Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 7

Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 7
RÖKKUR 7 j.111 völlinn. Svanirnir (Hvert svífið þér, svanir, af ströndu). Hvar eru fuglar —? Verndi þig englar, tvær stökur. Hin fyrri er svona: Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kring um hvílu hljótt á hvíturn vængjum um miðja nótt. Þá er smáljóð, er nefnist Augun bláu, tvö er- indi. Hið fyrra er þannig: Af öllu bláu, brúður kær, hið besta þér í augum hlær, svo blár er himinbláminn ei, svo blátt er ekkert „gleym-mér-ei.“ Þið sjáist aldrei framar. Kvæðið er aðeins ívö erindi og er þetta hið fyrra: Eg veit eitt liljóð svo lieljar þungt, sem hugans orku lamar, með helstaf lýstur hjartað ungt, %g hrædd það tungan stamar. Það dauðaklukku geymir glym og gnýr sem margra hafa brim þau dómsorð sár með sorgar ym: „Þið sjáist aldrei framar.“ Þá er Nafnið, smákvæði: Mitt nafn á liafsins hvíta sand þú hafðir eitt sinn skráð. En bylgju falska bar á land, og burt það strax var máð. Stúlkan skrifaði nafn piltsins miklu víðar en í sandinn — „á ís við ey“, „á hreinan snjó“, á björk í skógi, alls staðar — nema í hjarta sitt. J>ar skrifaði hún ekki einn einasta staf:

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.