Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 10
10
RÖKKUR
MARIE, EKKJUDROTNING RÚMENÍU:
ÞAÐ SEM VASILE SÁ--
Niðurl.
Vasile gerði krossmark fyrir
brjósti sér og fór að þylja bæn
fyrir binum látnu. Hann stóð
eins og í leiðslu og horfði á
þessa þrjá óbrotnu trékrossa,
og hann hugsaði um, hverjir
það hefðu verið, er þarna höfðu
endað lífsskeið sitt. Voru það
hermenn sem þarna hvíldu?
Eða konur? Eða kannske lítil
hörn -—- lítil, illa ldædd börn,
sem höfðu dáið af hungri og
kulda. Frá því styrjöldin byrj-
aði höfðu svo mörg börn dáið
úr hungri og kulda.........
Eins og sá, sem starir á fjár-
sjóð, sem finst óvænt — og
þorir ekki að snerta — eins
stóð Vasile fyrir framan þessa
þrjá krossa. Hann horfði með
aðdáun á viðinn, en hann þorði
ekki að snerta þá, og liann gat
ekki knúið sig til þess að halda
áfram.
Og nú vaknaði skelfileg liugs-
un með honum — ógurleg
freisting. Hvi ekki að rífa upp
einn þessara krossa og' leggja
hann á deyjandi glæðurnar.
Þegar alt kemur til alls eru
hinir látnu látnir. Þeir sofa svo
djúpum svefni, að þeir geta
ekki heyrt það, sem fram fer
yfir liöfðum þeirra. Guði sé lof,
að þeir sofa svona djúpt, því að
hvernig gæti nokkurum manni
ella dottið annað eins í hug og
mér nú, hugsaði Vasile.
Hann áræddi nú að ganga
nær og lagði hönd sína á einn
krossinn — þann, sem næstur
var. En þegar hann gerði það
varð hann gripinn lielgitilfinn-
ingu. Nei, nei, ef hann tæki
krossinn væri það vanhelgun —
menn eiga að halda minningu
liinna látnu í heiðri, — jafnvel
lieiðra þá umfram þá, sem lif-
andi eru. SKkur verknaður
mundi vissulega fordæmdur
vera, af guði og mönnum. Hinir
látnu geta ekkert gert sér til
varnar, þeir eiga grafarró sína
undir þvi, að hver sem fram
hjá fer virði hana — menn eiga
að virða gröfina eins og menn
virða þrepin, sem liggja upp að
altarinu í kirkjunni — það
væri vissulega ógerlegt að taka
kross til þess að nota sem
hrenni — kross sem var sein-
asti virðingarvottur, er sýndur
var af þeim, sem elskað hafði
þann, er þarna hvíldi.
En rödd freistninnar vaknaði