Fréttablaðið - 25.01.2023, Síða 12

Fréttablaðið - 25.01.2023, Síða 12
Þegar þú pantar þér mozzarella ostastangir hérna á Íslandi þá eru þær á stærð við títu- prjón. Íslenskur sósuframleiðandi sem sérhæfir sig sterkum sósum fyrir kjúklingavængi áætlar að auka framleiðslu með fleiri vörutegundum. Hann vill bjóða upp á safa- ríkari bar-mat á Íslandi og segir eftirspurnina gríðarlega í kringum bandarísku Ofur- skálina. Eggert Smári Sigurðsson, stofnandi Smári’s Volcano Sauce, stendur frammi fyrir mikilli útrás í heimi kjúklingavængja á Íslandi. Frá 2020 hefur hann selt sterkar vængja- sósur með þremur mismunandi styrkleikum og vonast nú til að geta bráðum selt eigin ostastangir og kryddaða vængi í verslunum Hagkaups. „Vængirnir eru kryddaðir með sérstakri kryddblöndu sem er aðeins vægari en vægasta sósan sem við seljum. Kryddið ber heitið Grímsnes og passar vel við allar sósurnar við seljum nú þegar,“ segir Eggert en allar sósurnar eru nefndar eftir íslenskum eldgosum. Styrkleiki hverrar sósu samsvarar stærð eldgosanna og heita þær Askja, Hekla og Katla. Hugmyndin um að tengja sós- urnar við íslensk eldgos kom frá sænska hönnuðinum Ted Karlsson sem hannaði bæði vörumerkin og alla límmiðana. „Þetta er maður sem dýrkar Ísland en hann segir að það sé of dýrt og of kalt til að búa hérna,“ segir Eggert. Eggert Smári kynntist fyrst sterk- um sósum á meðan hann bjó bæði í Atlanta í Georgíu-fylki og í banda- rísku borginni Montgomery í Ala- bama. Eftir að hafa komið aftur til Íslands segist hann hafa orðið leiður á þeim sterku sósum sem stóðu til boða hér og fannst vanta meiri styrkleika á markaðinn. Egg- ert byrjaði að prufa sig áfram með ýmsar kryddtegundir og var f ljót- lega farinn að búa til sínar eigin sósur. Þrátt fyrir hógværa stærð fram- leiðslunnar segir Eggert eftirspurn- ina vera mikla og þá sérstaklega í kringum bandarísku Ofurskálina. Yfir þeim leik er algengt að áhorf- endur víða um heim gæði sér á hefðbundnum bandarískum mat og þá sérstaklega sterkum kjúkl- ingavængjum. Eggert ákvað að bjóða einnig upp á kjúklingavængi yfir þann tíma en náði varla að mæta eftirspurninni. „Ég pantaði fyrst um 25 kíló af vængjum en ég fékk sjálfur svo mikið af pöntunum að ég endaði á því að klára allar birgðir hjá bæði Matfugli og Holta í Reykjavík. Ég neyddist svo til að keyra alla leið upp á Hellu til að fullnægja öllum pöntununum og ég held að ég hafi meira að segja klárað allar birgð- irnar hjá þeim líka.“ Eggert segist vera mikill aðdá- andi bandarískra íþrótta og hefur jafnvel selt sósur sínar á meðan hann fylgist með sunnudagsleikj- um á veitingastaðnum American Bar við Austurstræti. „Ég var orðinn þreyttur á þessum sömu sósum sem virðast alltaf fylgja kjúklingavængjum á nánast öllum veitingastöðum. Þannig að ég byrj- aði að taka mínar eigin sósur með og bað bara um þurra vængi með engri sósu og það fór að vekja smá athygli. Fólk fór að spyrja mig út í sósuna og sumir sem smökkuðu voru það hrifnir að þeir einfaldlega keyptu bara af mér hálfa flöskuna.