Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 16

Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 16
16 flÖKKUR Hin bjarta, lýsandi vera stað- næmdist ekki hjá hinum unga hermanni, en Vasile sá i svip hið engilhreina kærleikstillit augna hans .... hægt, stöðugt hélt Mannsins sonur áfram að sofandi hermönnunum, sem lágu í hnipri kringum kalda öskuna, og Hann nam staðar mitt á meðal þeirra — og Vasile sá — sá með eigin augum, er Guðs sonur tók kross sinn og lagði á kalda öskuna, en þegar í stað gaus upp björtum eld- tungum, sem umvöfðu kross- inn, uns hann var sem logandi blys! Kristur hafði borið til þeirra sinn eigin kross, til þess að þeir sem land sitt vörðu frysi ekki í hel. Það, sem eftir þetta gerðist, mundi Vasile að eins óljóst — en á knjánum hafði liann skrið- ið að hinum heilaga eldi — á knjánum — og svo hafði hann hnigið meðvitundarlaus niður við líknareldinn..... * * Dagur var runninn. Hver hermaðurinn á fætur öðrum vaknaði. Þar sem verið hafði köld aska um nóttina var nú eldrauð glóð og það fóru hitastraumar um þá alla og þeir gæddust af nýju orku lífs- ins og veðurofsinn og harkan nóttina áður voru sem vofur ógnarsýnar, er horfin var... Hver einstakur þeirra hvarf af landi svefns og drauma yfir í virkileikann i fagnaðarskapi — eins og eitthvað dásamlegt hefði gerst, þeim var svo notalega hlýtt og gleðin í hugunum tak- markalaus og skýranleg. Jafn- vel í augum hinna fölleitu og þunglyndislegu fanga var ann- arlegur ljómi.... Scurtu tók til máls og reyndi að tala sem valdmannslegast. — Hann kallaði á Vasile — hafði hann óhlýðnast fyrirskip- unum ? Hafði liann brent kross- inum meðan yfirmaður hans svaf ? Nei, nei! Þarna lá krossinn, eins og fallinn hermaður, sem breiðir út faðminn, og viðkross- inn lá Vasile á knjánum, með spentar greipar og horfði á ný- risna morgunsólina.... Scurtu gerði krossmark fyrir brjósti sér. „Vasile,“ kallaði hann, „hvað sér þú í morgunroðanum ?“ Vasile sneri sér við og leit til hans — og það var dásamleg birta í augum hans —- en hann svaraði engu — og Scurtu fékk aldrei að vita, hvaða sýn Vasile sá hverfa inn í morgunroðann. títgefandi: Axel Thorsteinson.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.