—20
miljónir blökkumanna, og eru
sumir mannætur enn í dag, en
mjög er þjóðin að siðast og
mannast yí'iileilí, sem fyrr var
að vikið. Aðeins fá þúsund
hvítra manna eru í þessari víð-
lendu nýlendu, flestir Belgíu-
menn.
Blökkumenn stunda mais-,
sykurrækt o. fl. með ófullkomn-
um vinnuaðferðum, en mikið
liefir verið gert til þess að koma
á nútímavinsluaðferðum, ekki
að eins í þeim greinum, sem að
framan voru nefndar, heldur og
við kaffi og kakaóbaunarækt,
sem Belgíumenn hafa innleitt.
Nýlendustjórnin hefir gert ýms-
ar ráðstafanir til þess að koma
í veg fyrir illa meðferð á
blökkumönnum. Skatt þann,
sem á þá er lagður, greiða þeir
í togleðri (kautschuk), en tré,
sem framleiða það, eru um alt
landið.Náttúrugæði landsins eru
langt frá því lcönnuð lil fullrar
hlitar enn í dag, en menn vita
að þau eru feikn mikil. I Kat-
anga eru kopar- og tinnámur,
sem ef til vill eru auðugustu
kopar- og tinnámur heims. Ár-
lega er flutt út kopar og tin
fyrir tugi miljóna króna og