Rökkur - 01.06.1945, Page 12

Rökkur - 01.06.1945, Page 12
172 RÖKKUR að einkunnarorði, og eg veit að þér munuð inna hana af höndum göfuglega. Eg mun fylgjast vel með öllu, sem gerist og yður varðar, og gleðjast yfir afrekum yðar á degi hverjum. Eg mun stöðugt hafa velferð yðar í huga. Eg bið guð að blessa yður og veita, að þér megið heim koma að unnum sigri.“ Hér þarf ekki að fjölyrða um, hversu þessir her- mcnn ræktu skyldu sína. Og allir þeir, sem á eftir þeim fóru. Margir áttu ekki afturkvæmt, en fleiri voi’u þeir, sem heim komu að lokum; en þeirra, sem féllu á vígvöllunum, hefir verið minnzt árlega við gröf ó- þekkta hermannsins, á elleftu stundu ellefta dags hins ellefta mánaðar ársins. Þ. 20. apríl 1937 — 23 árum eftir styjöldina, scm háð var til þess að aldrei framar yrðu styrjaldir háðar, flutti Neville Chamberlain, fjármálaráðherra Bretlands, ræðu, sem varpaði sk5rru Ijósi á það, hversu þjóðirnar eru skjótar að gleyma. Chamberlain komst svo að orði, að um „Mörg komandi ár yrði að verja stórkostlegum fjárhæðum til landvarna. Þótt skattgreiðandinn kunni að mögla, mun honum nokkur huggun að því, að þessar auknu byrðar leiða til þess að æ hraðar sækist að öryggis-markinu.“ A meginlandinu spígsporuðu þeir Hitler og Musso- lini meðal herskara sinna. Á Spáni var háð borgara- styrjöld, sem lamar þar allt á sviði þjóðlífs, fjárhags og athafna um hálfa öld eða lengur. Það virtist stefna í þá átt, að ekki þyrfti nema nýjan Sarajevo- viðburð til þess að hleypa öllu í bál. „Við skulum voná að það dragist sem lengst“, segir höfundur þessarar greinar að lokum. Sá ótti, sem fram kom í niðurlagi greinar hans, hafði við full rök að styðjast, því að eftir að hún var fyrst birt, stefndi hraðbyri í áttina til nýrrar heims- styrjaldar, sem hófst í septemher 1939.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.