Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 11

Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 11
RÖKKUR 11 aftur í huga Yasile. Hinir dauðu eru dauðir og þeirra þjáningar eru um garð gengnar, en þarna fyrir handan voru nokkurir menn að frjósa í hel, djarfir menn, sem höfðu barist fyrir ættjörð sína, menn sem voru að gera skyldu sina, — ef hinir dauðu mættu mæla mundu þeir kalla til hans, að hirða krossana — alla þrjá — til þess að ylja þeim, sem vörðu ættjörð þeirra -— til þess að ylja vesalings her- mönnunum, sem mundu ella frjósa í hel.... Vasile brá við og greip í fyrsta krossinn traustu taki og reyndi að lmika honum til í frosinni jörðinni .... en það var eins og krossinn veitti mót- spyrnu, — eins og tré, sem hefir slcotið rótum sinum djúpt nið- ur í jörðina, — krossinn veitti mótspvrnu, eins og maður, sem ver helgan reit. En Vasile hafði hlaupið kapp i kinn — mót- spyrnan vakti baráttuhug hans, kappið, sem hver maður á, þó kannske sé svefnbundið, en vaknar, er stríða þarf. Ivrossinn varð andstæðingur, sem liann setti metnað sinn í að sigra. Og nú hófust hin einkenni- legustu átök þarna á eyðilegri og kaldri sléttunni -—• stormur- inn lamdi miskunnarlaust pilt- inn, sem stritaði við lcrossinn af sliku kappi, að engu var lík- ara en að hann væri að berjast við fjandmann sinn, sem hann yrði að sigra. Vasile vafði örmum um krossinn, eins og' væri hann lif- andi vera, og hann reyndi að lyfta lionum upp og ýta honum til hliðar, eða hnika honum til annarar hvorrar hhðarinnar, en krossinn sat svo fastur í jörðu, að liann bifaðist ekki. Vasile hafði varpað frá sér loðhúfunni og byssunni, og af þrá og heift þess, sem hatar, stritaði hann og barðist af öllum lífs og sál- ar kröftum. Og alt í einu féll krossinn — féll til jarðar svo skyndilega, að Vasile féll til jarðar með hon- um, og hann lá þar endilangur yfir hinum fallna andstæðingi — þessum andstæðingi, sem var ekkert annað en óbrotinn trékross. Bardagalieiftin blossaði enn í augum Vasile og liann lá móð- ur með hálfopinn munn og reyndi að stilla andardráttinn. Hann andaði enn ótt og títt, svo að líkast var andvörpum, sem árangurslaust var reynt að hæla niður. Vindurinn næddi kring- um hann og þyrlaði snjó og hvössum ískornum framan í hann...... En hann hafði sigrað! Hann hafði náð upp krossinum. Hann hafði fundið við til þess að

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.