Rökkur - 01.08.1938, Page 16

Rökkur - 01.08.1938, Page 16
128 RÖKKUR lcemur, og ræ'ður að sjálfsögðu öllu um það eftir það, hvar það verður sett upp o. s. frv. Sýningarhús Islands í New York liggur milli tveggja gatna og verður inngangur frá hvorri götunni um sig. Við annan inn- ganginn verður afsteypa af Leifsstyttunni. Verður hún við aðalinnganginn, en raunar er hinn inngangurinn, þar sem Þorfinnslíkanið verður, engu ó- veglegri og umferð meiri þeim megin. Vestur-íslendingar hafa, seg- ir Haraldur Árnason ennfrem- ur, byrjað samskot til þess að afla fjár upp í kostnaðinn við afsteypuna af Leifsstyttunni. Munu samskotin ganga mjög að óskum. Hugmynd Vestur-íslendinga er, að afsteypan verði sett upp á einhverjum viðeigandi stað í Bandaríkjunum, t. d. í Wash- ington D. C. Fullnaðarákvarð- anir um það hafa þó ekki verið teknar enn. Þessi hugmynd, að hafa af- steypu af Leifsstyttunni og styttu Þorfinns karlsefnis við inngöngudyr sýningarhússins, er góðra gjalda verð, og mun vafalaust hafa mikil áhrif til þess að draga menn að sýning- unni. Það er og ánægjulegt, að sú leið skuli hafa verið valin, sem að framan getur, að hafa afsteypuna af Leifsstyttunni á völdum stað í Bandarikjunum, er heimssýningunni lýkur. Það mun vekja varanlega athygli á íslandi - og því, hvaðan sá mað- ur var, er fann Vínland liið góða. Og þá má oss íslending- um vera það ánægjuefni, að af- steypa af Þorfinns-styttunni verður sett hér upp. Framvegis ætti að leggja meiri stund á að prýða bæinn með slíkum listaverkum. Dtgefandi: Axel Thorsteinson. Afgreiðsla: Hávallagötu 7 éausturenda). Afgreiðslutími 7—9 e. m. Sími 4558. — Útgefandi Rökkurs vinnur kl. 4—7 daglega, fvrst um sinn, á Fréttastofu útvarpsins (erlendar fréttir) í Landsímahúsinu. Félagsprentsmiðian

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.