Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 9
RÖKKUR
9
Að lokum skulu birt hin merkilegu og spak-
legu erindi hans: Sorg og viska:
Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur.
Hvert viskubarn á sorgarbrjóstum liggur.
Á sorgarhafs botni sannleiksperlan skín,
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín.
Margt fleira mætti telja, jafngott því, sem
nefnt hefir verið eða ef til vill hetra, en Iiér skal
þó staðar numið.
-----o----
Steingrímur Thorsteinsson var óvenjulega
gáfað skáld, en ekki mikill bragsnillingur, síst
er á ævina leið. Tilfinningarikur og íslenskur
í anda, elskaði náttúruna og söng henni lof,
mikill frelsis-vinur, gerhugall og djúpsær.
Meira ástaskáld en tíðast er um íslenska höf-
unda. — Hann skipar veglegan sess í bókment-
um vorum og nnm enn um langan aldur verða
eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar.
Páll Steingrímsson.