Rökkur - 01.01.1940, Page 7

Rökkur - 01.01.1940, Page 7
RÖKKUR 7 j.111 völlinn. Svanirnir (Hvert svífið þér, svanir, af ströndu). Hvar eru fuglar —? Verndi þig englar, tvær stökur. Hin fyrri er svona: Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kring um hvílu hljótt á hvíturn vængjum um miðja nótt. Þá er smáljóð, er nefnist Augun bláu, tvö er- indi. Hið fyrra er þannig: Af öllu bláu, brúður kær, hið besta þér í augum hlær, svo blár er himinbláminn ei, svo blátt er ekkert „gleym-mér-ei.“ Þið sjáist aldrei framar. Kvæðið er aðeins ívö erindi og er þetta hið fyrra: Eg veit eitt liljóð svo lieljar þungt, sem hugans orku lamar, með helstaf lýstur hjartað ungt, %g hrædd það tungan stamar. Það dauðaklukku geymir glym og gnýr sem margra hafa brim þau dómsorð sár með sorgar ym: „Þið sjáist aldrei framar.“ Þá er Nafnið, smákvæði: Mitt nafn á liafsins hvíta sand þú hafðir eitt sinn skráð. En bylgju falska bar á land, og burt það strax var máð. Stúlkan skrifaði nafn piltsins miklu víðar en í sandinn — „á ís við ey“, „á hreinan snjó“, á björk í skógi, alls staðar — nema í hjarta sitt. J>ar skrifaði hún ekki einn einasta staf:

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.