Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 4
164
RÖKKUR
ungs lávarðurinn Louis af Battenberg. — Fram hjá
konungssnekkjunni fóru hin miklu herskip Breta
hvert af öðru, sem mörg komu siðar mjög við sögu,
svo sem Lion, Queen Marv, Iron Duke, New Zeeland,
Lord Nelson, og mætti svo lengi telja. I hvert sinn
er herskip sigldi framhjá konungssnekkjunni stóðu
sjóliðar í röðum á þiljum, og hylltu konunginn. —
Flotasýningin var hin stórkostlegasta og hlýtur að
hafa haft óafmáanleg áhrif á Georg konung, sem
var alinn upp að nokkru á sætrjám brezka flotans.
Vafalaust hefir konungurinn oft, er hörmungar ó-
friðarins dundu yfir, hugsað tij flotans, sem hann
eitt sinn kallaði „skjöld Bretaveldis“.
1 Evrópu var um þessar mundir sem oft áður
— einkennilega ástatt og margt á huldu. Flestar
þjóðir voru bundnar að öllu eða hálfu leyti við á-
kvæði samninga, sem gerðir voru — oft eftir margra
ára stjórnmálalegt leynibrugg. Þýzkaland og Aust-
urríki voru öruggar bandalagsþjóðir, og Italíá taldist
til miðveldanna, sem frekar ótryggur aðili þrívelda-
bandalagsins (miðveldanna). Bandalag var milli
Breta og Frakka og Rússa. Belgía var hlutlaus —
og stórveldin höfðu ábyrgzt hlutleysi hennar. -— Og
hvemig varð þetta svo, er á reyndi:
Þegar Austurríki sagði Serbiu stríð á hendur, leit-
uðu Serbar ásjár Rússa. Rússar, ef til vill í því
skyni aðeins, að beita áhrifum sínum í blekkingaleik,
fyrirskipuðu takmarkaða hervæðingu. Þjóðverjar,
bandamenn Austurríkismanna, sendu Rússum þá úr-
slitakosti, og kröfðust svars innan 12 klukkustunda
— en úrslitakostirnir náðu í rauninni einnig til
Frakka, bandamanna Rússa. Austurríkismenn urðu
að dragast með Þjóðverjum, sem nú höfðu tekið for-
ystuna, en fram að þcssu höfðu Austurríkismenn ekki
haft í hótunum við neina þjóð nema Serba.
Italía lýsti þegar yfir hlutleysi sínu. Italir neit-
uðu að láta knýja sig til þátttöku í styrjöld með
Austurríkismönnum. Síðar, þegar Tyrkir gengu í