Rökkur - 01.08.1938, Qupperneq 12
121
RÖKKUR
ungverskum uppruna. Drotn-
ingin, Geraldine, er fríð sýnum
og fjörleg, alþýðleg og ræðin,
og síðan er hún settist á drotn-
ingarstólinn er kominn alt ann-
ar og skemtilegri bragur á hirð-
lifið en áður var á því og al-
banskar konur líta aðdáunar-
augum á hina vel klæddu og
glæsilegu drotningu, og taka
liana sér til fyrirmyndar, að svo
miklu leyti sem þeim er unt,
efna vegna og annara ástæðna.
En í þessu afskekta landi, þar
sem menningin er enn á frekar
lágu stigi á ýmsum sviðum, fær
hin nýja drotning vafalaust að
kenna á ýmsum erfiðleikum, en
hún hefir þegar unnið fyrsta
leikinn í þeirri haráttu, með
því að vinna sér liylli fyrir al-
þýðulega framkomu.
Hætturnar, sem kunna að
verða á vegi hennar, eru miklu
minni, en verið hefði á vegi
þeirrar konu sem sest hefði á
drotningarstól fyrir tíu árum
eða fvrr. Og höfuðborgin er
miklu skemtilegri staður til
dvalar en hún var þá.
Það er einnig breyting sem
þakka má manni hennar, Zog
konungi. Því að það er hann,
sem hefir bygt upp Albaniu nú-
tímans, hina einu Albaniu, sem
nokkuru sinni hefir í raun og
veru verið sjólfstætt ríki og
sameinað. Og sjálfur stofnaði
hann konungdóminn í landinu.
Hann gerði sjálfan sig að kon-
ungi.
Það, sem mesta athvgli vek-
ur, þegar litið er vfir feril und-
angenginna tíu ára, er það, að
Albanir njóta nú samúðar og
velvildar allra þjóða. Við liá-
tíðahöldin voru fulltrúar frá
ríkisstjórnum allra nágranna-
þjóðanna. Albania á nú ekki i
deilu við neitt erlent ríki
um nokkurt vandamál, sem
alvarlegt getur talist. Hér er
vissulega orðin mikil breyting
á, þegar athugað er, að áður
fyrr áttu Albanir í stöðugum
deilum við nágrannaþjóðimar
og stórveldin óttuðust oft og
tiðum, að í þessu „tundurhorni“
Balkanskagans niundi verða sú
sprenging, sem setti alt í hál i
þessum hluta álfunnar og ef til
vill allri álfunni. Þjóðabanda-
lagið hafði um langt skeið hin-
ar mestu áhyggjur af Albaniu.
Orðsendingar frá óánægðum
nágranna þjóðum voru alt af að
berast til Genfar. En í stjórnar-
tíð Zogs konungs liefir smám
saman færst í rétta átt. Albanir
áttu í miklum deilum við Grikki
og jafnvel Itali, sem þó eru
„verndarar“ þessa litla kon-
ungsríkis. Og Jugoslavar voru
yfirlýstir fjandmenn þeirra.
Tirana var miðstöð pólitískra
samsærismanna. En þetta er