Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 15

Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 15
R O K K U R 15 braut dýrðarinnar, troðin lielg- um fótum — því að það var Mannsins sonur, sem kom yfir snjóbreiðuna til Vasile — Guðs sonur. Utan úr næturdimmunni kom hann — svo bjartur og dýrlegur, að Vasila hneig niður á kné sín, þreif af sér loðliúfuna og kross- lagði kaldar hendurnar á brjósti sér. Allar deilur, alt mótlæti, allar þjiáningar — alt var það gleymt. Allur efi var horfinn — allar spurningar gleymdar. Nú var hann að eins varð- maður í myrkrinu, barn, sem hafði vilst, en guð sjálfur leitað uppi. Ósegjanlegur fögnuður ríkti í huga hans — þvi að mað- ur Ijóssins kom til lians — til hans — Vasile, sem hafði rænt krossi af gröf hins látna. En hvað var það, sem sonur guðs bar á herðum sér, eitthvað dökt og næstum ferlegt...... Ilann bar kross sinn. Kristur bar einnig sinn kross, hvers vegna, ó, hvers vegna? .... Svo léttilega gekk Hann yfir snjóbreiðuna, að það var eins og krossinn hvildi með engum þunga á herðum hans, en Va- sile mundi enn hve þungur tré- krossinn hafði hvilt á herðun- um og hann verkjaði enn í þær. Vasile sá veru í hvítri skikkju nálgast,

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.