Rökkur - 01.08.1938, Side 14

Rökkur - 01.08.1938, Side 14
126 R Ö K R U R þegaflugferðum milli Tirana og Belgrad, auk þess sem þeir liafa byrjað samvinnu á öðrum sviðum. Erlendir ferðamenn geta nú farið um Albaniu landshorn- anna milli, án þess að óttast á- rásir, en áður fyrr var það svo, að enginn ferðamaður gat ver- ið óhultur í Albaniu. Breyting- in, sem hér hefir orðið stafar þó ekki af því, að þjóðin hafi gerbreyst á þessum tíma, sem liðinn er frá því Zog komst til valda, lieldur af því, að hann stjórnar styrkri hendi, og hefir skipulagt her og lögreglu með góðum árangri. í þessnm efn- um hefir hann verið algerlega einráður. Hann er einræðis- lierra í Albaniu og það þarf enginn að ætla, að hann láti aðra segja sér fyrir verkum. Hann ætlar sér að vera einráð- ur áfram og bæla niður hverja tilraun, sem kann að verða gerð til þess að svifta hann völdun- um, en hann á sér vitanlega andstæðinga margra, þvi að hann varð að brjótaniður öflnga mótspyrnu, áður en hann komst til valda — og til þess að halda völdunum, en með hverju ár- inu hefir hann treyst völd sín. Zog hefir margoft sýnt það, að hann vill ekki erfa væringar milli sín og pólitískra andstæð- inga, og við hátíðahöldin á dög- unum, fyrirskipaði hann náðun fjölda margra pólitískra and- stæðinga, en pólitískum útlög- um var leyft að koma heim. Því er þó ekki að leyna, að margt er ógert í Albaniu, sem til framfara horfir, ogfrjálsræði þegnanna liefir verið skert um of. Æskulýðurinn er áhuga- samur og bíður tækifæra til þess að geta lagt fram krafta sína fyrir ríkið. Slík tækifæri verður að skapa æskulýðnum, ekki síst í landi sem Albaniu, þar sem hætt er við, að hinir ó- notuðu kraftar æskunnar verði þá notaðir gegn konungsstjórn- inni. Yngri kynslóðinni finst Zog taka of mikið tillit til „klíku“, sem stendur að baki honum en ekki nóg til sín. Hin farsæla leið þjóðlegrar sam- vinnu hefir ekki enn fundist. Umbóta á sviði landbúnaðar og alþýðufræðslu er mjög þörf. Og það er þar sem Zog gæti notað krafta æskulýðsins best. — (Úr grein eftir B. H. Markliam). GREIFINN AF MONTE CHRISTO. Þrjár fyrstu arkir V. hindis koma út áður en yfirstandandi árgangi lýkur.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.