Fréttablaðið - 25.01.2023, Page 4

Fréttablaðið - 25.01.2023, Page 4
Við í Framsókn teljum þó ekki rétt að ná þeim markmiðum með því að leggja niður sýslu- mannsembættin og veikja þar með stjórn- sýslu í heimahéraði. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar- flokksins bth@frettabladid.is Flugmál Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að f lugfreyjur og f lugþjónar hafi unnið þrekvirki er fárviðri gerði áhöfn og farþegum um borð í vélum Ice land air lífið leitt á sunnu­ dag. Dæmi eru um að áhafnir og far­ þegar hafi verið innilokuð í f lugvél í 17 klukkustundir frá brottför í Ameríku uns yfir lauk. Of hvasst var til að ferja farþegana frá borði. Berglind segir ákvæði í samn­ ingum sem tryggi að f lugfreyjur fái greitt fyrir hina löngu vakt. Lög­ bundinn hvíldartími verði virtur. „Þetta voru hræðilegar aðstæður, mjög erfiðar fyrir alla,“ segir Berg­ lind. „Það eru margir farþegar með alls konar vandamál, en f lugfreyjur og f lugþjónar eru frábær hópur sem hefur verið þjálfaður sérstaklega Hræðilegar aðstæður um borð í flugvélunum Berglind Kristófersdóttir, formaður Flug- freyjufélags Íslands Framsóknarmenn telja óráð að leggja niður sýslumanns­ embætti víða um land. Mótstaða við frumvarp Jóns Gunnarssonar kemur að líkindum í veg fyrir að frum­ varpið geti orðið að lögum. bth@frettabladid.is StjórnSýSla Frumvarp Jóns Gunn­ arssonar dómsmálaráðherra um fækkun sýslumanna sætir viðamik­ illi gagnrýni. Ólíklegt er að Fram­ sóknarflokkurinn muni styðja frum­ varpið. Ný þingmálaskrá var lögð fram í gær. Sameining sýslumanns­ embætta er ekki lengur á dagskrá. Fréttablaðið sagði fyrst fjölmiðla frá því í fyrrasumar að Jón Gunn­ arsson hygðist gera grundvallar­ breytingu á skipulagi sýslumanns­ embætta víða um land og fækka embættum úr níu í eitt. Nokkru síðar lagði dómsmála­ ráðherra frumvarp fram um málið. Framgangur þess hefur verið hægur sem kann að skýrast af andstöðu stjórnarþingmanna í samstarfs­ flokkum Sjálfstæðismanna. Ingibjörg Isaksen, þingmaður og oddviti Framsóknarmanna í Norð­ austurkjördæmi, segir að sumt sé gott í frumvarpinu svo sem efling starfsstöðva á landinu með flutningi verkefna og bættri þjónustu. „Við í Framsókn teljum þó ekki rétt að ná þeim markmiðum með því að leggja niður sýslumannsemb­ ættin og veikja þar með stjórnsýslu í heimahéraði. Þingflokkurinn telur þörf á að efla og styrkja embættin víðs vegar um landið en það þurfi að gera innan þess fyrirkomulags sem er í dag,“ segir Ingibjörg. „Hér er einfaldlega um að ræða mál sem þarfnast frekari umræðu og yfirlegu,“ segir Ingibjörg. Hún segir að frumvarpið sé enn til umræðu innan þingflokksins. Ljóst er að andstaðan við breyt­ ingarnar er veigamikil. Byggða­ Sýslumannsfrumvarp Jóns í uppnámi N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið stofnun segir í umsögn sinni um frumvarpið að um stóra kerfis­ breytingu sé að ræða með gagn­ gerri endurskoðun skipulags, „sem framselur vald úr héraðsbundnum stjórnsýslueiningum sýslumanna inn í miðstýrða einingu“. Ekki verði séð með augljósum hætti að nauðsyn sé á þessum miklu stjórn­ sýslubreytingum til að ná kynntum markmiðum um bætta þjónustu og fjölgun verkefna í landsbyggðunum. Þá telur Byggðastofnun ástæðu til að minna á að „bæði í þjónustulegu og byggðalegu tilliti gætir tortryggni gagnvart samþjöppun starfsein­ inga“. Þegar sýslumönnum hafi verið fækkað úr 24 í níu hafi fyrirheit ekki gengið eftir. Stjórn Sýslumannafélags Íslands gagnrýnir einnig frumvarpið harð­ lega, enda sé það ekki unnið á fag­ legum forsendum. „Bent er á að verði frumvarpið að lögum felur það í sér umtalsvert framsal á valdi frá löggjafanum til ráðherra. Aukinheldur verður ekki annað séð en að um mikilvægt byggðamál sé að ræða og að frum­ varpið hafi mikil áhrif á réttindi og kjör starfsmanna sýslumanna, starf­ semi embættanna og þjónustu.