Rökkur - 01.08.1938, Qupperneq 10
122
RÖKKUR
Allir embættismenn og starfs-
menn, sem belgiska stjórnin
sendir til Kongo, eru sérstak-
lega undir starf sitt búnir, og
þeir og konur þeirra verða að
sækja nýlenduskólann í Briiss-
el, áður þau fara, til þess að
vita sem gerst skil á öllu í
Kongo og hvað bíður þeirra þar.
Belgíumenn í Kongo leggja
mikla áherslu á að kenna
Mökkumönnum nútíma aðferð-
ir við ræktun á banönum, kar-
töflum, hrísgrjónum, korni o.
fl. Áður fyrr var það svo, að
blökkumennirnir ræktuðu lítið
eða ekkert — lifðu á því, sem
jörðin framleiddi fyrirhafnar-
laust, og þegar illa áraði hrundu
blökkumenn niður af fæðu-
skorti. Þetta er nú alt breytt,
því að í landi eins og Kongo
þarf aldrei að vera skortur mat-
væla. Belgiska stjórnin hefir og
tekið sér fvrir hendur að flytja
íbúana saman á þau svæði, sem
ræktunarskilyrði eru best.
Eitthvert erfiðasta viðfangs-
efni belgiskra embættismanna
er að uppræta starfsemi leyni-
félaga blökkumanna. Er þar
fylgt fornum venjum og liafa
leynifélögin óspart beitt kúgun-
arvaldi við þorpsbúana, en
einnig á þessu sviði liefir ný-
lendustjórninni orðið mikið á-
gengt, þó að við raman reip sé
að draga, þvi að þorpsbúarnir
(blökkumenn búa flestir í þorp-
um) eru einfaldir og óttast „vf-
irnáttúrlegt vald“ þeirra, sem í
leynifélögunum eru.
Nýlendustjórnin hefir komið
upp skólum í bæjunum, til-
raunabúgörðum og garðræktar-
stöðvum, en velferðarstarfsemi
er aðallega í höndum trúboða.
Blökkumenn í Kongo nú á
dögum eru agaðir, en það er
vel með þá farið, og þeir njóta
eins mikils frjálsræðis og þeim
er holt. Nýlendustjórnin lítur á
blökkumennina sem þá menn,
er fyrst og fremst eigi að njóta
gæða landsins, og blökkumönn-
um er veiðiskapur heimill og
frjáls, en hvítir menn verða að
fá leyfi nýlendustjórnarinnar til
þess að stunda veiði, og það er
síður en svo fyrirhafnarlítið.
YEGNA NÝRRA
ÁSKRIFENDA
skal tekið fram, að seinustu tvö
tölublöð hvers árgangs Rökk-
urs koma altaf eftir áramót, en
nýr árgangur byrjar i mars
eins og áður.