Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 2

Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 2
2 R O K K U R ar og sár-beittar. Stgr. Tli. varð ungur „skáld þjóðarinnar“ og hefir kveðskapur hans löngum notið mikilla vinsælda meðal alls almennings. — Islendingar hafa verið svo lánsamir, að eiga mörg góð skáld og fáein, sem fram úr hafa skarað, m. a. sakir óvenjulegrar orðlistar og bragsnildar, hugsjóna-auðs og fegurðar i ljóði, en hjá aðeins örfáum hafa allir hinir bestu og glæsilegustu skáld-kostir farið saman. — Einn skarar fram úr í þessu, annar í hinu. — Rímið eitt eða hagmælskan heldur engu skáldi á floti til lengdar. Þar verða aðrir kostir til að koma, ef duga skal. Hagmælskan getur jafnvel orðið til sárra leiðinda, ef andríki skortir og annað það, sem „gerir gæfumuninn“. Lesandinn verð- ur beinlínis leiður og þreyttur á hinu sífelda rim-lulli og skokki um flatneskjuna þvera og endilanga. Hins vegar geta rím-husar orðið all- merkileg skáld og slórt eitthvað „út yfir gröf og dauða“, ef mentun er í góðu lagi, mannvit og smekkvísi, og ef þeir kunna þá list, að velja yrkisefni við sitt hæfi. En alt af er þó hnoðið leiðinlegt og klaufaskapurinn til angurs. Kvæði, sem með þrautum fæðast og ofsalegum átökum við mál og rím, eru æfinlega auðþekt og sjaldan ánægjulegur skáldskapur. Málinu er einatt mis- boðið á ýmsa vegu, en andlegu torfi, leir og öðru dóti hnoðað í eyður og skörð, sakir rím- nauðar og sárra vandræða. Getur þá viljað til, að rétt hugsun brjálist og að úr öllu saman verði hálfgerður óskapnaður. -----o----- Steingrímur Thorsteinsson dvaldist i Kaup- mannahöfn um tuttugu ára skeið eða rúmlega það og var allan þann tíma handgenginn Jóni forseta Sigurðssyni. Á þessum árum munu frelsiskvæði lians flest og livatningarljóð til orðin. Þeir höfðu ekki hallann af því, stúdent-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.