“ Þá liggi nákvæm fjárhagsáætlun eða langtímaáætlun ekki fyrir og fullkomin óvissa sé uppi um rekstr­ argrundvöll og störf um land allt. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir: „Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir þessum áformum harð­ lega.“ Einnig segir að Vestmannaeyja­ bær muni „gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að reka ráðherrann til baka með áform sín“. n kristinnhaukur@frettabaldid.is menning Ísadóra Bjarkardóttir Barney, hin tvítuga dóttir tónlistar­ konunnar Bjarkar Guðmundsdótt­ ur, gaf nýlega út sitt fyrsta lag. Lagið heitir Bergmál og er á safnplötunni Drullu mall 4. Breska tónlistartíma­ ritið NME greinir frá þessu. Ísadóra hefur áður komið að laga­ smíðum, það er ásamt móður sinni í laginu Her Mother’s House, sem er lokalag Bjarkarplötunnar Fossora sem kom út í haust. Hún lék einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni The Northman, sem Björk lék einnig í. n Dóttir Bjarkar með fyrsta lagið ragnarjon@frettabladid.is menning „Ég ætla með manninum mínum, Ethan Clarke, sem vann að myndinni með mér,“ segir Sara Gunnarsdóttir, um það hvern hún tekur með sér á Óskarsverðlauna­ hátíðina. Mynd Söru, My Year of Dicks, er tilnefnd til verðlauna í f lokki stuttra teiknimynda. Mynd Söru byggir á bók Pamelu Ribon, Notes to Boys: And Ot her Things I Shouldn’t Share in Pu blic og segir frá persónunni Pam og til­ raunum til að missa meydóminn og leitinni að hinum sanna elskhuga. Sara hefur starfað við gerð teikni­ mynda í Bandaríkjunum og hefur komið að gerð tónlistarmyndbanda og annarri kvikmyndagerð. Hún kom að gerð heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy­tilnefningu. Sara er annar Íslendingurinn sem tilnefndur er til Óskarsverð­ launa sem leikstjóri í f lokki stuttra teiknimynda en Gísli Darri Hall­ dórsson var tilnefndur 2021. Sara á því möguleika á að verða annar Íslendingurinn sem vinnur til verð­ launanna en Hildur Guðnadóttir vann 2019 fyrir tónlist í Joker. n Sara og Ethan ætla saman á Óskarinn Skjáskot úr teiknimynd Söru. Mynd/aðsend Sara Gunnars- dóttir, leikstjóri til að takast á við svona ástand. Ég hef ekki heyrt annað en að allt hafi gengið vel.“ Berglind segist ekki hafa for­ sendur til að meta hvort vistir um borð í vélunum þrutu eða ekki. Um það ber yfirstjórn Icelandair og far­ þegum ekki saman. Berglind segir þessar uppákomur fátíðar. „Svona ástand hefur komið upp, en ég hef ekki heyrt af neinu viðlíka í langan tíma.“ n Jón Gunnars- son, dómsmála- ráðherra Dómsnmála- ráðherra leggur til að embætti sýslumanna um landið verði sameinuð í eitt embætti. Frétta- blaðið/Pjetur helenaros@frettabladid.is StjórnSýSla Drífa Hjartardóttir, forseti Kirkjuþings, staðfestir að kvörtun hafi borist frá Auði Björgu Jónsdóttur, lögmanni séra Gunnars Sigurjónssonar, þar sem lagalegt umboð Agnesar M. Sigurðardóttur sem biskups Íslands er dregið í efa og að kvörtunin verði skoðuð. Morgunblaðið sagði frá því í gær að í erindi Auðar til Drífu kæmi fram að Agnes hefði verið skipuð í emb­ ætti biskups af forseta Íslands til fimm ára 2012. Í lok þess skipunar­ tíma hefði tíminn framlengst sjálf­ krafa í önnur fimm ár, til loka júní 2022. Frá þeim tíma hefði hún ekki verið endurkjörin og skorti því laga­ legt umboð til að gegna embættinu. Drífa hyggst boða forsætisnefnd til fundar í dag eða á morgun vegna málsins og segir að lögmaður verði fenginn til að skoða málið. Pétur G. Markan biskupsritari vildi ekki tjá sig um málið í gær. n Dregur umboð biskupsins í efa Drífa Hjartar- dóttir, forseti Kirkjuþings Ísadóra Bjarkar- dóttir Barney, tónlistarkona 4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 25. jAnúAR 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.