“ Eggert segir að einn þeirra hafi verið bareigandi frá borginni Fíla- delfíu í Bandaríkjunum. Hann hafi keypt sósuna og haft samband við Eggert nokkrum vikum seinna til að panta sex f löskur af hverri teg- und. „Þeir höfðu svo samband við mig núna um jólin og sögðu mér að sósan væri að slá í gegn hjá við- skiptavinum þeirra.“ Netsala á Volcano sósunni erlend- is hefur einnig færst í aukana og segir Eggert að mest sé pantað frá Dan- mörku og Bandaríkjunum. Rúmlega 30 flöskur hafi farið til Bandaríkj- anna um jólin og segir Eggert að þær sendingar hafi að öllum líkindum verið jólagjafir. Hann segir að það sé mjög vinsælt meðal áhugamanna um sterkar sósur að eiga tegundir frá mismunandi heimshornum. Eggert telur framtíð fyrirtækisins bjarta enda segir hann mikla þörf vera á því sem hann kallar „alvöru íþrótta-barsnarli“ á Íslandi. Sam- hliða sölu á sterkum sósum segist hann vilja selja eins mikið af hefð- bundnum matvörum sem finnast á börum úti í heimi og henta fullkom- lega fyrir íþróttaáhorf. „Þegar þú pantar þér mozzarella- ostastangir hérna á Íslandi þá eru þær á stærð við títuprjón. Þær eru í rauninni bara jafn stórar og franskar kartöflur sem þú myndir fá á sport- bar í Bandaríkjum. Við erum farin að horfa á sömu íþróttir og þeir, af hverju ekki að bjóða upp á jafn safa- ríkan mat líka?“ n Tekur sínar eigin sósur með á veitingastaði Eggert Smári kynntist fyrst sterkum vængjasósum á meðan hann bjó í suðurríkjum Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is helgisteinar@frettabladid.is Verðbólgan í Bretlandi mældist rétt undir þeim 10,7 prósentum sem hagfræðingar höfðu spáð fyrir nóvember síðastliðinn. Lækkandi eldsneytisverð hjálp- aði til við að koma til móts við hækkun á verðbólgu en hækkandi kostnaður við kyndingu og mat heldur áfram að íþyngja heimil- unum í landinu. Samkvæmt fréttastofunni Reu- ters voru verðbólguspár hagfræð- inga fyrir nóvember 10,9 prósent. Verðbólgan mældist 11,1 prósent mánuðinn þar á undan og hafði hún ekki verið það há í 41 ár. Seðlabanki Englands mun kynna nýja peningamálastefnu á fimmtu- daginn og er almennt búist við 50 punkta vaxtahækkun. Bretar glímdu einnig við mikið af verkföllum yfir hátíðarnar þar sem verkamenn börðust fyrir bættum vinnuaðstæðum og launahækk- unum í samræmi við verðbólgu- hækkanir. Ein af f jármálaeftirlitsstofn- unum breska ríkisins, Office for Budget Responsibility, hefur spáð því að Bretar standa frammi fyrir stærstu lífskjaraskerðingu síðan mælingar hófust. Búist er við að rauntekjur heimila í landinu muni lækka um 4,3 prósent á árinu í ljósi lengstu kreppu í breskri sögu. Fjár málaráðher ra Bretlands tilkynnti í síðasta mánuði fjölda skattahæk kana, niðursk urð á útgjöldum og 55 milljarða punda ríkisfjármálaáætlun. Hingað til hafa aðgerðir stjórn- valda ekki haft tilætluð áhrif á verðbólgu en sérfræðingar vonast til að sjá áhrifin þokast í rétta átt. „Við búumst ekki við mikilli lækkun á næstunni,“ segir Richard Carter hjá fjárfestingarfyrirtækinu Quilter Cheviot. n Stærstu lífskjaraskerðingar síðan mælingar hófust Verðbólgan í Bretlandi fyrir nóvember mældist rétt undir spám. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 12 markaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 25. jAnúAR 2023 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.